Stjórnendur Landsbankans óttuðust um rekstrarhæfi bankans Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. apríl 2016 11:00 Landsbankinn seldi eignarhaldsfélagið Vestia vegna þess að efla eiginfjárstöðu í kjölfar gengislánadóma. vísir/Andri Landsbankans óttuðust árið 2010 að dómar vegna gengistryggðra lána kynnu í versta falli að leiða til þess að eiginfjárhlutfall færi undir lögbundið lágmark, sem var þá átta prósent. Þetta var ástæða þess að ráðist var í sölu á eignarhaldsfélaginu Vestia til Framtakssjóðs Íslands árið 2010. Í bréfi Bankasýslu ríkisins til Landsbankans hinn 11. mars síðastliðinn, sem ritað er vegna sölu bankans á hlut sínum í Borgun, er vikið að sölu Landsbankans á Vestia. Salan á Vestia til FSI, sem var tilkynnt 20. ágúst 2010, var harðlega gagnrýnd á opinberum vettvangi, rétt eins og salan á Borgun. Að beiðni fjármálaráðuneytisins aflaði Bankasýsla ríkisins upplýsinga frá Landsbankanum um söluna með bréfi, dagsettu 20. janúar 2011. Bankinn svaraði fyrirspurn Bankasýslunnar 27. janúar. Þar kom fram að á þessum tíma hefði verið mikil óvissa um lögmæti erlendra lána bankans sem hefði getað haft veruleg áhrif á eiginfjárstöðu hans. Taldi bankinn sér skylt að leita leiða við að efla eiginfjárstöðu sína án þess að leita til ríkissjóðs um fjárframlag og væri því óhjákvæmilegt annað en að hraða sölu eigna. Beindust sjónir fljótt að Vestia enda gæti slík sala verulega eflt eiginfjárstöðu bankans. Markaðurinn óskaði í vikunni eftir afriti af bréfinu sem Landsbankinn sendi Bankasýslunni í janúar 2011, þar sem salan er útskýrð, en fékk synjun. Ástæðan er sú að bréfið „varðar samskipti bankans og stofnunarinnar sem bankinn telur að trúnaðarskylda hvíli á. Landsbankinn telur sér því ekki heimilt að afhenda fjölmiðlum afrit bréfsins.“ Hins vegar kemur fram í erindi sem Landsbankinn sendi Bankasýslunni hinn 11. febrúar síðastliðinn að bankinn hafi upplýst Fjármálaeftirlitið, Seðlabankann og hluthafa um stöðuna með skriflegum hætti sökum alvarleika málsins. Upplýsingar um að stjórnendur Landsbankans óttuðust að eiginfjárhlutfall bankans kynni að fara undir lögbundið lágmark voru fyrst birtar almenningi þegar þetta bréf bankans, frá 11. febrúar, var gert opinbert. Engu að síður kveða lög Seðlabankans á um að ef peningastefnunefnd metur það svo að alvarleg hættumerki séu til staðar sem ógni fjármálakerfinu skuli hún opinberlega gefa út viðvaranir þegar tilefni er til. Markaðurinn spurði Fjármálaeftirlitið út í málið og fékk þau svör að ekki yrðu veittar upplýsingar um málefni einstakra eftirlitsskyldra aðila. „Á hinn bóginn má geta þess að Fjármálaeftirlitið fylgdist sérstaklega náið með eiginfjárstöðu lánastofnana vegna óvissu um bókfært virði gengislána á umræddum tíma. Í athugun Fjármálaeftirlitsins á áhrifum gengislánadóma Hæstaréttar frá 16. júní 2010 kom í ljós að dekksta sviðsmyndin hefði haft veruleg neikvæð áhrif á eiginfjárstöðu lánastofnana en eins og kunnugt er varð sú sviðsmynd ekki að veruleika,“ segir í svarinu.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum 13. apríl Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Landsbankans óttuðust árið 2010 að dómar vegna gengistryggðra lána kynnu í versta falli að leiða til þess að eiginfjárhlutfall færi undir lögbundið lágmark, sem var þá átta prósent. Þetta var ástæða þess að ráðist var í sölu á eignarhaldsfélaginu Vestia til Framtakssjóðs Íslands árið 2010. Í bréfi Bankasýslu ríkisins til Landsbankans hinn 11. mars síðastliðinn, sem ritað er vegna sölu bankans á hlut sínum í Borgun, er vikið að sölu Landsbankans á Vestia. Salan á Vestia til FSI, sem var tilkynnt 20. ágúst 2010, var harðlega gagnrýnd á opinberum vettvangi, rétt eins og salan á Borgun. Að beiðni fjármálaráðuneytisins aflaði Bankasýsla ríkisins upplýsinga frá Landsbankanum um söluna með bréfi, dagsettu 20. janúar 2011. Bankinn svaraði fyrirspurn Bankasýslunnar 27. janúar. Þar kom fram að á þessum tíma hefði verið mikil óvissa um lögmæti erlendra lána bankans sem hefði getað haft veruleg áhrif á eiginfjárstöðu hans. Taldi bankinn sér skylt að leita leiða við að efla eiginfjárstöðu sína án þess að leita til ríkissjóðs um fjárframlag og væri því óhjákvæmilegt annað en að hraða sölu eigna. Beindust sjónir fljótt að Vestia enda gæti slík sala verulega eflt eiginfjárstöðu bankans. Markaðurinn óskaði í vikunni eftir afriti af bréfinu sem Landsbankinn sendi Bankasýslunni í janúar 2011, þar sem salan er útskýrð, en fékk synjun. Ástæðan er sú að bréfið „varðar samskipti bankans og stofnunarinnar sem bankinn telur að trúnaðarskylda hvíli á. Landsbankinn telur sér því ekki heimilt að afhenda fjölmiðlum afrit bréfsins.“ Hins vegar kemur fram í erindi sem Landsbankinn sendi Bankasýslunni hinn 11. febrúar síðastliðinn að bankinn hafi upplýst Fjármálaeftirlitið, Seðlabankann og hluthafa um stöðuna með skriflegum hætti sökum alvarleika málsins. Upplýsingar um að stjórnendur Landsbankans óttuðust að eiginfjárhlutfall bankans kynni að fara undir lögbundið lágmark voru fyrst birtar almenningi þegar þetta bréf bankans, frá 11. febrúar, var gert opinbert. Engu að síður kveða lög Seðlabankans á um að ef peningastefnunefnd metur það svo að alvarleg hættumerki séu til staðar sem ógni fjármálakerfinu skuli hún opinberlega gefa út viðvaranir þegar tilefni er til. Markaðurinn spurði Fjármálaeftirlitið út í málið og fékk þau svör að ekki yrðu veittar upplýsingar um málefni einstakra eftirlitsskyldra aðila. „Á hinn bóginn má geta þess að Fjármálaeftirlitið fylgdist sérstaklega náið með eiginfjárstöðu lánastofnana vegna óvissu um bókfært virði gengislána á umræddum tíma. Í athugun Fjármálaeftirlitsins á áhrifum gengislánadóma Hæstaréttar frá 16. júní 2010 kom í ljós að dekksta sviðsmyndin hefði haft veruleg neikvæð áhrif á eiginfjárstöðu lánastofnana en eins og kunnugt er varð sú sviðsmynd ekki að veruleika,“ segir í svarinu.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum 13. apríl
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira