Erlent

AGS: Vara Breta við að yfirgefa ESB

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Bretar munu kjósa um áframhaldandi aðild í Evrópusambandinu í júní.
Bretar munu kjósa um áframhaldandi aðild í Evrópusambandinu í júní. Vísir/Getty
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn varar við „gífurlegum svæðisbundnum sem og alþjóðlegum efnahagslegum skaða“ slíti Bretar sig úr Evrópusambandinu. Tilkynning sjóðsins kemur í kjölfar þess að David Cameron forsætisráðherra Bretlands hefur boðað til kosninga í júní um það hvort þjóðin eigi að slíta sig frá Evrópusambandinu eður ei.

Í tilkynningu sjóðsins er varað við því að slíti Bretland frá Evrópusambandinu muni það hafa neikvæð áhrif á fjárfesta og bendir á að umræðan ein og sér hafi þegar valdið ringulreið á viðskiptamörkuðum. Talsmenn Vote Leave sem berjast fyrir aðskilnaði frá EU benda á að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi oft reynst fjarri lagi í framtíðarspám sínum.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi lækkað hagvaxtarspá sína fyrir  Bretland í 1,9% úr 2,2% vegna umræðunnar sem nú á sér stað vegna komandi kosninga.

Ítarlega er fjallað um málið á vef BBC.


Tengdar fréttir

Aðrir gætu boðað til kosninga um ESB

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun hefur stór hluti kjósenda í Frakklandi, Svíþjóð og Spáni áhuga á að boða til kosninga um áframhaldandi aðild að ESB. Stjórnmálafræðingur telur að ef Bretar gangi út verði staða Skota flókin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×