Verð aldrei laus við meiðslin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. apríl 2016 06:00 Margrét Lára er klár í Hvít-Rússaleikinn. mynd/hilmar Eftir nokkurra mánaða bið hefur Ísland að nýju leik í undankeppni EM 2017 en liðið mætir Hvít-Rússum ytra klukkan 15.00 í dag. Leikurinn fer fram í Minsk en þar hefur farið vel um íslensku leikmennina að sögn fyrirliðans Margrétar Láru Viðarsdóttur. „Hér erum við á glæsilegu hóteli og fáum frábæran mat. Það fer mjög vel um okkur. Þetta sýnir metnað hjá KSÍ sem bókar það besta fyrir okkur. Þannig á það líka að vera,“ sagði Margrét Lára við Fréttablaðið í gær.Stórt ár fram undan Margrét Lára er nú aftur komin til Íslands eftir sjö ára dvöl í atvinnumennsku og þar sem tímabilið hér á landi hefst ekki fyrr en í næsta mánuði er langt síðan hún fékk að spila alvöru mótsleik. „Loksins, segir maður bara. Það er gott að geta spilað þessa EM-leiki aftur og klárað þetta verkefni með því að komast áfram. Það er stórt ár fram undan og við erum mjög spenntar fyrir því að hefja það fyrir fullt og allt.“Læri að lifa með þessu Margrét Lára á sannarlega ótrúlegan landsliðsferil að baki sem telur alls 105 leiki og 75 mörk. Það er ekki síst merkilegt í ljósi þess að hún hefur verið að glíma við þrálát meiðsli aftan í læri, mismikið þó, undanfarin átta ár. Hún segir að staða hennar sé í raun óbreytt eftir veturinn. „Þetta er eitthvað sem ég þarf að lifa með. Það koma góðir tímar og slæmir en þessi meiðsli munu fylgja mér út minn feril. Ég læri sífellt betur inn á þetta og hvernig ég get stjórnað álaginu. En ég held að ég verði aldrei laus við þetta. Því miður,“ segir Margrét Lára hreinskilin.Refsað eftir Algarve Hún fór með landsliðinu til Algarve í febrúar þar sem hún spilaði tvo heila leiki á tíu dögum auk þess sem hún æfði milli leikja. Það var mikið álag. „Það verður að teljast nokkuð gott í mínu tilfelli en mér var svo „refsað“ þegar ég kom heim. Þá þurfti ég að taka skref til baka en nú er ég orðin nokkuð góð á ný,“ segir hún en Margrét Lára ítrekar að hún njóti fótboltans sem aldrei fyrr á ferlinum. „Mér líður mjög vel eins og er. Ég tek bara einn dag og einn leik fyrir í einu og nýt stundarinnar. Ég er landsliðsmaður og fyrirliði og nýt þess í botn að spila fótbolta. Ég hugsa bara jákvætt því annað brýtur mann bara niður. Ef að rétta hugarfarið er ekki til staðar þá er þetta töpuð barátta.Ætlum að vinna Ísland er með fullt hús stiga í undankeppninni og vann 2-0 sigur á Hvít-Rússum á Laugardalsvelli í haust. Skotar eru einnig með fullt hús stiga en eftir fimm leiki. Ísland hefur spilað þrjá en þessi lið mætast í Falkirk þann 3. júní og skiptir því miklu máli að misstíga sig ekki fyrir uppgjörið gegn Skotum. Kvennalandsliðið hefur áður misstigið sig á útivelli í undankeppnum stórmóta og segir Margrét Lára að það sé víti til varnaðar. „Við notum þá reynslu á góðan hátt. Við teljum okkur það reynslumiklar og það góðar að við ætlum ekki að leyfa því að gerast aftur. Við berum virðingu fyrir hverjum andstæðingi en förum í hvern leik með það að markmiði að vinna hann. Ef við gerum það ekki þá fyrst eru hættumerkin til staðar,“ segir Margrét Lára Viðardóttir. Fótbolti Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Sjá meira
Eftir nokkurra mánaða bið hefur Ísland að nýju leik í undankeppni EM 2017 en liðið mætir Hvít-Rússum ytra klukkan 15.00 í dag. Leikurinn fer fram í Minsk en þar hefur farið vel um íslensku leikmennina að sögn fyrirliðans Margrétar Láru Viðarsdóttur. „Hér erum við á glæsilegu hóteli og fáum frábæran mat. Það fer mjög vel um okkur. Þetta sýnir metnað hjá KSÍ sem bókar það besta fyrir okkur. Þannig á það líka að vera,“ sagði Margrét Lára við Fréttablaðið í gær.Stórt ár fram undan Margrét Lára er nú aftur komin til Íslands eftir sjö ára dvöl í atvinnumennsku og þar sem tímabilið hér á landi hefst ekki fyrr en í næsta mánuði er langt síðan hún fékk að spila alvöru mótsleik. „Loksins, segir maður bara. Það er gott að geta spilað þessa EM-leiki aftur og klárað þetta verkefni með því að komast áfram. Það er stórt ár fram undan og við erum mjög spenntar fyrir því að hefja það fyrir fullt og allt.“Læri að lifa með þessu Margrét Lára á sannarlega ótrúlegan landsliðsferil að baki sem telur alls 105 leiki og 75 mörk. Það er ekki síst merkilegt í ljósi þess að hún hefur verið að glíma við þrálát meiðsli aftan í læri, mismikið þó, undanfarin átta ár. Hún segir að staða hennar sé í raun óbreytt eftir veturinn. „Þetta er eitthvað sem ég þarf að lifa með. Það koma góðir tímar og slæmir en þessi meiðsli munu fylgja mér út minn feril. Ég læri sífellt betur inn á þetta og hvernig ég get stjórnað álaginu. En ég held að ég verði aldrei laus við þetta. Því miður,“ segir Margrét Lára hreinskilin.Refsað eftir Algarve Hún fór með landsliðinu til Algarve í febrúar þar sem hún spilaði tvo heila leiki á tíu dögum auk þess sem hún æfði milli leikja. Það var mikið álag. „Það verður að teljast nokkuð gott í mínu tilfelli en mér var svo „refsað“ þegar ég kom heim. Þá þurfti ég að taka skref til baka en nú er ég orðin nokkuð góð á ný,“ segir hún en Margrét Lára ítrekar að hún njóti fótboltans sem aldrei fyrr á ferlinum. „Mér líður mjög vel eins og er. Ég tek bara einn dag og einn leik fyrir í einu og nýt stundarinnar. Ég er landsliðsmaður og fyrirliði og nýt þess í botn að spila fótbolta. Ég hugsa bara jákvætt því annað brýtur mann bara niður. Ef að rétta hugarfarið er ekki til staðar þá er þetta töpuð barátta.Ætlum að vinna Ísland er með fullt hús stiga í undankeppninni og vann 2-0 sigur á Hvít-Rússum á Laugardalsvelli í haust. Skotar eru einnig með fullt hús stiga en eftir fimm leiki. Ísland hefur spilað þrjá en þessi lið mætast í Falkirk þann 3. júní og skiptir því miklu máli að misstíga sig ekki fyrir uppgjörið gegn Skotum. Kvennalandsliðið hefur áður misstigið sig á útivelli í undankeppnum stórmóta og segir Margrét Lára að það sé víti til varnaðar. „Við notum þá reynslu á góðan hátt. Við teljum okkur það reynslumiklar og það góðar að við ætlum ekki að leyfa því að gerast aftur. Við berum virðingu fyrir hverjum andstæðingi en förum í hvern leik með það að markmiði að vinna hann. Ef við gerum það ekki þá fyrst eru hættumerkin til staðar,“ segir Margrét Lára Viðardóttir.
Fótbolti Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram