Verð aldrei laus við meiðslin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. apríl 2016 06:00 Margrét Lára er klár í Hvít-Rússaleikinn. mynd/hilmar Eftir nokkurra mánaða bið hefur Ísland að nýju leik í undankeppni EM 2017 en liðið mætir Hvít-Rússum ytra klukkan 15.00 í dag. Leikurinn fer fram í Minsk en þar hefur farið vel um íslensku leikmennina að sögn fyrirliðans Margrétar Láru Viðarsdóttur. „Hér erum við á glæsilegu hóteli og fáum frábæran mat. Það fer mjög vel um okkur. Þetta sýnir metnað hjá KSÍ sem bókar það besta fyrir okkur. Þannig á það líka að vera,“ sagði Margrét Lára við Fréttablaðið í gær.Stórt ár fram undan Margrét Lára er nú aftur komin til Íslands eftir sjö ára dvöl í atvinnumennsku og þar sem tímabilið hér á landi hefst ekki fyrr en í næsta mánuði er langt síðan hún fékk að spila alvöru mótsleik. „Loksins, segir maður bara. Það er gott að geta spilað þessa EM-leiki aftur og klárað þetta verkefni með því að komast áfram. Það er stórt ár fram undan og við erum mjög spenntar fyrir því að hefja það fyrir fullt og allt.“Læri að lifa með þessu Margrét Lára á sannarlega ótrúlegan landsliðsferil að baki sem telur alls 105 leiki og 75 mörk. Það er ekki síst merkilegt í ljósi þess að hún hefur verið að glíma við þrálát meiðsli aftan í læri, mismikið þó, undanfarin átta ár. Hún segir að staða hennar sé í raun óbreytt eftir veturinn. „Þetta er eitthvað sem ég þarf að lifa með. Það koma góðir tímar og slæmir en þessi meiðsli munu fylgja mér út minn feril. Ég læri sífellt betur inn á þetta og hvernig ég get stjórnað álaginu. En ég held að ég verði aldrei laus við þetta. Því miður,“ segir Margrét Lára hreinskilin.Refsað eftir Algarve Hún fór með landsliðinu til Algarve í febrúar þar sem hún spilaði tvo heila leiki á tíu dögum auk þess sem hún æfði milli leikja. Það var mikið álag. „Það verður að teljast nokkuð gott í mínu tilfelli en mér var svo „refsað“ þegar ég kom heim. Þá þurfti ég að taka skref til baka en nú er ég orðin nokkuð góð á ný,“ segir hún en Margrét Lára ítrekar að hún njóti fótboltans sem aldrei fyrr á ferlinum. „Mér líður mjög vel eins og er. Ég tek bara einn dag og einn leik fyrir í einu og nýt stundarinnar. Ég er landsliðsmaður og fyrirliði og nýt þess í botn að spila fótbolta. Ég hugsa bara jákvætt því annað brýtur mann bara niður. Ef að rétta hugarfarið er ekki til staðar þá er þetta töpuð barátta.Ætlum að vinna Ísland er með fullt hús stiga í undankeppninni og vann 2-0 sigur á Hvít-Rússum á Laugardalsvelli í haust. Skotar eru einnig með fullt hús stiga en eftir fimm leiki. Ísland hefur spilað þrjá en þessi lið mætast í Falkirk þann 3. júní og skiptir því miklu máli að misstíga sig ekki fyrir uppgjörið gegn Skotum. Kvennalandsliðið hefur áður misstigið sig á útivelli í undankeppnum stórmóta og segir Margrét Lára að það sé víti til varnaðar. „Við notum þá reynslu á góðan hátt. Við teljum okkur það reynslumiklar og það góðar að við ætlum ekki að leyfa því að gerast aftur. Við berum virðingu fyrir hverjum andstæðingi en förum í hvern leik með það að markmiði að vinna hann. Ef við gerum það ekki þá fyrst eru hættumerkin til staðar,“ segir Margrét Lára Viðardóttir. Fótbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Sjá meira
Eftir nokkurra mánaða bið hefur Ísland að nýju leik í undankeppni EM 2017 en liðið mætir Hvít-Rússum ytra klukkan 15.00 í dag. Leikurinn fer fram í Minsk en þar hefur farið vel um íslensku leikmennina að sögn fyrirliðans Margrétar Láru Viðarsdóttur. „Hér erum við á glæsilegu hóteli og fáum frábæran mat. Það fer mjög vel um okkur. Þetta sýnir metnað hjá KSÍ sem bókar það besta fyrir okkur. Þannig á það líka að vera,“ sagði Margrét Lára við Fréttablaðið í gær.Stórt ár fram undan Margrét Lára er nú aftur komin til Íslands eftir sjö ára dvöl í atvinnumennsku og þar sem tímabilið hér á landi hefst ekki fyrr en í næsta mánuði er langt síðan hún fékk að spila alvöru mótsleik. „Loksins, segir maður bara. Það er gott að geta spilað þessa EM-leiki aftur og klárað þetta verkefni með því að komast áfram. Það er stórt ár fram undan og við erum mjög spenntar fyrir því að hefja það fyrir fullt og allt.“Læri að lifa með þessu Margrét Lára á sannarlega ótrúlegan landsliðsferil að baki sem telur alls 105 leiki og 75 mörk. Það er ekki síst merkilegt í ljósi þess að hún hefur verið að glíma við þrálát meiðsli aftan í læri, mismikið þó, undanfarin átta ár. Hún segir að staða hennar sé í raun óbreytt eftir veturinn. „Þetta er eitthvað sem ég þarf að lifa með. Það koma góðir tímar og slæmir en þessi meiðsli munu fylgja mér út minn feril. Ég læri sífellt betur inn á þetta og hvernig ég get stjórnað álaginu. En ég held að ég verði aldrei laus við þetta. Því miður,“ segir Margrét Lára hreinskilin.Refsað eftir Algarve Hún fór með landsliðinu til Algarve í febrúar þar sem hún spilaði tvo heila leiki á tíu dögum auk þess sem hún æfði milli leikja. Það var mikið álag. „Það verður að teljast nokkuð gott í mínu tilfelli en mér var svo „refsað“ þegar ég kom heim. Þá þurfti ég að taka skref til baka en nú er ég orðin nokkuð góð á ný,“ segir hún en Margrét Lára ítrekar að hún njóti fótboltans sem aldrei fyrr á ferlinum. „Mér líður mjög vel eins og er. Ég tek bara einn dag og einn leik fyrir í einu og nýt stundarinnar. Ég er landsliðsmaður og fyrirliði og nýt þess í botn að spila fótbolta. Ég hugsa bara jákvætt því annað brýtur mann bara niður. Ef að rétta hugarfarið er ekki til staðar þá er þetta töpuð barátta.Ætlum að vinna Ísland er með fullt hús stiga í undankeppninni og vann 2-0 sigur á Hvít-Rússum á Laugardalsvelli í haust. Skotar eru einnig með fullt hús stiga en eftir fimm leiki. Ísland hefur spilað þrjá en þessi lið mætast í Falkirk þann 3. júní og skiptir því miklu máli að misstíga sig ekki fyrir uppgjörið gegn Skotum. Kvennalandsliðið hefur áður misstigið sig á útivelli í undankeppnum stórmóta og segir Margrét Lára að það sé víti til varnaðar. „Við notum þá reynslu á góðan hátt. Við teljum okkur það reynslumiklar og það góðar að við ætlum ekki að leyfa því að gerast aftur. Við berum virðingu fyrir hverjum andstæðingi en förum í hvern leik með það að markmiði að vinna hann. Ef við gerum það ekki þá fyrst eru hættumerkin til staðar,“ segir Margrét Lára Viðardóttir.
Fótbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti