Nýliði að nafni Story heldur betur að skrifa söguna í hafnarboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2016 21:30 Trevor Story. Vísir/Getty Trevor Story er 23 ára gamall Texasbúi sem er búinn að vera á samningi hjá bandaríska hafnarboltaliðinu Colorado Rockies frá því hann var valinn í nýliðavalinu árið 2011. Nú fimm árum síðar er hann að fá sitt fyrsta tækifæri og hafnarboltasagan er ekki söm á eftir. Trevor Story hefur síðan hann var valinn í nýliðavalinu spilað í neðri deildunum en hann fékk loksins tækifærið með liði Colorado Rockies á tímabilinu sem er nú nýhafið. Tækifærið kom samt eiginlega fyrir tilviljun. Liðið skipti frá sér fastamanni í hans stöðu á síðasta tímabili og þá var varamaður hans handtekinn fyrir heimilisofbeldi. Kannski höfðu menn hjá Colorado Rockies ekki miklar áhyggjur vitandi að Trevor Story væri að bíða eftir tækifæri sínu. Það er óhætt að segja að fyrstu leikir Trevor Story í MLB-deildinni hafi verið sögulegir og efni í góða sögu einhvern tímann. Talandi um að standa undir nafni. Í sínum fyrsta MLB-leik á ferlinum, 4. apríl síðastliðinn, náði hann tveimur heimahafnarhlaupum og komst þar í hóp með fimm öðrum leikmönnum í sögu deildarinnar sem hafa náð því. Það var hinsvegar aðeins byrjunin. Trevor Story náði á endanum heimahafnarhlaupi í fyrstu fjórum leikjum sínum fyrstur nýliða í sögu deildarinnar og heimahafnarhlaupin í þessum fjórum fyrst leikjum tímabilsins voru alls sex en því hefur enginn náð hvort sem úr hópi nýliða eða reyndari leikmanna. Trevor Story bætti við sjöunda heimahafnarhlaupi sínum í sjötta leik sínum í gær og því hefur heldur enginn nýliði náð. Það býst enginn við því að Trevor Story geti haldið þessu ótrúlega gengi gangandi enda væri það efni í enn ótrúlegri sögu. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd með þessum ótrúlega nýliða í bandaríska hafnarboltanum. Aðrar íþróttir Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
Trevor Story er 23 ára gamall Texasbúi sem er búinn að vera á samningi hjá bandaríska hafnarboltaliðinu Colorado Rockies frá því hann var valinn í nýliðavalinu árið 2011. Nú fimm árum síðar er hann að fá sitt fyrsta tækifæri og hafnarboltasagan er ekki söm á eftir. Trevor Story hefur síðan hann var valinn í nýliðavalinu spilað í neðri deildunum en hann fékk loksins tækifærið með liði Colorado Rockies á tímabilinu sem er nú nýhafið. Tækifærið kom samt eiginlega fyrir tilviljun. Liðið skipti frá sér fastamanni í hans stöðu á síðasta tímabili og þá var varamaður hans handtekinn fyrir heimilisofbeldi. Kannski höfðu menn hjá Colorado Rockies ekki miklar áhyggjur vitandi að Trevor Story væri að bíða eftir tækifæri sínu. Það er óhætt að segja að fyrstu leikir Trevor Story í MLB-deildinni hafi verið sögulegir og efni í góða sögu einhvern tímann. Talandi um að standa undir nafni. Í sínum fyrsta MLB-leik á ferlinum, 4. apríl síðastliðinn, náði hann tveimur heimahafnarhlaupum og komst þar í hóp með fimm öðrum leikmönnum í sögu deildarinnar sem hafa náð því. Það var hinsvegar aðeins byrjunin. Trevor Story náði á endanum heimahafnarhlaupi í fyrstu fjórum leikjum sínum fyrstur nýliða í sögu deildarinnar og heimahafnarhlaupin í þessum fjórum fyrst leikjum tímabilsins voru alls sex en því hefur enginn náð hvort sem úr hópi nýliða eða reyndari leikmanna. Trevor Story bætti við sjöunda heimahafnarhlaupi sínum í sjötta leik sínum í gær og því hefur heldur enginn nýliði náð. Það býst enginn við því að Trevor Story geti haldið þessu ótrúlega gengi gangandi enda væri það efni í enn ótrúlegri sögu. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd með þessum ótrúlega nýliða í bandaríska hafnarboltanum.
Aðrar íþróttir Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira