Erlent

Evrópusambandið boðar aukna hörku í skattamálum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Vísir/EPA
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun leggja fram tillögu að nýjum reglum um framtal skatta á þriðjudag. Samkvæmt tillögunni munu fjölþjóðleg fyrirtæki með meira en 750 milljónir evra, eða um 105,7 milljarða íslenskra króna, í tekjur þurfa að gefa upp hversu mikinn skatt þau borga og í hvaða löndum Evrópusambandsins.

Hill lávarður, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins á sviði fjármála, segir tillöguna vel úthugsaða og metnaðarfulla tilraun til að auka gagnsæi í skattamálum. Hann segir jafnframt að breytingin sé ekki einungis tilkomin sem viðbragð við Panama-skjölunum, en þó sé tenging við skattaskjól í tillögunni.

Breytingin kemur í kjölfar ákvörðunar G20 leiðtoganna um að fylgja aðgerðaráætlun OECD til að minnka skattasvik stórfyrirtækja. Svipaðar reglur eru nú þegar í gildi fyrir banka, námuiðnað og skógræktarfyrirtæki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×