Erlent

Fimm í haldi í tengslum við sprenginguna í Kerala

Vísir/AFP
Lögreglan í Kerala á Indlandi hefur fimm menn í haldi í tengslum við sprengingu sem varð á flugeldasýningu við bænahof Hindúa um helgina.

Rúmlega hundrað manns fórust í sprengingunni og eru mennirnir allir starfsmenn hofsins sem stóð að flugeldasýningunni. Þá er forsvarsmanna hofsins leitað en þeir hafa ekki gefið sig fram við lögreglu þrátt fyrir áköll þar um. Auk þeirra sem létust eru um fjögurhundruð slasaðir.

Flestir þeirra sem létust urður undir braki byggingar sem hrundi skömmur eftir að sprengingin varð. Yfirvöld segja að leyfi hafi ekki fengist fyrir flugeldasýningunni en að forsvarsmenn hofsins hafi ákveðið að halda hana engu að síður vegna mikils þrýstings frá viðstöddum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×