Erlent

Cameron ræðir mál sín í þinginu

David Cameron.
David Cameron. Vísir/Getty
David Cameron forsætisráðherra Breta á erfiðan dag fyrir höndum þegar hann mætir í þingið í fyrsta sinn frá því upp komst að hann hafi hagnast á aflandsfélagi sem var í eigu föður hans sem nú er látinn. Cameron ætlar í dag að skýra frá fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar sem miða að því að refsa fyrirtækjum sem hvetja til skattaundandskota eða hjálpa starfsfólki sínu við að stunda slíkt.

Andstæðingar Camerons munu þó án efa hafa meiri áhuga á að ræða mál hans sjálfs enda finnst mörgum hann ekki hafa svarað að fullu fyrir það. Ráðherran birti á dögunum skattframtöl sín og þar kemur meðal annars í ljós að eftir að hafa erft 300 þúðsund pund frá föður sínum hlaut hann önnur 200 þúsund pund að gjöf frá móður sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×