Erlent

Kerry heimsækir Hiroshima

Vísir/AFP
John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom í sögulega heimsókn til Hiroshima í Japan í gær. Þar heimsótti hann minnismerkið um kjarnorkuárás Bandaríkjamanna á borgina árið 1945 en það var í fyrsta sinn sem kjarnorkusprengju var beitt í hernaði.

Kerry var í hópi utanríkisráðherra úr G7 hópnum sem funda nú í borginni. Ráðherrarnir lögðu blómsveiga við minnismerkið og komu saman í einnar mínútu langri þögn til að minnast árásarinnar. Kerry heimsótti einnig safn í grendinni sem minnist fórnarlamba hildarleiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×