Schalke og Borussia Dortmund gerðu 2-2 jafntefli í þýsku úrvalsdeildinni og tapaði því Dortmund því dýrmætum stigum í toppbaráttunni.
Liðið er nú átta stigum frá Bayern Munchen þegar lítið er eftir af mótinu. Shinji Kagawa kom gestunum í Dortmund yfir í upphafi síðari hálfleiks og það var síðan Leroy Sane sem jafnaði metin stuttu síðar.
Matthias Ginter kom gestunum aftur yfir á 56. mínútu en aftur jafnaði Schalke úr vítaspyrnu þegar Klaas Jan Huntelaar setti boltann í netið. Niðurstaðan því 2-2 jafntefli en Schalke er í sjöunda sæti deildarinnar með 45 stig.
Dortmund náði aðeins í stig gegn Schalke
Stefán Árni Pálsson skrifar
