Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur Ó. 1-2 | Tvö glæsimörk í sigri nýliðanna Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. maí 2016 21:45 Kenan Turudija tryggði Víkingum úr Ólafsvík öll stigin í kvöld. Vísir/Vilhelm Víkingur Ólafsvík gerði góða ferð í Kópavoginn og vann 1-2 sigur á Breiðabliki í 1. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Þorsteinn Már Ragnarsson og Kenan Turudija skoruðu mörk Ólsara en þau voru bæði stórglæsileg.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Kópavogi í kvöld og náði þessum skemmtilegum myndum hér fyrir ofan. Þorsteinn kom gestunum yfir á 33. mínútu en Andri Rafn Yeoman jafnaði metin fyrir Blika þegar þrjár mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Turudija skoraði sigurmark Víkinga á 82. mínútu þegar hann þrumaði boltanum í slá og inn. Hann fékk svo að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma. Það breytti þó engu um úrslitin og nýliðarnir fögnuðu góðum sigri.Af hverju vann Víkingur Ólafsvík? Þrátt fyrir að vaða ekkert í dauðafærum eins og Breiðablik nýttu Ólsarar tvö langskot og skoruðu algjörlega geggjuð mörk. Þó það eigi ekkert að taka af Ólsurum þá geta þeir þakkað Blikum fyrir að brenna af öllum þessum færum. Þegar Arnþór Ari Atlason gat ekki komið boltanum yfir línuna fyrir framan opið mark var nokkuð ljóst að Blikar myndu ekki skora meira í leiknum. Sá getur verið svekktur með sjálfan sig í kvöld. Blikum gekk erfiðlega að skora á undirbúningstímabilinu en þeir fengu færin því Ólsarar bökkuðu of mikið í seinni hálfleik eftir að jöfnunarmarkið kom snemma í seinni hálfleiknum. Ólsarar börðust þó fyrir sínu og átti Christian Martínez nokkrar flottar vörslu.Þessir stóðu upp úr Andri Rafn Yeoman var við það að fá nafnbótina maður leiksins áður en Kenan Turudija ákvað að smella einum í slána og inn. Bosníumaðurinn var einnig flottur inn á miðjunni og vann vel fyrir framan Ólafsvíkur vörnina. Markið var líka algjörlega frábært. Hann fékk vissulega rautt spjald í uppbótartíma en þar tók hann á sig gult spjald fyrir liðið. Andri Rafn Yeoman var bestur í liði Blika. Hann tók völdin á miðjunni í seinni hálfleiknum svolítið eins og þjálfari hans, Arnar Grétarsson, gerði forðum þegar Blikar þurftu á marki að halda. Ef sumarið byrjar svona hjá Andra Rafni verður spennandi að sjá hvað hann gerir meira.Hvað gekk illa? Blikum að skora. Þeir áttu að komast í 2-1 og jafnvel 3-1 áður en Turudija smellti inn sigurmarkinu. Annars, eftir flottan sóknarleik í fyrri hálfleik, urðu nýliðarnir frekar stressaðir og duttu í skotgrafirnar í þeim síðari. Byrjunin á seinni hálfleik hjá Ólsurum var líka skelfileg. Það var gaman að sjá hvernig Ólsararnir spiluðu í fyrri hálfleik: vörðust og pressuðu á sínum vallarhelmingi en sóttu hratt. Eins gott og það var voru þeir ekki góðir í þeim síðari en það slapp í dag.Hvað gerist næst? Blikar fá Jonathan Glenn ekki inn fyrr en í þar næsta leik en þá vantaði hann svo sannarlega í teiginn. Blikarnir spiluðu oft ágætan fótbolta og fengu færi og geta tekið það með sér. Ólsararnir verða að nýta þetta sem byr undir báða vængi. Það tók þá langan tíma að vinna fyrsta leikinn síðast þegar þeir voru uppi. Fagna í kvöld. Nýr dagur á morgun. Koma sér niður úr skýjunum.Ejub Purisevic þjálfari Ólsara.Vísir/VilhelmEjub: Eigum ekki völl til að æfa svona skot Ejub Purisevic þjálfari Ólsara, var eðlilega kátur með sigurinn í kvöld þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Hann var þó ekkert að tapa sér í gleðinni. "Það er rosalega gott að fá þrjú stig í fyrstu umferð gegn sterku liði Breiðabliks," sagði hann stóískur en sáttur. Nýliðarnir nýttu færin sem þeir fengu, það er að segja skotfærin. Ejub vissi alltaf að þetta yrði erfiður leikur. "Við spiluðum svona svipað allt undirbúningstímabilið. Við héldum skipulagi í kvöld og vissum svona ca. hvað Breiðablik ætlaði að gera. Mér fannst það oft á tíðum ganga upp. Við vorum þolinmóðir og biðum eftir tækifærum. Við vissum að við myndum fá færi eða skotfæri. Þetta var ekki auðvelt en gekk upp," sagði Ejub sem var þó ósáttur með byrjunina í seinni hálfleik. Mjög ósáttur. "Ef ég á að segja satt skil ég ekki hvað var í gangi í byrjun seinni hálfleiks. Þetta var fáránlegt og alveg til skammar. Ég hef enga hugmynd um hvað var í gangi þarna," sagði hann. Mörk Ólsara í kvöld voru algjörlega mögnuð. Aðspurður hvort Ejub hefði bara verið með liðið á skotæfingum í allan vetur svaraði hann brosandi: "Nei, ég er bara reyni að setja upp sóknir þannig við klárum með skoti. Stundum gengur það upp og stundum ekki. Ég myndi ekki segja að við værum að æfa þetta mikið enda erum við ekki með völl þar sem við getum æft skot af þessu færi." Ólsarar byrjuðu ekki vel í Pepsi-deildinni fyrir þremur árum og því veit Ejub hvað þetta gefur liðinu. "Þetta gefur okkur mikið hvað varðar sjálfstraustið og við fáum meiri trú á verkefnið. Ef ég á að vera heiðarlegur þá hefði ég verið sáttur með eitt stig en þrjú stig eru enn betra," sagði Ejub Purisevic.Þorsteinn Már: Þetta er bara byrjunin "Þetta var fullkomin byrjun. Þetta var það sem við ætluðum að gera. Við ætluðum ekki bara að vera í vörn og sækja eitt stig eða ekki neitt. Við ætluðum að sækja þrjú stig og það gekk upp í dag." Þetta sagði Þorsteinn Már Ragnarsson, glaðbeittur fyrirliði Ólafsvíkinga, við Vísi eftir sigurinn á Breiðabliki, 2-1, í Kópavogsinum í kvöld. Ólsararnir voru flottir í fyrri hálfleik og reyndu að sækja þegar þeir fengu tækifæri til. Í seinni hálfleik féll liðið of mikið til baka. "Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum ekki að detta niður en svo fáum við þetta mark beint í andlitið. Þá voru þeir ívið betri en síðan skorum við frábært mark þar sem Kenan neglir boltanum í sammann," sagði Þorsteinn, en hvernig er að leiða uppeldisfélagið út á völl í Pepsi-deildinni og skila sigri á svona sterkum útivelli? "Að vera fyrirliði er bara heiður. Algjörlega frábært. Að koma hingað og vinna Breiðablik sem er með frábært lið og frábæran hóp er frábært. Ég er stoltur að við unnum þetta," sagði Þorsteinn. Ólsurum er af flestum ef ekki öllum spáð falli í sumar en var þessi sigur skilaboð um að nýliðarnir ætla sér stærri hluti? "Ætli það ekki. Við vitum sjálfir að við getum haldið okkur í þessari deild. En þetta er bara fyrsti leikur. Við sáum Leikni í fyrra. Það vann fyrsta leik en féll svo. Við ætlum ekki bara að vinna fyrsta leik. Þetta er bara byrjunin," sagði Þorsteinn Már Ragnarsson.Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks.Vísir/PjeturArnar: Leikurinn gengur út á að skapa færi og skora Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, sat upp í stúku í kvöld og horfði á leikinn. Hann byrjar mótið í tveggja leikja banni en var samt mættur til að svara spurningum blaðamanna. "Leikurinn spilaðist eins og ég átti von á. Við vorum meira með boltann og þeir lágu til baka og sendu langa bolta fram. Ég bjóst við fleiri boltum yfir vörnina hjá okkur en það var ekki. Þeir voru passívir fannst mér," sagði Arnar. "Ég hef séð Ólsarana áður og þeir eru bara virkilega flottir. Þeir skora náttúrlega tvö glæsileg mörk. En hvað getur maður sagt? Í raun og veru fannst mér við koma mjög vel inn í seinni hálfleikinn og sköpuðum okkur fín færi. Þar áttum við að taka forystuna. Þá hefði leikurinn verið aðeins öðruvísi." Blikar hafa átt í vandræðum með að skora í vetur og sú var sagan einnig í kvöld. Er þetta eitthvað sem Arnar hefur áhyggjur af? "Nei, alls ekki. Nú sjáum við annan brag á liðinu. Mér fannst við stjórna leiknum frá upphafi til enda en við fáum tvö stórglæsileg mörk á okkur af 20 metrum. Auðvitað er þetta blóðugt því þeir skapa sér ekki mikið. Ég held að þriðja skot þeirra á markið hafi verið þegar Elfar hreinsaði yfir okkar mark," sagði hann. "Engu að síður gengur leikurinn út á að skapa færi og skora. Það er ekki nóg að skapa bara færi ef þú skorar ekki og við fengum heldur betur að kenna á því í dag. Við fengum nokkur færi sem við nýttum. Þetta voru ekki bara færi heldur dauða dauðafæri. Það er blóðugt." Hversu erfiðara er að vera upp í stúku en á hliðarlínunni? "Það er miklu erfiðara, en svona er þetta bara og maður verður að taka þessu," sagði Arnar Grétarsson.Frábært mark hjá Þorsteini Má Andri Rafn jafnar Sigurmark Kenan Turudija vísir/hannaÞorsteinn Már Ragnarsson, fyrirliði Ólafsvíkinga.Vísir/Vilhelm Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Víkingur Ólafsvík gerði góða ferð í Kópavoginn og vann 1-2 sigur á Breiðabliki í 1. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Þorsteinn Már Ragnarsson og Kenan Turudija skoruðu mörk Ólsara en þau voru bæði stórglæsileg.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Kópavogi í kvöld og náði þessum skemmtilegum myndum hér fyrir ofan. Þorsteinn kom gestunum yfir á 33. mínútu en Andri Rafn Yeoman jafnaði metin fyrir Blika þegar þrjár mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Turudija skoraði sigurmark Víkinga á 82. mínútu þegar hann þrumaði boltanum í slá og inn. Hann fékk svo að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma. Það breytti þó engu um úrslitin og nýliðarnir fögnuðu góðum sigri.Af hverju vann Víkingur Ólafsvík? Þrátt fyrir að vaða ekkert í dauðafærum eins og Breiðablik nýttu Ólsarar tvö langskot og skoruðu algjörlega geggjuð mörk. Þó það eigi ekkert að taka af Ólsurum þá geta þeir þakkað Blikum fyrir að brenna af öllum þessum færum. Þegar Arnþór Ari Atlason gat ekki komið boltanum yfir línuna fyrir framan opið mark var nokkuð ljóst að Blikar myndu ekki skora meira í leiknum. Sá getur verið svekktur með sjálfan sig í kvöld. Blikum gekk erfiðlega að skora á undirbúningstímabilinu en þeir fengu færin því Ólsarar bökkuðu of mikið í seinni hálfleik eftir að jöfnunarmarkið kom snemma í seinni hálfleiknum. Ólsarar börðust þó fyrir sínu og átti Christian Martínez nokkrar flottar vörslu.Þessir stóðu upp úr Andri Rafn Yeoman var við það að fá nafnbótina maður leiksins áður en Kenan Turudija ákvað að smella einum í slána og inn. Bosníumaðurinn var einnig flottur inn á miðjunni og vann vel fyrir framan Ólafsvíkur vörnina. Markið var líka algjörlega frábært. Hann fékk vissulega rautt spjald í uppbótartíma en þar tók hann á sig gult spjald fyrir liðið. Andri Rafn Yeoman var bestur í liði Blika. Hann tók völdin á miðjunni í seinni hálfleiknum svolítið eins og þjálfari hans, Arnar Grétarsson, gerði forðum þegar Blikar þurftu á marki að halda. Ef sumarið byrjar svona hjá Andra Rafni verður spennandi að sjá hvað hann gerir meira.Hvað gekk illa? Blikum að skora. Þeir áttu að komast í 2-1 og jafnvel 3-1 áður en Turudija smellti inn sigurmarkinu. Annars, eftir flottan sóknarleik í fyrri hálfleik, urðu nýliðarnir frekar stressaðir og duttu í skotgrafirnar í þeim síðari. Byrjunin á seinni hálfleik hjá Ólsurum var líka skelfileg. Það var gaman að sjá hvernig Ólsararnir spiluðu í fyrri hálfleik: vörðust og pressuðu á sínum vallarhelmingi en sóttu hratt. Eins gott og það var voru þeir ekki góðir í þeim síðari en það slapp í dag.Hvað gerist næst? Blikar fá Jonathan Glenn ekki inn fyrr en í þar næsta leik en þá vantaði hann svo sannarlega í teiginn. Blikarnir spiluðu oft ágætan fótbolta og fengu færi og geta tekið það með sér. Ólsararnir verða að nýta þetta sem byr undir báða vængi. Það tók þá langan tíma að vinna fyrsta leikinn síðast þegar þeir voru uppi. Fagna í kvöld. Nýr dagur á morgun. Koma sér niður úr skýjunum.Ejub Purisevic þjálfari Ólsara.Vísir/VilhelmEjub: Eigum ekki völl til að æfa svona skot Ejub Purisevic þjálfari Ólsara, var eðlilega kátur með sigurinn í kvöld þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Hann var þó ekkert að tapa sér í gleðinni. "Það er rosalega gott að fá þrjú stig í fyrstu umferð gegn sterku liði Breiðabliks," sagði hann stóískur en sáttur. Nýliðarnir nýttu færin sem þeir fengu, það er að segja skotfærin. Ejub vissi alltaf að þetta yrði erfiður leikur. "Við spiluðum svona svipað allt undirbúningstímabilið. Við héldum skipulagi í kvöld og vissum svona ca. hvað Breiðablik ætlaði að gera. Mér fannst það oft á tíðum ganga upp. Við vorum þolinmóðir og biðum eftir tækifærum. Við vissum að við myndum fá færi eða skotfæri. Þetta var ekki auðvelt en gekk upp," sagði Ejub sem var þó ósáttur með byrjunina í seinni hálfleik. Mjög ósáttur. "Ef ég á að segja satt skil ég ekki hvað var í gangi í byrjun seinni hálfleiks. Þetta var fáránlegt og alveg til skammar. Ég hef enga hugmynd um hvað var í gangi þarna," sagði hann. Mörk Ólsara í kvöld voru algjörlega mögnuð. Aðspurður hvort Ejub hefði bara verið með liðið á skotæfingum í allan vetur svaraði hann brosandi: "Nei, ég er bara reyni að setja upp sóknir þannig við klárum með skoti. Stundum gengur það upp og stundum ekki. Ég myndi ekki segja að við værum að æfa þetta mikið enda erum við ekki með völl þar sem við getum æft skot af þessu færi." Ólsarar byrjuðu ekki vel í Pepsi-deildinni fyrir þremur árum og því veit Ejub hvað þetta gefur liðinu. "Þetta gefur okkur mikið hvað varðar sjálfstraustið og við fáum meiri trú á verkefnið. Ef ég á að vera heiðarlegur þá hefði ég verið sáttur með eitt stig en þrjú stig eru enn betra," sagði Ejub Purisevic.Þorsteinn Már: Þetta er bara byrjunin "Þetta var fullkomin byrjun. Þetta var það sem við ætluðum að gera. Við ætluðum ekki bara að vera í vörn og sækja eitt stig eða ekki neitt. Við ætluðum að sækja þrjú stig og það gekk upp í dag." Þetta sagði Þorsteinn Már Ragnarsson, glaðbeittur fyrirliði Ólafsvíkinga, við Vísi eftir sigurinn á Breiðabliki, 2-1, í Kópavogsinum í kvöld. Ólsararnir voru flottir í fyrri hálfleik og reyndu að sækja þegar þeir fengu tækifæri til. Í seinni hálfleik féll liðið of mikið til baka. "Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum ekki að detta niður en svo fáum við þetta mark beint í andlitið. Þá voru þeir ívið betri en síðan skorum við frábært mark þar sem Kenan neglir boltanum í sammann," sagði Þorsteinn, en hvernig er að leiða uppeldisfélagið út á völl í Pepsi-deildinni og skila sigri á svona sterkum útivelli? "Að vera fyrirliði er bara heiður. Algjörlega frábært. Að koma hingað og vinna Breiðablik sem er með frábært lið og frábæran hóp er frábært. Ég er stoltur að við unnum þetta," sagði Þorsteinn. Ólsurum er af flestum ef ekki öllum spáð falli í sumar en var þessi sigur skilaboð um að nýliðarnir ætla sér stærri hluti? "Ætli það ekki. Við vitum sjálfir að við getum haldið okkur í þessari deild. En þetta er bara fyrsti leikur. Við sáum Leikni í fyrra. Það vann fyrsta leik en féll svo. Við ætlum ekki bara að vinna fyrsta leik. Þetta er bara byrjunin," sagði Þorsteinn Már Ragnarsson.Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks.Vísir/PjeturArnar: Leikurinn gengur út á að skapa færi og skora Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, sat upp í stúku í kvöld og horfði á leikinn. Hann byrjar mótið í tveggja leikja banni en var samt mættur til að svara spurningum blaðamanna. "Leikurinn spilaðist eins og ég átti von á. Við vorum meira með boltann og þeir lágu til baka og sendu langa bolta fram. Ég bjóst við fleiri boltum yfir vörnina hjá okkur en það var ekki. Þeir voru passívir fannst mér," sagði Arnar. "Ég hef séð Ólsarana áður og þeir eru bara virkilega flottir. Þeir skora náttúrlega tvö glæsileg mörk. En hvað getur maður sagt? Í raun og veru fannst mér við koma mjög vel inn í seinni hálfleikinn og sköpuðum okkur fín færi. Þar áttum við að taka forystuna. Þá hefði leikurinn verið aðeins öðruvísi." Blikar hafa átt í vandræðum með að skora í vetur og sú var sagan einnig í kvöld. Er þetta eitthvað sem Arnar hefur áhyggjur af? "Nei, alls ekki. Nú sjáum við annan brag á liðinu. Mér fannst við stjórna leiknum frá upphafi til enda en við fáum tvö stórglæsileg mörk á okkur af 20 metrum. Auðvitað er þetta blóðugt því þeir skapa sér ekki mikið. Ég held að þriðja skot þeirra á markið hafi verið þegar Elfar hreinsaði yfir okkar mark," sagði hann. "Engu að síður gengur leikurinn út á að skapa færi og skora. Það er ekki nóg að skapa bara færi ef þú skorar ekki og við fengum heldur betur að kenna á því í dag. Við fengum nokkur færi sem við nýttum. Þetta voru ekki bara færi heldur dauða dauðafæri. Það er blóðugt." Hversu erfiðara er að vera upp í stúku en á hliðarlínunni? "Það er miklu erfiðara, en svona er þetta bara og maður verður að taka þessu," sagði Arnar Grétarsson.Frábært mark hjá Þorsteini Má Andri Rafn jafnar Sigurmark Kenan Turudija vísir/hannaÞorsteinn Már Ragnarsson, fyrirliði Ólafsvíkinga.Vísir/Vilhelm
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira