Fjármálaráðherra boðar aukin framlög til heilbrigðismála á næstu árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. apríl 2016 16:28 Bjarni Benediktsson kynnti í dag fjármálastefnu ríkisins til næstu fimm ára. Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag fjármálastefnu og fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, 2017 til 2021. Gert er ráð fyrir að hægt verði að auka svigrúm fyrir áherslumál á málasviðum ráðuneytanna um 42 milljarða á tímabilinu sem um ræðir. Fjármálaráðherra boðar aukin framlög til heilbrigðismála á næstu árum. Stefnan er lögð fram á grundvelli nýrra laga um opinber fjármál sem samþykkt voru á síðasta ári en í stefnunni eru sett fram markmið um afkomu og fjárhag ríkis og sveitarfélaga. Fjármálaáætlunin felur í sér útlistun á því hvernig markmiðum fjármálastefnu verði náð ár hvert. Í kynningu Bjarna kom fram að staða ríkisfjármála hafi gjörbreyst frá árinu 2013, m.a. vegna uppgjörs slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja og lækkunar vaxtagjalda um 20 milljarða króna. Í áætlunni er gert ráð fyrir að mögulegt verði að byggja inn í áætlunina ýmis fjárfestingarverkefni sem hafa verið til skoðunar eða í undirbúningi undanfarin ár en ekki hefur verið talið mögulegt að fjármagna sökum hallareksturs í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Ekki er gert ráð yfir að fjármagna þurfi þessi verkefni með óreglulegum tímabundnum tekjum ríkissjóðs á borð við arðgreiðslur eða söluhagnað. Meðal þess sem gert er ráð fyrir eru aukin framlög til heilbrigðismála og er markmiðið að þau verði orðin ríflega 30 milljörðum króna hærri árið 2021 en nú. Þá er gert ráð fyrir að hækka hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði um 130 þúsund krónur á mánuði í 500 þúsund krónur í byrjun næsta árs. Þá er m.a. gert ráð fyrir að framlög til framhaldsskólastigsins vaxi um 3,2 milljarða króna að raunvirði frá og með árinu 2016 og til ársins 2021 og að ný Vestmannaeyjaferja verði byggð á tímabilinu sem um ræðir.Sjá má fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins hér en fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisins á árunum 2017 til 2021 má nálgast í viðhengi hér fyrir neðan. Alþingi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag fjármálastefnu og fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, 2017 til 2021. Gert er ráð fyrir að hægt verði að auka svigrúm fyrir áherslumál á málasviðum ráðuneytanna um 42 milljarða á tímabilinu sem um ræðir. Fjármálaráðherra boðar aukin framlög til heilbrigðismála á næstu árum. Stefnan er lögð fram á grundvelli nýrra laga um opinber fjármál sem samþykkt voru á síðasta ári en í stefnunni eru sett fram markmið um afkomu og fjárhag ríkis og sveitarfélaga. Fjármálaáætlunin felur í sér útlistun á því hvernig markmiðum fjármálastefnu verði náð ár hvert. Í kynningu Bjarna kom fram að staða ríkisfjármála hafi gjörbreyst frá árinu 2013, m.a. vegna uppgjörs slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja og lækkunar vaxtagjalda um 20 milljarða króna. Í áætlunni er gert ráð fyrir að mögulegt verði að byggja inn í áætlunina ýmis fjárfestingarverkefni sem hafa verið til skoðunar eða í undirbúningi undanfarin ár en ekki hefur verið talið mögulegt að fjármagna sökum hallareksturs í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Ekki er gert ráð yfir að fjármagna þurfi þessi verkefni með óreglulegum tímabundnum tekjum ríkissjóðs á borð við arðgreiðslur eða söluhagnað. Meðal þess sem gert er ráð fyrir eru aukin framlög til heilbrigðismála og er markmiðið að þau verði orðin ríflega 30 milljörðum króna hærri árið 2021 en nú. Þá er gert ráð fyrir að hækka hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði um 130 þúsund krónur á mánuði í 500 þúsund krónur í byrjun næsta árs. Þá er m.a. gert ráð fyrir að framlög til framhaldsskólastigsins vaxi um 3,2 milljarða króna að raunvirði frá og með árinu 2016 og til ársins 2021 og að ný Vestmannaeyjaferja verði byggð á tímabilinu sem um ræðir.Sjá má fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins hér en fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisins á árunum 2017 til 2021 má nálgast í viðhengi hér fyrir neðan.
Alþingi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira