Fækkun um 40 á einu ári hjá Plain Vanilla: Fyrirtækið tók meðvitað mikla áhættu Birgir Olgeirsson skrifar 29. apríl 2016 15:18 Magnús Þór Torfason, lektor í nýsköpun og viðskiptaþróun við Háskóla Íslands, segir of mikið í lagt að líta á niðurskurð á Plain Vanilla sem einhverjar ófarir. Vísir „Það er kannski eitthvað sem er rétt að hafa í huga að fólk dragi ekki of miklar ályktanir af þessari einu uppsögn,“ segir Magnús Þór Torfason, lektor í nýsköpun og viðskiptaþróun við Háskóla Íslands, um fjöldauppsögnina hjá tölvuleikaframleiðandanum Plain Vanilla, framleiðanda QuizUp-appsins, fyrr í dag þar sem stöðugildum hjá fyrirtækinu var fækkað um rúman þriðjung, eða 27 talsins. Fyrirtækið byrjaði með fjóra starfsmenn árið 2012. Þegar QuizUp-appinu var hleypt af stokkunum í nóvember 2013 voru starfsmennirnir ekki nema 16. Sumarið eftir voru þeir 40 og ári síðar, í júní 2015 þegar þróunarstarfið náði hámarki, urðu þeir 86 talsins. Í dag starfa um fjörutíu hjá fyrirtækinu en stefnan er sett á að fyrirtækið skili hagnaði á árinu með því að afla meiri tekna og með samrekstri við tölvuleikjaframleiðandann Glu Mobile Inc sem fjárfesti í Plain Vanilla fyrir 7,5 milljónir Bandaríkjadala í upphafi árs, sem samsvarar tæpum einum milljarði króna. Stefnt að stöndugu fyrirtæki á heimsmælikvarða „Plain Vanilla hefur verið á vegferð með það að markmiði að verða stöndugt fyrirtæki, ekki bara á íslenskan mælikvarða heldur á heimsmælikvarða. Það ætti ekki að koma fólki á óvart að það séu miklar áskoranir við það og það sé ekki bein braut sem liggur þar fyrir. Við höfum séð það fyrir hjá öðrum fyrirtækjum,“ segir Magnús Þór og tekur íslenska tölvuleikjaframleiðandann CCP sem dæmi sem lagði niður 49 störf árið 2014. Magnús Þór segir Plain Vanilla hafa tekið mikla áhættu á sínum tíma þegar fyrirtækið hafnaði tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikafyrirtækisins Zynga Games árið 2013. Fyrirtækið tók þess í stað inn mikið fé í formi hlutafjár, fjölgaði starfsmönnum og reyndi að stækka vöruna. Greint var frá því á ársfundi íslenskra leikjaframleiðenda fyrir tuttugu dögum að fjárfest hafi verið fyrir um fimm milljarða króna í Plain Vanilla frá stofnun þess. Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla.Vísir/valli Tóku meðvitaða áhættu Hann segir of mikið að líta á þennan niðurskurð hjá fyrirtækinu sem einhverjar ófarir. Þá sé heldur vel í lagt að líta svo á stöðuna að það séu mistök að vera í nýsköpun þó fyrirtæki taki áhættu og þurfi svo að breyta stefnu, líkt og Plain Vanilla er að einhverju leyti að gera í dag með þróun QuizUp-sjónvarpsþáttarins í samvinnu við NBC-sjónvarpsstöðina í Bandaríkjunum. „Það var alveg skýrt að þessi áhætta var meðvituð og ég geri ekki ráð fyrir öðru en menn hafi áttað sig á því og fjárfestarnir gerðu sér klárlega grein fyrir því að þetta væri áhætta,“ segir Magnús Þór og talar þar um fjárfestana Tencent Holdings og Sequoia Capilta sem leiddu endurfjármögnun Plain Vanilla í lok árs 2013 upp á 22 milljónir dollara.75 prósent af áhættufjárfestingu tapast Magnús Þór segir að það hafi verið gaman að fylgjast með þróun Plain Vanilla, fyrirtækið hafi staðið sig að mörgu leyti vel. Hann segist þó hafa verið hugsi vegna umfjöllunarinnar um fyrirtækið, hún hafi að mörgu leyti verið á þann veg að fyrirtækið væri búið að „meika það “ eins og oft er sagt. „Það hefur verið fjallað svolítið um það í umfjöllun um Plain Vanilla að þetta væri fyrirtæki sem myndi lifa næstu hundruð árin og einmitt af þeirri ástæðu yrði það neikvætt ef það gengi ekki upp. Tölfræðin segir að fyrirtæki sem taka inn áhættufjárfestingu, af þeirri stærðargráðu sem Plain Vanilla tók inn, 75 prósent af slíkum fjárfestingum tapast að einhverju leyti. Fjárfestarnir fá ekki sína peninga til baka. Þannig að þetta eru fjárfestar sem gera sér fullkomlega grein fyrir því hvað þeir eru að gera. Það er þá spurning hvort þeir sem horfa á þetta utan frá hvort þeir átti sig á því,“ segir Magnús Þór. Fjárfesta buðu einkaþotur til að hafa gamanPlain Vanilla var stofnað árið 2010 og kynnti leikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn hlaut ekki góðar viðtökur og var þá leitað á ný mið. Útkoman varð QuizUp sem naut töluverðra vinsælda og er í dag með um þrjátíu milljónir notenda. Hróður Plain Vanilla jókst hratt og lýsti Þorsteinn Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla, því í samtali við Jón Ársæl í Sjálfstæðu fólki að erlendir fjárfestir hefðu sýnt mikinn áhuga og buðust jafnvel til að senda einkaþotur til Íslands til að flytja hann til Las Vegas í Bandaríkjunum til að hafa gaman. Þá markaðssetti fyrirtækið sig sem besta vinnustað í heimi þar sem kokkur frá Argentínu steikhúsi eldaði mat fyrir starfsmenn fjóra daga vikunnar. Þar að auki voru starfsmenn sagðir allar þær Apple-vörur sem þeir þurfa, eins og tölvur og síma. Einnig ókeypis líkamsræktarkort og eins mikla kókómjólk og ávexti og þeir gátu í sig látið í vinnunni.Sjá einnig: Töluverð fríðindi fylgja starfi hjá Plain VanillaFókusinn á Bandaríkin Í lok árs 2014 var boðuð uppfærsla á QuizUp sem átti að skila Plain Vanilla tekjum af leiknum. Leiknum var á vissan hátt breytt í samfélagsmiðil sem átti að keppa við risa á borð við Facebook og Twitter. Samkvæmt tilkynningu sem barst frá fyrirtækinu í dag vegna þeirra uppsagna sem það réðist í þá er aðaláherslan lögð á QuizUp-sjónvarpsþáttinn sem sýndur verður í Bandaríkjunum. Ætlar Plain Vanilla að auka umsvif sín í Los Angeles þar sem verið er að leggja lokahönd á spurningaþáttinn Quiz Upp í myndveri sjónvarpsrisans NBC. Stefnt er að því að fyrsti þátturinn fari í loftið í september en markmiðið með honum er að áhorfendur heima í stofu keppi við keppendur í sjónvarpssal í gegnum QuizUp-appið. Tengdar fréttir NBC gerir þætti sem byggja á Quizup "Við gætum ekki beðið um betri samstarfsaðila en NBC,“ segir Þorsteinn Friðriksson hjá Plain Vanilla. 30. september 2015 15:05 Glu setur allt að milljarð í Plain Vanilla Glu og Plain Vanilla ætla að taka höndum saman og einblína m.a. á þróun QuizUp sjónvarpsþáttarins. 21. janúar 2016 13:31 27 sagt upp hjá Plain Vanilla Gert vegna kröfu um að skila hagnaði og aukinna umsvifa í Bandaríkjunum. 29. apríl 2016 11:16 Stærsta breytingin á QuizUp frá upphafi: „Ég er ótrúlega spenntur“ Í dag hefur nýrri viðbót í QuizUp verið hleypt af stokkunum og nefnist hún My QuizUp og á hún líklega eftir að vekja talsverða athygli, fjölga notendum mikið og síðast en ekki síst fjölga þeim tilefnum þar sem fólk spilar leikinn. 24. september 2015 12:00 Fimm milljarðar króna í Plain Vanilla frá 2011 Gríðarleg gróska ríkir hjá leikjaframleiðendum á Íslandi. Forstjóri Plain Vanilla segir tíðarandabreytingu í fjárfestingaumhverfinu í Kísildal; meiri áhersla sé nú lögð á tekjur og hagnað. 9. apríl 2016 07:00 Íslensku starfsmennirnir komnir heim Skrifstofa QuizUp í New York mun koma til með að verða lokað í kjölfar fjárfestingar bandaríska tölvuleikjaframleiðandans Glu Mobile í Plain Vanilla. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
„Það er kannski eitthvað sem er rétt að hafa í huga að fólk dragi ekki of miklar ályktanir af þessari einu uppsögn,“ segir Magnús Þór Torfason, lektor í nýsköpun og viðskiptaþróun við Háskóla Íslands, um fjöldauppsögnina hjá tölvuleikaframleiðandanum Plain Vanilla, framleiðanda QuizUp-appsins, fyrr í dag þar sem stöðugildum hjá fyrirtækinu var fækkað um rúman þriðjung, eða 27 talsins. Fyrirtækið byrjaði með fjóra starfsmenn árið 2012. Þegar QuizUp-appinu var hleypt af stokkunum í nóvember 2013 voru starfsmennirnir ekki nema 16. Sumarið eftir voru þeir 40 og ári síðar, í júní 2015 þegar þróunarstarfið náði hámarki, urðu þeir 86 talsins. Í dag starfa um fjörutíu hjá fyrirtækinu en stefnan er sett á að fyrirtækið skili hagnaði á árinu með því að afla meiri tekna og með samrekstri við tölvuleikjaframleiðandann Glu Mobile Inc sem fjárfesti í Plain Vanilla fyrir 7,5 milljónir Bandaríkjadala í upphafi árs, sem samsvarar tæpum einum milljarði króna. Stefnt að stöndugu fyrirtæki á heimsmælikvarða „Plain Vanilla hefur verið á vegferð með það að markmiði að verða stöndugt fyrirtæki, ekki bara á íslenskan mælikvarða heldur á heimsmælikvarða. Það ætti ekki að koma fólki á óvart að það séu miklar áskoranir við það og það sé ekki bein braut sem liggur þar fyrir. Við höfum séð það fyrir hjá öðrum fyrirtækjum,“ segir Magnús Þór og tekur íslenska tölvuleikjaframleiðandann CCP sem dæmi sem lagði niður 49 störf árið 2014. Magnús Þór segir Plain Vanilla hafa tekið mikla áhættu á sínum tíma þegar fyrirtækið hafnaði tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikafyrirtækisins Zynga Games árið 2013. Fyrirtækið tók þess í stað inn mikið fé í formi hlutafjár, fjölgaði starfsmönnum og reyndi að stækka vöruna. Greint var frá því á ársfundi íslenskra leikjaframleiðenda fyrir tuttugu dögum að fjárfest hafi verið fyrir um fimm milljarða króna í Plain Vanilla frá stofnun þess. Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla.Vísir/valli Tóku meðvitaða áhættu Hann segir of mikið að líta á þennan niðurskurð hjá fyrirtækinu sem einhverjar ófarir. Þá sé heldur vel í lagt að líta svo á stöðuna að það séu mistök að vera í nýsköpun þó fyrirtæki taki áhættu og þurfi svo að breyta stefnu, líkt og Plain Vanilla er að einhverju leyti að gera í dag með þróun QuizUp-sjónvarpsþáttarins í samvinnu við NBC-sjónvarpsstöðina í Bandaríkjunum. „Það var alveg skýrt að þessi áhætta var meðvituð og ég geri ekki ráð fyrir öðru en menn hafi áttað sig á því og fjárfestarnir gerðu sér klárlega grein fyrir því að þetta væri áhætta,“ segir Magnús Þór og talar þar um fjárfestana Tencent Holdings og Sequoia Capilta sem leiddu endurfjármögnun Plain Vanilla í lok árs 2013 upp á 22 milljónir dollara.75 prósent af áhættufjárfestingu tapast Magnús Þór segir að það hafi verið gaman að fylgjast með þróun Plain Vanilla, fyrirtækið hafi staðið sig að mörgu leyti vel. Hann segist þó hafa verið hugsi vegna umfjöllunarinnar um fyrirtækið, hún hafi að mörgu leyti verið á þann veg að fyrirtækið væri búið að „meika það “ eins og oft er sagt. „Það hefur verið fjallað svolítið um það í umfjöllun um Plain Vanilla að þetta væri fyrirtæki sem myndi lifa næstu hundruð árin og einmitt af þeirri ástæðu yrði það neikvætt ef það gengi ekki upp. Tölfræðin segir að fyrirtæki sem taka inn áhættufjárfestingu, af þeirri stærðargráðu sem Plain Vanilla tók inn, 75 prósent af slíkum fjárfestingum tapast að einhverju leyti. Fjárfestarnir fá ekki sína peninga til baka. Þannig að þetta eru fjárfestar sem gera sér fullkomlega grein fyrir því hvað þeir eru að gera. Það er þá spurning hvort þeir sem horfa á þetta utan frá hvort þeir átti sig á því,“ segir Magnús Þór. Fjárfesta buðu einkaþotur til að hafa gamanPlain Vanilla var stofnað árið 2010 og kynnti leikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn hlaut ekki góðar viðtökur og var þá leitað á ný mið. Útkoman varð QuizUp sem naut töluverðra vinsælda og er í dag með um þrjátíu milljónir notenda. Hróður Plain Vanilla jókst hratt og lýsti Þorsteinn Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla, því í samtali við Jón Ársæl í Sjálfstæðu fólki að erlendir fjárfestir hefðu sýnt mikinn áhuga og buðust jafnvel til að senda einkaþotur til Íslands til að flytja hann til Las Vegas í Bandaríkjunum til að hafa gaman. Þá markaðssetti fyrirtækið sig sem besta vinnustað í heimi þar sem kokkur frá Argentínu steikhúsi eldaði mat fyrir starfsmenn fjóra daga vikunnar. Þar að auki voru starfsmenn sagðir allar þær Apple-vörur sem þeir þurfa, eins og tölvur og síma. Einnig ókeypis líkamsræktarkort og eins mikla kókómjólk og ávexti og þeir gátu í sig látið í vinnunni.Sjá einnig: Töluverð fríðindi fylgja starfi hjá Plain VanillaFókusinn á Bandaríkin Í lok árs 2014 var boðuð uppfærsla á QuizUp sem átti að skila Plain Vanilla tekjum af leiknum. Leiknum var á vissan hátt breytt í samfélagsmiðil sem átti að keppa við risa á borð við Facebook og Twitter. Samkvæmt tilkynningu sem barst frá fyrirtækinu í dag vegna þeirra uppsagna sem það réðist í þá er aðaláherslan lögð á QuizUp-sjónvarpsþáttinn sem sýndur verður í Bandaríkjunum. Ætlar Plain Vanilla að auka umsvif sín í Los Angeles þar sem verið er að leggja lokahönd á spurningaþáttinn Quiz Upp í myndveri sjónvarpsrisans NBC. Stefnt er að því að fyrsti þátturinn fari í loftið í september en markmiðið með honum er að áhorfendur heima í stofu keppi við keppendur í sjónvarpssal í gegnum QuizUp-appið.
Tengdar fréttir NBC gerir þætti sem byggja á Quizup "Við gætum ekki beðið um betri samstarfsaðila en NBC,“ segir Þorsteinn Friðriksson hjá Plain Vanilla. 30. september 2015 15:05 Glu setur allt að milljarð í Plain Vanilla Glu og Plain Vanilla ætla að taka höndum saman og einblína m.a. á þróun QuizUp sjónvarpsþáttarins. 21. janúar 2016 13:31 27 sagt upp hjá Plain Vanilla Gert vegna kröfu um að skila hagnaði og aukinna umsvifa í Bandaríkjunum. 29. apríl 2016 11:16 Stærsta breytingin á QuizUp frá upphafi: „Ég er ótrúlega spenntur“ Í dag hefur nýrri viðbót í QuizUp verið hleypt af stokkunum og nefnist hún My QuizUp og á hún líklega eftir að vekja talsverða athygli, fjölga notendum mikið og síðast en ekki síst fjölga þeim tilefnum þar sem fólk spilar leikinn. 24. september 2015 12:00 Fimm milljarðar króna í Plain Vanilla frá 2011 Gríðarleg gróska ríkir hjá leikjaframleiðendum á Íslandi. Forstjóri Plain Vanilla segir tíðarandabreytingu í fjárfestingaumhverfinu í Kísildal; meiri áhersla sé nú lögð á tekjur og hagnað. 9. apríl 2016 07:00 Íslensku starfsmennirnir komnir heim Skrifstofa QuizUp í New York mun koma til með að verða lokað í kjölfar fjárfestingar bandaríska tölvuleikjaframleiðandans Glu Mobile í Plain Vanilla. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
NBC gerir þætti sem byggja á Quizup "Við gætum ekki beðið um betri samstarfsaðila en NBC,“ segir Þorsteinn Friðriksson hjá Plain Vanilla. 30. september 2015 15:05
Glu setur allt að milljarð í Plain Vanilla Glu og Plain Vanilla ætla að taka höndum saman og einblína m.a. á þróun QuizUp sjónvarpsþáttarins. 21. janúar 2016 13:31
27 sagt upp hjá Plain Vanilla Gert vegna kröfu um að skila hagnaði og aukinna umsvifa í Bandaríkjunum. 29. apríl 2016 11:16
Stærsta breytingin á QuizUp frá upphafi: „Ég er ótrúlega spenntur“ Í dag hefur nýrri viðbót í QuizUp verið hleypt af stokkunum og nefnist hún My QuizUp og á hún líklega eftir að vekja talsverða athygli, fjölga notendum mikið og síðast en ekki síst fjölga þeim tilefnum þar sem fólk spilar leikinn. 24. september 2015 12:00
Fimm milljarðar króna í Plain Vanilla frá 2011 Gríðarleg gróska ríkir hjá leikjaframleiðendum á Íslandi. Forstjóri Plain Vanilla segir tíðarandabreytingu í fjárfestingaumhverfinu í Kísildal; meiri áhersla sé nú lögð á tekjur og hagnað. 9. apríl 2016 07:00
Íslensku starfsmennirnir komnir heim Skrifstofa QuizUp í New York mun koma til með að verða lokað í kjölfar fjárfestingar bandaríska tölvuleikjaframleiðandans Glu Mobile í Plain Vanilla. 20. febrúar 2016 07:00