Grindavíkurbær skilaði 216 milljón króna afgangi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. apríl 2016 13:39 Grindavík. Vísir/Valli Grindavíkurbær skilaði 216 milljóna króna afgangi árið 2015. Ársuppgjör Grindavíkurbæjar fyrir árið 2015 var kynnt nú í vikunni og er afkoma bæjarins jákvæð. Rekstrarniðurstaða A og B hluta skilaði afgangi upp á 216,3 milljónir en áætlun gerði ráð fyrir 57,5 milljónum í afgang. Eiginfjárhlutfall er nú 81,7 prósent en heildareignir í samanteknum reikningsskilum A og B hluta eru 8.410 milljónir króna. Skuldahlutfall A- og B-hluta nemur nú 57,4 prósent af reglulegum tekjum, sem er nokkuð undir landsmeðaltali sem er 84 prósent. Rekstur í samanteknum reikningsskilum A og B hluta skilaði 501 milljón króna í veltufé frá rekstri sem er 18,7 prósent af heildartekjum en áætlun gerði ráð fyrir veltufé frá rekstri að fjárhæð 301,7 milljónum króna. Á árinu voru engin ný lán tekin en afborganir langtímalána voru 29,3 milljónir króna. Staða bæjarsjóðs er því mjög sterk en handbært fé lækkaði aðeins um 1,6 milljónir á árinu og var í árslok 1.295,8 milljónir króna. „Grindavíkurbær er fjárhagslega mjög sterkt sveitarfélag, og hefur verið örum vexti undanfarin ár. Ársreikningurinn ber þess merki. Tekjur hafa aukist um 50 prósent síðan 2010, rekstarafgangur batnað um rúm 300 prósent, starfsmönnum fjölgað um 5 prósent á meðan íbúum hefur fjölgað um 13 prósent. Reksturinn hefur því verið að styrkjast og framlegð að aukast,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Í Grindavík. „Hér er útsvar með því lægsta á landinu, og fasteignagjöld lág. Þrátt fyrir það gengur reksturinn mjög vel og raunar mun betur en við áætluðum. Í ljósi þess að sveitarfélagið skuldar mjög lítið og afborganir lána eru lágar eru tækifæri til fjárfestinga mikil. Við höfum fjárfest fyrir rúman milljarð undanfarin ár og gerum ráð fyrir um 1.400 milljóna króna uppbyggingu í bænum fram til ársins 2019. Þessi árangur er tilkomin vegna öflugs atvinnulífs, og samstilltrar vinnu kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins undanfarin ár,“ segir Róbert bæjarstjóri. Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Engin tilkynning um hópuppsögn í október Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Grindavíkurbær skilaði 216 milljóna króna afgangi árið 2015. Ársuppgjör Grindavíkurbæjar fyrir árið 2015 var kynnt nú í vikunni og er afkoma bæjarins jákvæð. Rekstrarniðurstaða A og B hluta skilaði afgangi upp á 216,3 milljónir en áætlun gerði ráð fyrir 57,5 milljónum í afgang. Eiginfjárhlutfall er nú 81,7 prósent en heildareignir í samanteknum reikningsskilum A og B hluta eru 8.410 milljónir króna. Skuldahlutfall A- og B-hluta nemur nú 57,4 prósent af reglulegum tekjum, sem er nokkuð undir landsmeðaltali sem er 84 prósent. Rekstur í samanteknum reikningsskilum A og B hluta skilaði 501 milljón króna í veltufé frá rekstri sem er 18,7 prósent af heildartekjum en áætlun gerði ráð fyrir veltufé frá rekstri að fjárhæð 301,7 milljónum króna. Á árinu voru engin ný lán tekin en afborganir langtímalána voru 29,3 milljónir króna. Staða bæjarsjóðs er því mjög sterk en handbært fé lækkaði aðeins um 1,6 milljónir á árinu og var í árslok 1.295,8 milljónir króna. „Grindavíkurbær er fjárhagslega mjög sterkt sveitarfélag, og hefur verið örum vexti undanfarin ár. Ársreikningurinn ber þess merki. Tekjur hafa aukist um 50 prósent síðan 2010, rekstarafgangur batnað um rúm 300 prósent, starfsmönnum fjölgað um 5 prósent á meðan íbúum hefur fjölgað um 13 prósent. Reksturinn hefur því verið að styrkjast og framlegð að aukast,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Í Grindavík. „Hér er útsvar með því lægsta á landinu, og fasteignagjöld lág. Þrátt fyrir það gengur reksturinn mjög vel og raunar mun betur en við áætluðum. Í ljósi þess að sveitarfélagið skuldar mjög lítið og afborganir lána eru lágar eru tækifæri til fjárfestinga mikil. Við höfum fjárfest fyrir rúman milljarð undanfarin ár og gerum ráð fyrir um 1.400 milljóna króna uppbyggingu í bænum fram til ársins 2019. Þessi árangur er tilkomin vegna öflugs atvinnulífs, og samstilltrar vinnu kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins undanfarin ár,“ segir Róbert bæjarstjóri.
Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Engin tilkynning um hópuppsögn í október Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira