Efnir til afmælistónleika Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 28. apríl 2016 10:30 Margrét J. Pálmadóttir fagnar að sjálfsögðu stórafmælinu með tónlist. Vísir/GVA „Ég er mikið afmælisbarn. Ég fæ alltaf svona sérstaka þakklætistilfinningu á afmælisdaginn og hún minnkar ekkert með árunum. Hún bara eykst,“ segir kórstjórinn, tónlistarkonan og söngkonan Margrét J. Pálmadóttir sem er sextug í dag og bætir við að hún elski tölurnar bara meira eftir því sem þær hækka. „Þó ég hafi kannski verið hrædd við töluna 40 þá finnst mér bara „grace“ að fá að verða 60 ára. Og ég tala nú ekki um 80 eða 90 ára. Ég stefni í 100,“ segir hún og skellir upp úr. Afmælinu fagnar þessi mikla tónlistarkona að sjálfsögðu með tónlist allt um lykjandi en hinn eiginlegi fagnaður fer fram í Fríkirkjunni á laugardaginn með tónleikunum. Sjálfum afmælisdeginum eyðir hún í faðmi fjölskyldunnar og við íhugun og slökun fyrir tónleikana. „Ég verð með djass-, blús- og gospel-tónleika í Fríkirkjunni. Ég ætla að brjótast út úr skelinni og syngja með hljómsveit, kór og öðrum einsöngvara svona smá blús og gospel. Ég er aðeins að taka mig á því ég hef þagað dálítið lengi sem sólóisti en nú ætla ég bara út úr skelinni með þetta alla leið,“ segir hún. Margrét er stjórnandi og stofnandi kórsins Vox feminae sem stofnaður var árið 1993 og stofnandi, auk fleiri, sönghússins Domus Vox í Reykjavík. Á tónleikunum verður öllu til tjaldað, hljómsveit auk 100 kvenna kórs sem skipaður er konum á aldrinum 15-75 ára en þeir fara líkt og áður sagði fram í Fríkirkjunni á laugardaginn og hefjast klukkan 18.00. Menning Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég er mikið afmælisbarn. Ég fæ alltaf svona sérstaka þakklætistilfinningu á afmælisdaginn og hún minnkar ekkert með árunum. Hún bara eykst,“ segir kórstjórinn, tónlistarkonan og söngkonan Margrét J. Pálmadóttir sem er sextug í dag og bætir við að hún elski tölurnar bara meira eftir því sem þær hækka. „Þó ég hafi kannski verið hrædd við töluna 40 þá finnst mér bara „grace“ að fá að verða 60 ára. Og ég tala nú ekki um 80 eða 90 ára. Ég stefni í 100,“ segir hún og skellir upp úr. Afmælinu fagnar þessi mikla tónlistarkona að sjálfsögðu með tónlist allt um lykjandi en hinn eiginlegi fagnaður fer fram í Fríkirkjunni á laugardaginn með tónleikunum. Sjálfum afmælisdeginum eyðir hún í faðmi fjölskyldunnar og við íhugun og slökun fyrir tónleikana. „Ég verð með djass-, blús- og gospel-tónleika í Fríkirkjunni. Ég ætla að brjótast út úr skelinni og syngja með hljómsveit, kór og öðrum einsöngvara svona smá blús og gospel. Ég er aðeins að taka mig á því ég hef þagað dálítið lengi sem sólóisti en nú ætla ég bara út úr skelinni með þetta alla leið,“ segir hún. Margrét er stjórnandi og stofnandi kórsins Vox feminae sem stofnaður var árið 1993 og stofnandi, auk fleiri, sönghússins Domus Vox í Reykjavík. Á tónleikunum verður öllu til tjaldað, hljómsveit auk 100 kvenna kórs sem skipaður er konum á aldrinum 15-75 ára en þeir fara líkt og áður sagði fram í Fríkirkjunni á laugardaginn og hefjast klukkan 18.00.
Menning Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira