Óvissa um framtíð LÍN Sigrún Dögg Kvaran skrifar 28. apríl 2016 07:00 Flestir gera sér grein fyrir þeim verðmætum sem felast í menntun og mikilvægi þess að fólk hafi jafnan aðgang að námi. Menntun er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka í samfélaginu. Á Íslandi býr fólk við jöfn tækifæri til náms, greiðan aðgang að námi eða eins og segir á heimasíðu LÍN: „Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja þeim sem falla undir lögin um sjóðinn tækifæri til náms án tillits til efnahags.“ Hins vegar eru blikur á lofti, fréttir berast af því að ný ríkisstjórn sé búin að leggja fram Málaskrá og á henni eru ný heildarlög um Lánasjóð íslenskra námsmanna, LÍN. Í ársskýrslum LÍN undanfarin ár hafa áhyggjur verið viðraðar af því að hár meðalaldur námsmanna við námslok dragi úr fullum endurheimtum og ýti undir afskriftir sjóðsins. Þetta gefur sterklega til kynna að stjórnvöld vilji leggja áherslu á ungt fólk sem klári nám snemma eða á „réttum tíma“. Vilji sé frekar til að einblína á fólk sem komist fyrr út á vinnumarkaðinn, byrji fyrr að borga af sínum námslánum og sé því líklegra til að greiða þau til baka að fullu. Sem sagt betri endurheimtur. Það virðist ekki vera pláss í bókhaldinu fyrir fólk með starfsreynslu sem ákveður að skella sér á skólabekk til að bæta við sig þekkingu og miðla reynslu sinni í leiðinni. Með því að einblína einungis á góðar endurheimtur er hætta á að útiloka ákveðna hópa frá jöfnu aðgengi að námi. Undanfarið hafa námsmenn verið að koma fram og tjá sig bæði á samskiptamiðlum og í fjölmiðlum, um bág kjör, vítahring skuldasöfnunar og sálræn áhrif þess. Nýjasta reiðarslagið er enn frekari niðurskurður á framfærslu námsmanna erlendis, 20% niðurskurður. Einnig er dregið verulega úr hámarkseiningafjölda sem hægt verður að fá lán fyrir, verða 480 ECTS í stað 540 ECTS. Viljum við sem samfélag draga úr möguleikum fólks á að sækja sér frekari menntun bæði hérlendis og erlendis? Þetta er algjörlega óásættanleg staða, að stjórnvöld þegi um stefnu sína í málefnum námsmanna erlendis eins og þetta sé þeirra einkamál. Stefna þeirra snertir framtíð hundraða námsmanna sem hafa þegar flust út og hafið sitt nám út frá ákveðnum forsendum, forsendur sem taka stöðugum breytingum og sem jafnvel ógna möguleika þeirra til að ljúka sínu námi. Svo segir mér hugur að ný heildarlög um LÍN séu ekki til að gera enn betur við íslenska námsmenn og stuðla að jafnrétti til náms – þvert á móti!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Flestir gera sér grein fyrir þeim verðmætum sem felast í menntun og mikilvægi þess að fólk hafi jafnan aðgang að námi. Menntun er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka í samfélaginu. Á Íslandi býr fólk við jöfn tækifæri til náms, greiðan aðgang að námi eða eins og segir á heimasíðu LÍN: „Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja þeim sem falla undir lögin um sjóðinn tækifæri til náms án tillits til efnahags.“ Hins vegar eru blikur á lofti, fréttir berast af því að ný ríkisstjórn sé búin að leggja fram Málaskrá og á henni eru ný heildarlög um Lánasjóð íslenskra námsmanna, LÍN. Í ársskýrslum LÍN undanfarin ár hafa áhyggjur verið viðraðar af því að hár meðalaldur námsmanna við námslok dragi úr fullum endurheimtum og ýti undir afskriftir sjóðsins. Þetta gefur sterklega til kynna að stjórnvöld vilji leggja áherslu á ungt fólk sem klári nám snemma eða á „réttum tíma“. Vilji sé frekar til að einblína á fólk sem komist fyrr út á vinnumarkaðinn, byrji fyrr að borga af sínum námslánum og sé því líklegra til að greiða þau til baka að fullu. Sem sagt betri endurheimtur. Það virðist ekki vera pláss í bókhaldinu fyrir fólk með starfsreynslu sem ákveður að skella sér á skólabekk til að bæta við sig þekkingu og miðla reynslu sinni í leiðinni. Með því að einblína einungis á góðar endurheimtur er hætta á að útiloka ákveðna hópa frá jöfnu aðgengi að námi. Undanfarið hafa námsmenn verið að koma fram og tjá sig bæði á samskiptamiðlum og í fjölmiðlum, um bág kjör, vítahring skuldasöfnunar og sálræn áhrif þess. Nýjasta reiðarslagið er enn frekari niðurskurður á framfærslu námsmanna erlendis, 20% niðurskurður. Einnig er dregið verulega úr hámarkseiningafjölda sem hægt verður að fá lán fyrir, verða 480 ECTS í stað 540 ECTS. Viljum við sem samfélag draga úr möguleikum fólks á að sækja sér frekari menntun bæði hérlendis og erlendis? Þetta er algjörlega óásættanleg staða, að stjórnvöld þegi um stefnu sína í málefnum námsmanna erlendis eins og þetta sé þeirra einkamál. Stefna þeirra snertir framtíð hundraða námsmanna sem hafa þegar flust út og hafið sitt nám út frá ákveðnum forsendum, forsendur sem taka stöðugum breytingum og sem jafnvel ógna möguleika þeirra til að ljúka sínu námi. Svo segir mér hugur að ný heildarlög um LÍN séu ekki til að gera enn betur við íslenska námsmenn og stuðla að jafnrétti til náms – þvert á móti!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun