Framsóknarmenn funda í dag Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2016 08:04 Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra. Vísir/Pjetur Þingflokksfundur Framsóknarflokksins verður haldinn í dag, þar sem fjallað verður um málefni Hrólfs Ölvissonar framkvæmdastjóra flokksins, vegna aflandsviðskipa hans í skattaskjólum. Flokkurinn kom saman til fundar í gær en eftir hann vildu þingmenn ekki tjá sig, en sögðust líklega gera það eftir fundinn í dag. Fjallað var um umfangsmikil viðskipti Hrólfs Ölvissonar framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins í gær. Í Panamaskjölunum kemur fram að hann stofnaði meðal annars aflandsfélag árið 2003 til að leyna fjárfestingum í dönsku fyrirtæki. Hrólfur var á þeim tíma stjórnarformaður Vinnumálastofnunar en hann hefur enn fremur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Innan Framsóknarflokksins hefur einnig hefur verið ákveðið að bjóða til miðstjórnarfundar flokksins 4. júní, þar sem tekin verður ákvörðun um hvort boðað verði til flokksþings. Þingflokkurinn ætlar einnig að funda með Hrólfi. „Eins og kom fram í þættinum eru þetta félög sem voru stofnuð til á þessum tíma sem að þetta var í gangi hér á Íslandi og eru löngu frágengin,“ sagði Sigurður Ingi eftir fund þingmanna flokksins í gær. „En það er eðlilegt að setjast niður með framkvæmdastjóranum og ræða við hann um þessi mál.“ Hann sagði málið ekki eingöngu óþægilegt fyrir Framsóknarflokkinn. Heldur væri þetta óþægilegt fyrir Ísland. Panamaskjölin sýndu hve óeðlilega mikill fjöldi Íslendinga hefði nýtt sér þessa þjónustu bankanna og það yrði að skoða. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði Panamaskjölin hafa sýnt fram á að hópur áhrifafólks í viðskiptum, pólitík og öðrum greinum hefði nýtt þessar leiðir til að fara með sitt fé. „Eðlilega mun þetta draga úr trausti í samfélaginu og það er áhyggjuefni fyrir okkur sem lýðræðisríki. Að þetta muni draga úr trausti á stofnunum samfélagsins ekki síst vegna þess að þarna hefur þessi fámenni hópur, í krafti sinna áhrifa, verið að njóta ákveðinnar forréttindastöðu til þess að höndla með sín fjármál,“ sagði Katrín. Hún sagði að það myndi reyna á okkur sem samfélag, hvernig við tækjumst á við málið. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í gær um málið. Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þingflokksfundur Framsóknarflokksins verður haldinn í dag, þar sem fjallað verður um málefni Hrólfs Ölvissonar framkvæmdastjóra flokksins, vegna aflandsviðskipa hans í skattaskjólum. Flokkurinn kom saman til fundar í gær en eftir hann vildu þingmenn ekki tjá sig, en sögðust líklega gera það eftir fundinn í dag. Fjallað var um umfangsmikil viðskipti Hrólfs Ölvissonar framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins í gær. Í Panamaskjölunum kemur fram að hann stofnaði meðal annars aflandsfélag árið 2003 til að leyna fjárfestingum í dönsku fyrirtæki. Hrólfur var á þeim tíma stjórnarformaður Vinnumálastofnunar en hann hefur enn fremur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Innan Framsóknarflokksins hefur einnig hefur verið ákveðið að bjóða til miðstjórnarfundar flokksins 4. júní, þar sem tekin verður ákvörðun um hvort boðað verði til flokksþings. Þingflokkurinn ætlar einnig að funda með Hrólfi. „Eins og kom fram í þættinum eru þetta félög sem voru stofnuð til á þessum tíma sem að þetta var í gangi hér á Íslandi og eru löngu frágengin,“ sagði Sigurður Ingi eftir fund þingmanna flokksins í gær. „En það er eðlilegt að setjast niður með framkvæmdastjóranum og ræða við hann um þessi mál.“ Hann sagði málið ekki eingöngu óþægilegt fyrir Framsóknarflokkinn. Heldur væri þetta óþægilegt fyrir Ísland. Panamaskjölin sýndu hve óeðlilega mikill fjöldi Íslendinga hefði nýtt sér þessa þjónustu bankanna og það yrði að skoða. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði Panamaskjölin hafa sýnt fram á að hópur áhrifafólks í viðskiptum, pólitík og öðrum greinum hefði nýtt þessar leiðir til að fara með sitt fé. „Eðlilega mun þetta draga úr trausti í samfélaginu og það er áhyggjuefni fyrir okkur sem lýðræðisríki. Að þetta muni draga úr trausti á stofnunum samfélagsins ekki síst vegna þess að þarna hefur þessi fámenni hópur, í krafti sinna áhrifa, verið að njóta ákveðinnar forréttindastöðu til þess að höndla með sín fjármál,“ sagði Katrín. Hún sagði að það myndi reyna á okkur sem samfélag, hvernig við tækjumst á við málið. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í gær um málið.
Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira