Liverpool búið að bíða lengur eftir Englandsmeistaratitlinum en United Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2016 11:30 Margir United-menn hafa fagnað enska titlinum síðan Ian Rush og félagar síðast urðu meistarar fyrir Liverpool 1990. vísir/getty Í dag er runnin upp dagur sem stuðningsmenn Manchester United hafa beðið eftir í langan tíma. Liverpool hefur, frá og með deginum í dag, beðið lengur eftir Englandsmeistaratitlinum en Manchester United þegar það gekk í gegnum sína lengstu eyðimerkurgöngu. Það sem meira er hefur Manchester United rakað inn Englandsmeistaratitlinum á þessu þurrkatímabili Liverpool og tekið fram úr erkifjendum sínum. Manchester United vann Englandsmeistaratitilinn árið 1967 undir stjórn Sir Matt Busy en fagnaði svo ekki sigri í efstu deild Englands á ný fyrr en undir stjórn Sir Alex Ferguson á stofntímabili ensku úrvalsdeildarinnar 1992/1993. Biðinvar 26 ár. Liverpool vann síðast Englandsmeistaratitilinn árið 1990 en Liverpool var besta lið Englands á níunda áratug síðustu aldar og vann titilinn sjö sinnum og í heildina ellefu sinnum frá 1973-1990.Steven Gerrard var hársbreidd frá því að endurheimta titilinn á Anfield 2014.vísir/gettyÞarna var allt í blóma hjá Liverpool sem bætti þremur bikarmeistaratitlum í safnið og varð Evrópumeistari fjórum sinnum á þessum tíma. Manchester United þurfti að sætta sig við þrjá bikarmeistaratitla á níunda áratug síðustu aldar en meira var það ekki. Þessi 26 ára bið Liverpool eftir Englandsmeistaratitlinum er formlega orðin lengri en hjá Manchester United og halda nú dagarnir áfram að telja þar til bikarinn fer aftur á Anfield. Liverpool var grátlega nálægt því að verða Englandsmeistari fyrir tveimur árum en rann heldur betur á svellinu - sumir bókstaflega - á lokasprettinum. Frægt tap gegn Chelsea og enn frægara jafntefli gegn Crystal Palace gerðu út um titilvonir Liverpool það árið. Þegar Liverpool vann síðast Englandsmeistaratitilinn árið 1990 var staðan í landstitlum 18-7 fyrir Liverpool í baráttunni við Manchester United en Sir Alex Ferguson sneri gengi United við eins og allir knattspyrnuáhugamenn vita. Skotinn vann þrettán enska meistaratitla með Manchester United og er liðið lang sigursælasta lið ensku úrvalsdeildarinnar og það sigursælasta í efstu deild með 20 titla gegn 18 titlum Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Í dag er runnin upp dagur sem stuðningsmenn Manchester United hafa beðið eftir í langan tíma. Liverpool hefur, frá og með deginum í dag, beðið lengur eftir Englandsmeistaratitlinum en Manchester United þegar það gekk í gegnum sína lengstu eyðimerkurgöngu. Það sem meira er hefur Manchester United rakað inn Englandsmeistaratitlinum á þessu þurrkatímabili Liverpool og tekið fram úr erkifjendum sínum. Manchester United vann Englandsmeistaratitilinn árið 1967 undir stjórn Sir Matt Busy en fagnaði svo ekki sigri í efstu deild Englands á ný fyrr en undir stjórn Sir Alex Ferguson á stofntímabili ensku úrvalsdeildarinnar 1992/1993. Biðinvar 26 ár. Liverpool vann síðast Englandsmeistaratitilinn árið 1990 en Liverpool var besta lið Englands á níunda áratug síðustu aldar og vann titilinn sjö sinnum og í heildina ellefu sinnum frá 1973-1990.Steven Gerrard var hársbreidd frá því að endurheimta titilinn á Anfield 2014.vísir/gettyÞarna var allt í blóma hjá Liverpool sem bætti þremur bikarmeistaratitlum í safnið og varð Evrópumeistari fjórum sinnum á þessum tíma. Manchester United þurfti að sætta sig við þrjá bikarmeistaratitla á níunda áratug síðustu aldar en meira var það ekki. Þessi 26 ára bið Liverpool eftir Englandsmeistaratitlinum er formlega orðin lengri en hjá Manchester United og halda nú dagarnir áfram að telja þar til bikarinn fer aftur á Anfield. Liverpool var grátlega nálægt því að verða Englandsmeistari fyrir tveimur árum en rann heldur betur á svellinu - sumir bókstaflega - á lokasprettinum. Frægt tap gegn Chelsea og enn frægara jafntefli gegn Crystal Palace gerðu út um titilvonir Liverpool það árið. Þegar Liverpool vann síðast Englandsmeistaratitilinn árið 1990 var staðan í landstitlum 18-7 fyrir Liverpool í baráttunni við Manchester United en Sir Alex Ferguson sneri gengi United við eins og allir knattspyrnuáhugamenn vita. Skotinn vann þrettán enska meistaratitla með Manchester United og er liðið lang sigursælasta lið ensku úrvalsdeildarinnar og það sigursælasta í efstu deild með 20 titla gegn 18 titlum Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira