Erlent

Her Filippseyja leitar hryðjuverkamanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Hermaður frá Filippseyjum að störfum.
Hermaður frá Filippseyjum að störfum. Vísir/EPA
Aukinn þrýstingur hefur myndast á her Filippseyja til að elta uppi hryðjuverkamenn sem halda rúmlega tuttugu erlendum gíslum. Hópurinn sem gengur undir nafninu Abu Sayyaf, tók einn gíslanna af lífi eftir að lausnargjald barst ekki. John Ridsdel var frá Kanada en hann var handsamaður í fyrra.

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur fordæmt morðið. Frestur til að greiða lausnarfé hafði verið gefinn út fyrir þrjá aðra gísla í halda hópsins og er ekki vitað hvort þau hafi einnig verið tekin af lífi.

Embættismenn í Filippseyjum segjast ætla að finna gíslana en standa frammi fyrir þeim vanda um hvernig hægt sé að bregðast gegn Abu Sayyaf þegar þeir halda svo mörgum í gíslingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×