Landvernd sögð valda tjóni með kæru vegna 120 herbergja hálendishótels Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. apríl 2016 05:00 Fannborg ehf. bætir 120 tveggja manna hótelherbergjum við í Kerlingarfjöllum en fækkar gistirýmum í eldri skálum úr 177 í 102. NORDICPHOTOS/GETTY „Sveitarstjórn lýsir yfir miklum vonbrigðum með framkomu Landverndar í þessu máli,“ segir sveitarstjórn Hrunamannahrepps um kæru Landverndar vegna hótels í Kerlingarfjöllum. Um er að ræða hótel Fannborgar ehf. í Ásgarði í Kerlingarfjöllum. Í hótelinu, sem reisa á í þremur áföngum, verða 120 tveggja manna herbergi. Á móti á að grisja í skálaþyrpingu Fannborgar svo þar verði svefnpláss fyrir 102 gesti í stað 177. Á endanum verði hægt að hýsa 342 gesti. Landvernd kærði í ágúst í fyrra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að heildaruppbygging hálendismiðstöðvarinnar í Kerlingarfjöllum skyldi háð mati á umhverfisáhrifum en að heimilt væri að reisa fyrsta áfangann án umhverfismats „Það er mjög bjánalegt að sleppa þeim með fyrsta áfangann en að síðan eigi að umhverfismeta seinni tvo. Þá eru þeir komnir af stað með þessa byggingu og þá verður mjög erfitt að hætta við. Okkur finnst þetta vera það fordæmisgefandi mál að það þurfi að gera þetta almennilega frá A til Ö,“ segir Snorri Baldursson, formaður Landverndar. Eftir að Landvernd varð þess áskynja nú í febrúar að framkvæmdir við hótelið væru hafnar og að Hrunamannahreppur hefði gefið út byggingarleyfi var gerð krafa um stöðvun framkvæmda og útgáfa byggingarleyfisins var kærð. „Framkomin kæra Landverndar virðist vera til þess eins fallin að valda sveitarfélaginu og hagsmunaaðilum á svæðinu tjóni þótt mál séu þar unnin í samræmi við svæðisskipulag miðhálendisins, landsskipulagsstefnu, aðalskipulag Hrunamannahrepps, deiliskipulag svæðisins, lóðaleigusamninga, sem gilda varðandi starfsemi svæðisins, og úrskurð Skipulagsstofnunar varðandi matsskyldu framkvæmda,“ segir sveitarstjórn Hrunamannahrepps. „Alls ekki,“ svarar Snorri aðspurður hvort ætlun Landverndar sé að bregða fæti fyrir ferðaþjónustu í Hrunamannahreppi og sveitarfélagið sjálft. „En við þurfum að nota þau úrræði sem við höfum.“ Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Sjá meira
„Sveitarstjórn lýsir yfir miklum vonbrigðum með framkomu Landverndar í þessu máli,“ segir sveitarstjórn Hrunamannahrepps um kæru Landverndar vegna hótels í Kerlingarfjöllum. Um er að ræða hótel Fannborgar ehf. í Ásgarði í Kerlingarfjöllum. Í hótelinu, sem reisa á í þremur áföngum, verða 120 tveggja manna herbergi. Á móti á að grisja í skálaþyrpingu Fannborgar svo þar verði svefnpláss fyrir 102 gesti í stað 177. Á endanum verði hægt að hýsa 342 gesti. Landvernd kærði í ágúst í fyrra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að heildaruppbygging hálendismiðstöðvarinnar í Kerlingarfjöllum skyldi háð mati á umhverfisáhrifum en að heimilt væri að reisa fyrsta áfangann án umhverfismats „Það er mjög bjánalegt að sleppa þeim með fyrsta áfangann en að síðan eigi að umhverfismeta seinni tvo. Þá eru þeir komnir af stað með þessa byggingu og þá verður mjög erfitt að hætta við. Okkur finnst þetta vera það fordæmisgefandi mál að það þurfi að gera þetta almennilega frá A til Ö,“ segir Snorri Baldursson, formaður Landverndar. Eftir að Landvernd varð þess áskynja nú í febrúar að framkvæmdir við hótelið væru hafnar og að Hrunamannahreppur hefði gefið út byggingarleyfi var gerð krafa um stöðvun framkvæmda og útgáfa byggingarleyfisins var kærð. „Framkomin kæra Landverndar virðist vera til þess eins fallin að valda sveitarfélaginu og hagsmunaaðilum á svæðinu tjóni þótt mál séu þar unnin í samræmi við svæðisskipulag miðhálendisins, landsskipulagsstefnu, aðalskipulag Hrunamannahrepps, deiliskipulag svæðisins, lóðaleigusamninga, sem gilda varðandi starfsemi svæðisins, og úrskurð Skipulagsstofnunar varðandi matsskyldu framkvæmda,“ segir sveitarstjórn Hrunamannahrepps. „Alls ekki,“ svarar Snorri aðspurður hvort ætlun Landverndar sé að bregða fæti fyrir ferðaþjónustu í Hrunamannahreppi og sveitarfélagið sjálft. „En við þurfum að nota þau úrræði sem við höfum.“
Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Sjá meira