Nicklas Bendtner og Wolfsburg hafa náð samkomulagi um starfslok leikmannsins. Hann er því án félags.
Daninn var með samning við félagið til ársins 2017 en fær að fara strax í dag.
Bendtner hefur lent í alls konar vandræðum hjá félaginu og hefur ekki mátt mæta á æfingar síðustu vikur. Hann gerði vitleysur eins og að mynda sig við hlið Mercedes Benz-bifreiðar á meðan Volkswagen styrkir Wolfsburg.
Bendtner kom til félagsins frítt árið 2014 og spilaði 47 leiki fyrir Wolfsburg og skoraði í þeim leikjum 9 mörk.
Klaus Allofs, íþróttastjóri félagsins, sagði að Bendtner hefði ekki staðið undir væntingum og að félagið hefði ekki gert það heldur að mati Danans. Því væri engin glóra í því að halda samstarfinu áfram.
Bendtner laus allra mála
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
