Mig dreymir enn á íslensku eftir öll þessi ár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. apríl 2016 08:45 Ég er mjög spennt að spila með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og fá að stoppa heima í fáeina daga,“ segir Eva Guðný Þórarinsdóttir sem leikur einleik með sveitinni á morgun. Hún kveðst aldrei hafa spilað fiðlukonsert Mozart númer 5 í Adúr áður með hljómsveit. „Þegar Þorvaldur Bjarni spurði hvort ég væri til í þetta verkefni varð ég fyrst svolítið smeyk en svo byrjaði ég að æfa og það hefur verið gott fyrir mig að takast á við það. Fiðluleikarar spila alltaf part úr þessu verki í prufuspilun og þá auðvitað undir pressu. Því er gaman að taka það úr stress-samhenginu og líka að spila alla kaflana.“ Eva Guðný var tólf ára þegar hún flutti til Englands í heimavistarskóla Yehudi Menuhins, þar sem allar venjulegar námsgreinar voru kenndar auk þess sem mikil áhersla var lögð á tónlist. „Það var voða sérstakt,“ rifjar hún upp. „Erfið reynsla en ég mundi ekki vilja taka hana til baka – held ég.“ Nú býr hún í Manchester með kærasta sem hún kynntist fyrir tólf árum þegar þau voru bæði í framhaldsnámi í tónlist. „Hann er fiðluleikari líka og er í Hallé-hljómsveitinni með mér,“ lýsir hún glaðlega. Foreldrar Guðnýjar, Þórarinn Ólafsson og Marta Bjarnadóttir, búa á Spáni en komu til landsins með dótturinni til að hlýða á tónleikana. Þótt hún hafi eðlilega misst náin tengsl við Ísland kveðst hún halda góðu sambandi við gamla fiðlukennarann sinn, hana Guðnýju Guðmundsdóttur. „Þegar ég spilaði einleikstónleika í Hörpu 2012 mætti Guðný þar og reyndar voru ótrúlega margir sem mundu eftir mér, svo það var ánægjulegt og gaman að koma heim.“ Íslendingar eru auðvitað stoltir af sinni konu en vilja ekki Bretar eigna sér hana líka? „Ég er náttúrlega búin að vera lengur í Bretlandi en á Íslandi en mig dreymir samt enn á íslensku eftir öll þessi ár, þeir ensku geta ekki tekið það frá mér!“ Tónleikarnir hefjast klukkan 16 á morgun í Hofi. Auk fiðlukonsertsins verður sinfónía númer 40 í G-moll og forleikurinn að Brúðkaupi Fígarós þar á dagskrá. Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ég er mjög spennt að spila með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og fá að stoppa heima í fáeina daga,“ segir Eva Guðný Þórarinsdóttir sem leikur einleik með sveitinni á morgun. Hún kveðst aldrei hafa spilað fiðlukonsert Mozart númer 5 í Adúr áður með hljómsveit. „Þegar Þorvaldur Bjarni spurði hvort ég væri til í þetta verkefni varð ég fyrst svolítið smeyk en svo byrjaði ég að æfa og það hefur verið gott fyrir mig að takast á við það. Fiðluleikarar spila alltaf part úr þessu verki í prufuspilun og þá auðvitað undir pressu. Því er gaman að taka það úr stress-samhenginu og líka að spila alla kaflana.“ Eva Guðný var tólf ára þegar hún flutti til Englands í heimavistarskóla Yehudi Menuhins, þar sem allar venjulegar námsgreinar voru kenndar auk þess sem mikil áhersla var lögð á tónlist. „Það var voða sérstakt,“ rifjar hún upp. „Erfið reynsla en ég mundi ekki vilja taka hana til baka – held ég.“ Nú býr hún í Manchester með kærasta sem hún kynntist fyrir tólf árum þegar þau voru bæði í framhaldsnámi í tónlist. „Hann er fiðluleikari líka og er í Hallé-hljómsveitinni með mér,“ lýsir hún glaðlega. Foreldrar Guðnýjar, Þórarinn Ólafsson og Marta Bjarnadóttir, búa á Spáni en komu til landsins með dótturinni til að hlýða á tónleikana. Þótt hún hafi eðlilega misst náin tengsl við Ísland kveðst hún halda góðu sambandi við gamla fiðlukennarann sinn, hana Guðnýju Guðmundsdóttur. „Þegar ég spilaði einleikstónleika í Hörpu 2012 mætti Guðný þar og reyndar voru ótrúlega margir sem mundu eftir mér, svo það var ánægjulegt og gaman að koma heim.“ Íslendingar eru auðvitað stoltir af sinni konu en vilja ekki Bretar eigna sér hana líka? „Ég er náttúrlega búin að vera lengur í Bretlandi en á Íslandi en mig dreymir samt enn á íslensku eftir öll þessi ár, þeir ensku geta ekki tekið það frá mér!“ Tónleikarnir hefjast klukkan 16 á morgun í Hofi. Auk fiðlukonsertsins verður sinfónía númer 40 í G-moll og forleikurinn að Brúðkaupi Fígarós þar á dagskrá.
Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira