Ætlar að breyta ímynd sinni eftir forvalið Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2016 12:00 Donald Trump. Vísir/Getty Repúblikanar hafa áhyggjur af því að Donald Trump yrði ekki líklegur til að sigra í forsetakosningum seinna á árinu, hljóti hann tilnefningu flokksins. Forsetaframbjóðandinn hefur nú lofað forsvarsmönnum Repúblikana að breyta ímynd sinni eftir að forvalinu líkur. AP fréttaveitan kom höndum yfir upptöku af fundi kosningastjóra Trump með framkvæmdanefnd Repúblikanaflokksins. „Þegar hann er á sviðinu, þegar hann er að tala um þá hluti sem hann talar um, þá er hann að sýna mynd af sér sem þjónar tilgangi,“ sagði Paul Manafort. Hann sagði einnig að þegar forvalinu væri lokið og kosningabaráttan komin í gang muni kjósendur sjá allt annan Donald Trump. Manafort sagði að Trump áttaði sig á því að hann þyrfti að draga úr öfgum sínum. Hann sagði að sá karakter sem Trump væri að leika væri að þróast í þá átt sem nefndin vonaðist eftir. Ted Cruz sagði í útvarpsviðtali í gær að hann væri ánægður með þetta. Donald Trump væri að sýna hreinskilni varðandi það að hann væri að ljúga að Bandaríkjamönnum. „Ef þið skoðið það sem kosningastjórinn sagði, þá er þetta allt leikur. Þetta er eingöngu sýning,“ sagði Cruz. „Þegar Donald talar um að byggja vegg, þegar Donald talar um að taka hart á ólöglegum innflytjendum, Þegar Donald talar um hvað sem er, þá er honum ekki alvara. Þetta er bara sýning.“ Sjálfur sagði Trump að hann væri ekki alveg tilbúinn til þess að haga sér „forsetalega“ þegar hann ræddi við stuðningsmenn sína í gær. „Á einhverjum tímapunkti verð ég svo forsetalegur að ykkur mun leiðast mikið,“ sagði Trump eins og sjá má hér að neðan.Næsta þriðjudag heldur forvalið áfram í fimm ríkjum. Rhode Island, Connecticut, Pennsylvania, Delaware og Maryland. Trump segist bjartsýnn á sigur Þar. Hann er nú eini frambjóðandi Repúblikana sem mögulega getur náð 1.237 kjörmönnum til að hljóta tilnefningu flokksins. Flokksþing Repúblikana verður haldið í júlí og nái Trump ekki meirihluta verður forsetaefni flokksins ákveðið á þinginu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Repúblikanar hafa áhyggjur af því að Donald Trump yrði ekki líklegur til að sigra í forsetakosningum seinna á árinu, hljóti hann tilnefningu flokksins. Forsetaframbjóðandinn hefur nú lofað forsvarsmönnum Repúblikana að breyta ímynd sinni eftir að forvalinu líkur. AP fréttaveitan kom höndum yfir upptöku af fundi kosningastjóra Trump með framkvæmdanefnd Repúblikanaflokksins. „Þegar hann er á sviðinu, þegar hann er að tala um þá hluti sem hann talar um, þá er hann að sýna mynd af sér sem þjónar tilgangi,“ sagði Paul Manafort. Hann sagði einnig að þegar forvalinu væri lokið og kosningabaráttan komin í gang muni kjósendur sjá allt annan Donald Trump. Manafort sagði að Trump áttaði sig á því að hann þyrfti að draga úr öfgum sínum. Hann sagði að sá karakter sem Trump væri að leika væri að þróast í þá átt sem nefndin vonaðist eftir. Ted Cruz sagði í útvarpsviðtali í gær að hann væri ánægður með þetta. Donald Trump væri að sýna hreinskilni varðandi það að hann væri að ljúga að Bandaríkjamönnum. „Ef þið skoðið það sem kosningastjórinn sagði, þá er þetta allt leikur. Þetta er eingöngu sýning,“ sagði Cruz. „Þegar Donald talar um að byggja vegg, þegar Donald talar um að taka hart á ólöglegum innflytjendum, Þegar Donald talar um hvað sem er, þá er honum ekki alvara. Þetta er bara sýning.“ Sjálfur sagði Trump að hann væri ekki alveg tilbúinn til þess að haga sér „forsetalega“ þegar hann ræddi við stuðningsmenn sína í gær. „Á einhverjum tímapunkti verð ég svo forsetalegur að ykkur mun leiðast mikið,“ sagði Trump eins og sjá má hér að neðan.Næsta þriðjudag heldur forvalið áfram í fimm ríkjum. Rhode Island, Connecticut, Pennsylvania, Delaware og Maryland. Trump segist bjartsýnn á sigur Þar. Hann er nú eini frambjóðandi Repúblikana sem mögulega getur náð 1.237 kjörmönnum til að hljóta tilnefningu flokksins. Flokksþing Repúblikana verður haldið í júlí og nái Trump ekki meirihluta verður forsetaefni flokksins ákveðið á þinginu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira