Fyrsta skref Washington Wizards í átt að því að krækja í Kevin Durant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2016 16:00 Scott Brooks og Kevin Durant. Vísir/Getty Scott Brooks verður næsti þjálfari NBA-liðsins Washington Wizards en hann hefur gengið frá fimm ára samningi við félagið. Washington Wizards borgar Scott Brooks samtals 35 milljónir dollara fyrir þessi fimm ár eða meira 4,3 milljarða íslenskra króna. ESPN sagði frá. Brooks tekur við af Randy Wittman sem var rekinn eftir tímabilið þar sem Washington Wizards vann jafnmarga leiki (41) og það tapaði á tímabilinu og komst ekki í úrslitakeppnina. Scott Brooks er fyrrum þjálfari Oklahoma City Thunder en hann vann 338 af 545 leikjum með liðinu á árunum 2008 til 2015 sem gerir 62 prósent sigurhlutfall og er besta sigurhlutfall þjálfara sem hefur aldrei unnið NBA-titilinn. Margir líta líka á þessa ráðningu Washington Wizards sem fyrsta skrefið í átt að því að tæla til sín stjörnuleikmanninn Kevin Durant. Kevin Durant er frá Washington og hann átti frábær ár undir stjórn Scott Brooks hjá Oklahoma City Thunder. Kevin Durant var meðal annars valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar 2014, var fjórum sinnum stigahæsti maður deildarinnar og komst fimm sinnum í úrvalslið NBA-deildarinnar í þjálfaratíð Scott Brooks hjá liðinu. Kevin Durant er með lausan samning í sumar en þá rennur fimm ára samningur hans út við Oklahoma City Thunder. Durant fékk meira en 20 milljónir dollara fyrir lokaárið sitt eða 2,5 milljarða íslenskra króna. Durant hefur einnig verið orðaður við Golden State Warriors og það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvar þessi frábæri leikmaður spilar í NBA-deildinni næsta vetur. NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Scott Brooks verður næsti þjálfari NBA-liðsins Washington Wizards en hann hefur gengið frá fimm ára samningi við félagið. Washington Wizards borgar Scott Brooks samtals 35 milljónir dollara fyrir þessi fimm ár eða meira 4,3 milljarða íslenskra króna. ESPN sagði frá. Brooks tekur við af Randy Wittman sem var rekinn eftir tímabilið þar sem Washington Wizards vann jafnmarga leiki (41) og það tapaði á tímabilinu og komst ekki í úrslitakeppnina. Scott Brooks er fyrrum þjálfari Oklahoma City Thunder en hann vann 338 af 545 leikjum með liðinu á árunum 2008 til 2015 sem gerir 62 prósent sigurhlutfall og er besta sigurhlutfall þjálfara sem hefur aldrei unnið NBA-titilinn. Margir líta líka á þessa ráðningu Washington Wizards sem fyrsta skrefið í átt að því að tæla til sín stjörnuleikmanninn Kevin Durant. Kevin Durant er frá Washington og hann átti frábær ár undir stjórn Scott Brooks hjá Oklahoma City Thunder. Kevin Durant var meðal annars valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar 2014, var fjórum sinnum stigahæsti maður deildarinnar og komst fimm sinnum í úrvalslið NBA-deildarinnar í þjálfaratíð Scott Brooks hjá liðinu. Kevin Durant er með lausan samning í sumar en þá rennur fimm ára samningur hans út við Oklahoma City Thunder. Durant fékk meira en 20 milljónir dollara fyrir lokaárið sitt eða 2,5 milljarða íslenskra króna. Durant hefur einnig verið orðaður við Golden State Warriors og það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvar þessi frábæri leikmaður spilar í NBA-deildinni næsta vetur.
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira