Enski boltinn

Hogdson reiknar ekki með að Rashford fari á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, segir ólíklegt að ungstirnið Marcus Rashford verði valin í EM-hóp Englands í vor.

Rashford hefur skorað sjö mörk í alls þrettán leikjum með Manchester United en hann spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði félagsins í febrúar.

Hogdson segir að honum þykir mikið til hans koma en að það væri ólíklegt að hann fari með til Frakklands.

„Ég held að það væri afar djörf ákvörðun,“ sagði Hogdson. „Ég ætla þó ekki að afskrifa hann. En ég tel að ef ég myndi velja hann þá væri ég að skilja annan eftir sem væri búinn að gera meira til að eiga skilið að verða valinn.“

„En það er aldrei að vita. Staðreyndin er sú að það er erfitt að fullyrða að hann væri ekki tilbúinn. Ég er viss um að hann sé tilbúinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×