Erlent

Xi tekur sér vald yfir hernum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Xi Jinping, forseti Kína.
Xi Jinping, forseti Kína. Nordicphotos/AFP
Xi Jinping, forseti Kína, hefur tekið sér yfirvald yfir kínverska hernum. Frá þessu greindu ríkisfjölmiðlar Kína í gær. Mun Xi þá vera æðsti yfirmaður hersins og stýra ráði tólf annarra háttsettra herforingja.

Valdfærslan er hluti umfangsmestu breytinga á kínverska hernum frá sjötta áratug síðustu aldar. Auk hennar verður stofnuð stjórnstöð þar sem allir hlutar hersins koma saman, landher, sjóher og flugher, líkt og er til staðar í Bandaríkjunum.

Markmiðið með breytingunum segir Xi vera að styrkja her kínverja og að gera hann nútímalegri. Xi hefur einnig ákveðið að fækka hermönnum um 300 þúsund svo hermenn verði alls um tvær milljónir. Þá hefur hann skorið niður um fjórar herforingjastöður. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. apríl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×