Þarf spretthörku til að sigra Ólaf Ragnar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. apríl 2016 07:00 Ólafur gefur kost á sér til embættis forseta í sjötta sinn. Fréttablaðið/Anton Brink Fullyrða má að við tilkynningu Ólafs Ragnars Grímssonar um að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri sem forseti Íslands í sjötta sinn hafi hrikt í stoðum íslenskra stjórnmála. Þegar hefur fjöldi fólks tilkynnt um forsetaframboð en fimmtán manns höfðu tilkynnt um framboð áður en að Ólafur tilkynnti um sitt framboð. Í kjölfarið hættu tveir við framboðið, Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður. Þá hafa fleiri einstaklingar verið orðaðir við framboð og hafa legið undir feldi vegna þessa. Meðal þeirra eru Linda Pétursdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri, og Bergþór Pálsson söngvari. Þau hafa bæði ákveðið að bjóða sig ekki fram en tilkynningar þeirra komu fram eftir að Ólafur tilkynnti um sitt framboð. Bergþór Pálsson segir að framboð Ólafs hafi að hluta til haft áhrif á það að hann ákvað að bjóða sig ekki fram. „Sitjandi forseti hefur gríðarlegt forskot í kosningum og Ólafur Ragnar hefur ekkert verið að skandalísera í embætti þannig að fólk þarf ekkert að koma honum frá þess vegna. Hann hefur að mörgu leyti staðið sig vel í embætti og margir eru ánægðir með hann.“ Bergþór segir að með tilkomu Ólafs í kosningabaráttuna virðist stefna í einvígi á milli hans og Andra Snæs Magnússonar. Sigrún Stefánsdóttir, forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri, var byrjuð að undirbúa framboð. Hún er ekki búin að taka ákvörðun um hvort hún fari fram eftir tilkynningu Ólafs. „Eftir þetta útspil í fyrradag þá ákvað ég að minnsta kosti að leyfa þeim stormi að ganga yfir en ætla ekki að loka neinum dyrum á þessum tímapunkti.“Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.Vigfús Bjarni Albertsson er einn þeirra sem mældust ágætlega í skoðanakönnunum en hann dró einnig framboð sitt til baka. Honum þykir forsendur kosninganna hafa breyst. „Mér finnst staðan vera orðin þannig að þetta séu orðnar pólitískar kosninga,“ segir hann. „Ég var ekki tilbúinn til að taka þátt í því. Mér finnst umræðan hafa verið sett á þann stað að þetta sé orðin pólitísk umræða og um það hver sé ómissandi,“ segir hann en honum þótti það erfitt að hætta við. Guðmundur Franklín Jónsson var búinn að tilkynna um framboð en dró það til baka sama dag og Ólafur ákvað að gefa kost á sér til endurkjörs. „Hann er mjög vinsæll enn þá og ég vissi það alveg að það væri erfitt að sigra sitjandi forseta,“ segir hann. Guðmundur fann fyrir því þegar hann safnaði undirskriftum til stuðnings framboði sínu var lítið um það að fólk vildi breytingar. „Ég myndi segja að þrír af hverjum fjórum sem maður talaði við vildu hafa Ólaf áfram,“ segir Guðmundur sem kveðst ánægður með framboð Ólafs enda hafi hann lagt upp með svipaðar áherslur. „Tíðindi mánudagsins gerbreyttu landslaginu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sem tilkynnir síðar í vikunni hvort hann muni gefa kost á sér til. Hann segir Ólaf hafa gerbreytt forsendum kosninganna. „Með því að sitjandi forseti gefi kost á sér er stóra breytingin. Sitjandi forseti hefur svo svakalegt forskot á aðra og menn verða að vera svo svakalega sprettharðir til að vinna upp forskotið,“ segir segir Guðni Th. Jóhannesson. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana Sjá meira
Fullyrða má að við tilkynningu Ólafs Ragnars Grímssonar um að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri sem forseti Íslands í sjötta sinn hafi hrikt í stoðum íslenskra stjórnmála. Þegar hefur fjöldi fólks tilkynnt um forsetaframboð en fimmtán manns höfðu tilkynnt um framboð áður en að Ólafur tilkynnti um sitt framboð. Í kjölfarið hættu tveir við framboðið, Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður. Þá hafa fleiri einstaklingar verið orðaðir við framboð og hafa legið undir feldi vegna þessa. Meðal þeirra eru Linda Pétursdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri, og Bergþór Pálsson söngvari. Þau hafa bæði ákveðið að bjóða sig ekki fram en tilkynningar þeirra komu fram eftir að Ólafur tilkynnti um sitt framboð. Bergþór Pálsson segir að framboð Ólafs hafi að hluta til haft áhrif á það að hann ákvað að bjóða sig ekki fram. „Sitjandi forseti hefur gríðarlegt forskot í kosningum og Ólafur Ragnar hefur ekkert verið að skandalísera í embætti þannig að fólk þarf ekkert að koma honum frá þess vegna. Hann hefur að mörgu leyti staðið sig vel í embætti og margir eru ánægðir með hann.“ Bergþór segir að með tilkomu Ólafs í kosningabaráttuna virðist stefna í einvígi á milli hans og Andra Snæs Magnússonar. Sigrún Stefánsdóttir, forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri, var byrjuð að undirbúa framboð. Hún er ekki búin að taka ákvörðun um hvort hún fari fram eftir tilkynningu Ólafs. „Eftir þetta útspil í fyrradag þá ákvað ég að minnsta kosti að leyfa þeim stormi að ganga yfir en ætla ekki að loka neinum dyrum á þessum tímapunkti.“Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.Vigfús Bjarni Albertsson er einn þeirra sem mældust ágætlega í skoðanakönnunum en hann dró einnig framboð sitt til baka. Honum þykir forsendur kosninganna hafa breyst. „Mér finnst staðan vera orðin þannig að þetta séu orðnar pólitískar kosninga,“ segir hann. „Ég var ekki tilbúinn til að taka þátt í því. Mér finnst umræðan hafa verið sett á þann stað að þetta sé orðin pólitísk umræða og um það hver sé ómissandi,“ segir hann en honum þótti það erfitt að hætta við. Guðmundur Franklín Jónsson var búinn að tilkynna um framboð en dró það til baka sama dag og Ólafur ákvað að gefa kost á sér til endurkjörs. „Hann er mjög vinsæll enn þá og ég vissi það alveg að það væri erfitt að sigra sitjandi forseta,“ segir hann. Guðmundur fann fyrir því þegar hann safnaði undirskriftum til stuðnings framboði sínu var lítið um það að fólk vildi breytingar. „Ég myndi segja að þrír af hverjum fjórum sem maður talaði við vildu hafa Ólaf áfram,“ segir Guðmundur sem kveðst ánægður með framboð Ólafs enda hafi hann lagt upp með svipaðar áherslur. „Tíðindi mánudagsins gerbreyttu landslaginu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sem tilkynnir síðar í vikunni hvort hann muni gefa kost á sér til. Hann segir Ólaf hafa gerbreytt forsendum kosninganna. „Með því að sitjandi forseti gefi kost á sér er stóra breytingin. Sitjandi forseti hefur svo svakalegt forskot á aðra og menn verða að vera svo svakalega sprettharðir til að vinna upp forskotið,“ segir segir Guðni Th. Jóhannesson. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana Sjá meira