Segir tillögu ríkisstjórnarinnar ekki ganga nógu langt Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2016 14:43 Starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar á að skila tillögum í lok júní um aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn skattaundaskotum og nýtingu skattaskjóla. Formaður Vinstri grænna segir tillöguna ekki ganga nógu langt. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær, að tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra að skipa sérstakan starfshóp til að gera tillögur að breytingum á lögum, reglugerðum eða verklagsreglum sem saman myndi aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla almennt. Starfshópurinn skili tillögum sínum eigi síðar en hinn 30. júní. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni segir að fjármálaráðuneytið hafinú þegar gert þeim embættum sem fara með skattframkvæmd, eftirlit, rannsóknir og innheimtu ljóst að það sé reiðubúið til viðræðna um ráðstafanir til að þau geti komist yfir sem fyllstar upplýsingar um eignir þeirra sem eru framtalsskyldir eru hér á landi í skattaskjólum. Ríkur vilji sé til að tryggja að embættin séu þess megnug að vinna úr þeim upplýsingum. Á það bæði við um úrvinnslu þeirra gagna sem þegar hafa verið keypt og önnur gögn sem mögulegt yrði að afla.Vill skipa nefnd sérfræðinga Í tilkynningunni segir að fjármálaráðuneytið undirbúi nú sérstakt mat á umfangi fjármagnstilfærslna og undanskota á aflandssvæðum og muni það nýtast til að áætla tekjutap hins opinbera af slíkri starfsemi um leið og fjárhagsleg þýðing þess að unnið sé gegn undanskotum verði staðfest. Mælt var fyrir þingsályktun Vinstri grænna á Alþingi í gær þar sem lagt er til að forseti Alþingis skipi rannsóknarnefnd á umfangi og eðli skattaskjóla og söfnun upplýsinga um Íslendinga í þeim. Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins segir aðgerðir fjármálaráðherra að hluta til rúmast innan tillögu Vinstri grænna. „En hún er auðvitað víðfemari og snýst um að Alþingi taki málið sérstaklega fyrir og skipi nefnd sérfræðinga á þessu sviði til þess að rannsaka umsvifin og áhrifin á samfélagið. Það er mikilvægur þáttur í þessu því að þessi umræða um skattaskjólin snýst ekki bara um skattaundaskot - hún snýst líka um þau skaðlegu áhrif sem þau hafa á innlent viðskiptalíf og innlenda samkeppni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir Alþingi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Sjá meira
Starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar á að skila tillögum í lok júní um aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn skattaundaskotum og nýtingu skattaskjóla. Formaður Vinstri grænna segir tillöguna ekki ganga nógu langt. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær, að tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra að skipa sérstakan starfshóp til að gera tillögur að breytingum á lögum, reglugerðum eða verklagsreglum sem saman myndi aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla almennt. Starfshópurinn skili tillögum sínum eigi síðar en hinn 30. júní. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni segir að fjármálaráðuneytið hafinú þegar gert þeim embættum sem fara með skattframkvæmd, eftirlit, rannsóknir og innheimtu ljóst að það sé reiðubúið til viðræðna um ráðstafanir til að þau geti komist yfir sem fyllstar upplýsingar um eignir þeirra sem eru framtalsskyldir eru hér á landi í skattaskjólum. Ríkur vilji sé til að tryggja að embættin séu þess megnug að vinna úr þeim upplýsingum. Á það bæði við um úrvinnslu þeirra gagna sem þegar hafa verið keypt og önnur gögn sem mögulegt yrði að afla.Vill skipa nefnd sérfræðinga Í tilkynningunni segir að fjármálaráðuneytið undirbúi nú sérstakt mat á umfangi fjármagnstilfærslna og undanskota á aflandssvæðum og muni það nýtast til að áætla tekjutap hins opinbera af slíkri starfsemi um leið og fjárhagsleg þýðing þess að unnið sé gegn undanskotum verði staðfest. Mælt var fyrir þingsályktun Vinstri grænna á Alþingi í gær þar sem lagt er til að forseti Alþingis skipi rannsóknarnefnd á umfangi og eðli skattaskjóla og söfnun upplýsinga um Íslendinga í þeim. Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins segir aðgerðir fjármálaráðherra að hluta til rúmast innan tillögu Vinstri grænna. „En hún er auðvitað víðfemari og snýst um að Alþingi taki málið sérstaklega fyrir og skipi nefnd sérfræðinga á þessu sviði til þess að rannsaka umsvifin og áhrifin á samfélagið. Það er mikilvægur þáttur í þessu því að þessi umræða um skattaskjólin snýst ekki bara um skattaundaskot - hún snýst líka um þau skaðlegu áhrif sem þau hafa á innlent viðskiptalíf og innlenda samkeppni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir
Alþingi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Sjá meira