Krefjast nærri sextíu prósenta hækkunar Snærós Sindradóttir skrifar 30. apríl 2016 07:00 Flugumferðarstjórum hefur fækkað mjög lítið síðastliðin ár þrátt fyrir að flugumferð hafi margfaldast á sama tíma. Nú fara þeir fram á verulegar launahækkanir. Vísir/Vilhelm Krafa flugumferðarstjóra í launadeilu sinni við Isavia er um nærri sextíu prósenta hækkun launa á næstu þremur árum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þetta ástæða þess að ekkert þokast í deilunni og langt er í næsta fund. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að nú þegar séu meðallaun flugumferðarstjóra um ein milljón króna á mánuði, án yfirvinnu. Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október 2015. Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hófst 6. apríl síðastliðinn. Röskun á flugi hefur verið töluverð en ekkert áætlunarflug var um Keflavíkurflugvöll á milli níu að kvöldi og sjö að morgni aðfaranótt föstudags. Á fimmtudag sendi stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar harðorða ályktun gegn yfirvinnubanni flugumferðarstjóra. „Það gengur ekki upp að fámennir hópar launþega geti valdið jafn miklum vandræðum og haft ferðaþjónustuna og samgöngur til og frá landinu í hendi sér í kjarabaráttu sinni,“ segir í ályktuninni. Þá segir: „Ímynd og orðspor Íslands sem áfangastaður fyrir ferðamenn er í húfi og mikilvægt að stöðugleiki ríki í samgöngum. Þá verður að eyða allri óvissu fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn alla hið fyrsta.“ Í samtali við Fréttablaðið þann 12. apríl síðastliðinn sagði Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, stéttina standa frammi fyrir miklum landflutningum. Flugumferð hafi aukist um áttatíu prósent á meðan lítið hafi fjölgað í stéttinni. „Við erum fastir í klóm yfirvinnu og sjáum varla fjölskylduna yfir sumarið,“ sagði Sigurjón. Þá kom fram að félagið hefði látið gera samanburð á launum í 24 löndum og komist að þeirri niðurstöðu að íslenskir flugumferðarstjórar hefðu fimmta lakasta kaupmáttinn. Skúli Mogensen, forstjóri flugfélagsins WOW air, sagði í samtali við Vísi á fimmtudag að það væri umhugsunarefni þegar ein stétt getur nánast lokað landinu. Flugumferðarstjórar hafa boðað til þjálfunarbanns sem hefjast á sjötta maí næstkomandi. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að vísa banninu til Félagsdóms. Enginn fundur er boðaður í kjaradeilunni fyrir 6. maí. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið. 28. apríl 2016 16:08 Skúli Mogensen: Varhugavert ef starfsstétt nánast lokar landinu Flugumferðarstjórar í verkfalli. 28. apríl 2016 17:04 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Krafa flugumferðarstjóra í launadeilu sinni við Isavia er um nærri sextíu prósenta hækkun launa á næstu þremur árum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þetta ástæða þess að ekkert þokast í deilunni og langt er í næsta fund. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að nú þegar séu meðallaun flugumferðarstjóra um ein milljón króna á mánuði, án yfirvinnu. Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október 2015. Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hófst 6. apríl síðastliðinn. Röskun á flugi hefur verið töluverð en ekkert áætlunarflug var um Keflavíkurflugvöll á milli níu að kvöldi og sjö að morgni aðfaranótt föstudags. Á fimmtudag sendi stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar harðorða ályktun gegn yfirvinnubanni flugumferðarstjóra. „Það gengur ekki upp að fámennir hópar launþega geti valdið jafn miklum vandræðum og haft ferðaþjónustuna og samgöngur til og frá landinu í hendi sér í kjarabaráttu sinni,“ segir í ályktuninni. Þá segir: „Ímynd og orðspor Íslands sem áfangastaður fyrir ferðamenn er í húfi og mikilvægt að stöðugleiki ríki í samgöngum. Þá verður að eyða allri óvissu fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn alla hið fyrsta.“ Í samtali við Fréttablaðið þann 12. apríl síðastliðinn sagði Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, stéttina standa frammi fyrir miklum landflutningum. Flugumferð hafi aukist um áttatíu prósent á meðan lítið hafi fjölgað í stéttinni. „Við erum fastir í klóm yfirvinnu og sjáum varla fjölskylduna yfir sumarið,“ sagði Sigurjón. Þá kom fram að félagið hefði látið gera samanburð á launum í 24 löndum og komist að þeirri niðurstöðu að íslenskir flugumferðarstjórar hefðu fimmta lakasta kaupmáttinn. Skúli Mogensen, forstjóri flugfélagsins WOW air, sagði í samtali við Vísi á fimmtudag að það væri umhugsunarefni þegar ein stétt getur nánast lokað landinu. Flugumferðarstjórar hafa boðað til þjálfunarbanns sem hefjast á sjötta maí næstkomandi. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að vísa banninu til Félagsdóms. Enginn fundur er boðaður í kjaradeilunni fyrir 6. maí.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið. 28. apríl 2016 16:08 Skúli Mogensen: Varhugavert ef starfsstétt nánast lokar landinu Flugumferðarstjórar í verkfalli. 28. apríl 2016 17:04 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið. 28. apríl 2016 16:08
Skúli Mogensen: Varhugavert ef starfsstétt nánast lokar landinu Flugumferðarstjórar í verkfalli. 28. apríl 2016 17:04
Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48