Erlent

Segir 90 prósent borgarinnar enn standandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Níutíu prósent bygginga í borginni Fort McMurray í Kanda er enn standandi. Þrátt fyrir skógareldar hafi herjað á borgina og íbúa hennar í viku. Um 88 þúsund íbúar voru fluttir á brott við mjög erfiðar kringumstæður á einungis nokkrum klukkustundum.

Rachel Notley, ríkisstjóri Alberta, heimsótti borgina í dag, en hún segir kraftaverk að tekist hafi að koma öllum í skjól. Jafnframt sé það einnig magnað að slökkviliðsmönnum og öðrum viðbragðsaðilum hafi tekist að bjarga svo stórum hluta borgarinnar.

Um 200 byggingar brunnu en hundruð annar sluppu. Þar á meðal sjúkrahús Fort McMurray og flestir skólar borgarinnar.

Þrátt fyrir að eldarnir séu nú farnir fram hjá borginni logar enn gífurlegt bál austur af Fort McMurray. Mikil vinna er fyrir höndum að koma rafmagni, gasi og vatni aftur á og íbúar geta ekki snúið aftur fyrr en eftir minnst tvær vikur.

Minnst 200 þúsund hektarar af skóglendi hefur brunnið til kaldra kola. Um 700 slökkviliðsmenn berjast gegn eldunum.


Tengdar fréttir

Úrhellisrigningar er þörf

Illa gengur að ráða niðurlögum gríðarlegra skógarelda sem lagt hafa bæinn Fort McMurray í Alberta í Kanada nánast í rúst. Úrhellisringingar er þörf í baráttunni við eldhafið en engin slík ofankoma er í kortunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×