Erlent

Krafa um rannsókn á Brasilíuforseta ógild

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Það eru blikur á lofti fyrir Dilmu Rousseff brasilíuforseta.
Það eru blikur á lofti fyrir Dilmu Rousseff brasilíuforseta. Vísir/Getty
Mikil óvissa ríkir nú í brasilískum stjórnmálum eftir að neðri deild þingsins ákvað að ógilda þá kosningu sem fram fór í þinginu í síðasta mánuði um að hefja rannsókn gegn Dilmu Rousseff forseta landsins vegna efnahagslegs hneykslismáls. Um málið var kosið eftir gífurleg mótmæli um allt landið og vonuðust andstæðingar hennar til þess að hún myndi hrökklast frá völdum.

Næsta skref í því að koma Dilmu frá völdum hefði verið þegar öldungaþingið átti að taka afstöðu hvort hefja ætti rannsókn í málinu. Talið var nær öruggt að meirihluti væri í öldungaþinginu til þess að halda málinu áfram og hefja réttarhöld. Nú er ekki vitað hvort málið muni rata fyrir öldungaþingið eður ei.

Ef til réttarhalda kæmi myndi Rousseff þurfa að stíga til hliðar á meðan á þeim stæði og þá tæki Michel Temer varaforseti við embættinu á meðan.


Tengdar fréttir

Málshöfðun blasir við Rousseff

Erfitt efnahagsástand og risastórt hneykslismál hafa orðið til þess að Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, virðist vera í þann mund að missa embættið.

Allar líkur á að Roussef verði sótt til saka

Neðri deild brasilíska þingsins hefur samþykkt með auknum meirihluta, eða tveimur þriðju hluta atkvæða, að hefja vinnu við að sækja sitjandi forseta landsins, Dilmu Rousseff til saka fyrir að fegra ríkisbókhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×