Erlent

Faymann hættir sem kanslari Austurríkis

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Werner Faymann ákvað að segja af sér eftir að hafa misst stuðning flokks síns.
Werner Faymann ákvað að segja af sér eftir að hafa misst stuðning flokks síns. Vísir/Getty
Werner Faymann, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að hætta þar sem ljóst er að hann hafi misst traust flokks síns. Faymann reis til valda á meðal jafnaðarmanna í Austurríki árið 2008 en hefur verið gagnrýndur harðlega af flokki sínum frá því að hægri menn unnu fyrstu stórsigur í fyrstu lotu forsetakosninganna þar.

Eftirmaður hans verður Reinhold Mitterlehner sem starfað hefur sem aðstoðar kanslari. Áætlað er að hann muni taka við embætti kanslara tímabundið eða þar til að næsta flokksþingi. Líklegt þykir að Michael Haeupl komi til með að sigra þegar flokkurinn kýs sér nýjan kanslara.

Afsögn Faymann kom nokkuð á óvart í Austurríki en hann hefur verið gagnrýndur fyrir að ná ekki að minnka atvinnuleysi og afstöðu hans til straums flóttafólks inn í landið. Í fyrra tók Austurríki á móti 90 þúsund flóttamönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×