Erlent

Duterte líklega næsti forseti Filippseyja

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Duterte með kosningarseðilinn við hönd en honum er spáð sigri í forsetakosningunum.
Duterte með kosningarseðilinn við hönd en honum er spáð sigri í forsetakosningunum. Vísir/Getty
Allt útlit er fyrir að Rodrigo Duterte, fyrrum borgarstjóri Davao, verði næsti forseti Filippseyja. Kosningunum er lokið en ekki er búið að telja atkvæðin. En samkvæmt útgönguspám er talið að Duterte fari með sigur.

Hann hefur verið kallaður „refsarinn“í fjölmiðlum þar vegna stuðning sinn við dauðarefsingar á glæpamönnum.

Duterte er 71 árs gamall og er þekktur fyrir að mikla harðneskju í tali og gjörðum. Á meðan á kosningabaráttunni stóð montaði hann sig meðal annars af viagra-notkun sinni og gantaðist með að hafa eitt sinn nauðgað trúboða. Á þeim 20 árum sem hann var borgarstjóri er hann talinn hafa sent um 1000 glæpamenn fyrir aftökusveitir.

The Guardian fjallar ítarlega um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×