Erlent

Cameron segir aðskilnað frá ESB ógna friði

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Johnston og Cameron eru andstæðingar hvað varðar áframhaldandi aðild í ES.
Johnston og Cameron eru andstæðingar hvað varðar áframhaldandi aðild í ES. Vísir/Getty
David Cameron forsætisráðherra Breta varar landa sína við því að slíta sig frá Evrópusambandinu í komandi þjóðarkosningu um áframhaldandi aðild. Kosningin fer fram eftir sex vikur og segir Cameron að fari svo að meirihluti Breta kjósi að yfirgefa Evrópusambandið gæti það raskað friði á milli Evrópulanda. Það sé ekki áhætta sem sé þess virði að leika sér með.

Aðskilnaðarsinnar segja að þetta mat forsætisráðherrans sé rangt, þar sem það sé NATO en ekki Evrópusambandið sem verndi Bretland hernaðarlega.

Þrátt fyrir að Cameron sjálfur sé fylgjandi áframhaldandi veru í Evrópusambandinu segir hann sjálfsagt að halda kosningu um aðildina þar sem það gangi ekki að þvinga þegna sjálfstæðs fullveldisríkis til þess að vera í alþjóðlegu sambandi gegn þeirra vilja.

Aðskilnaðarsinnar, sem kalla sig Vote Love, fengu nýverið góðan liðsstyrk á dögunum en fyrrum borgarstjórinn Boris Johnson hefur nú bæst í herbúðir þeirra og hafið að tala opinberlega með aðskilnaði.

Vefur BBC fjallar ítarlega um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×