Erlent

Yfir sjötíu létust í umferðarslysi í Afganistan

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fjölmargir voru fluttir á sjúkrahús með alvarleg brunasár.
Fjölmargir voru fluttir á sjúkrahús með alvarleg brunasár. vísir/afp
Að minnsta kosti 73 létust og 50 slösuðust þegar tvær rútur og olíubíll lentu í árekstri á þjóðvegi í austurhluta Afganistans í morgun. Áreksturinn varð á vegi sem tengir höfuðborgina, Kabúl, við borgina Kandahar í suðurhluta landsins.

Mikill eldur kom upp í ökutækjunum þremur og létust flestir hinna látnu af völdum brunasára. Yfirmaður umferðardeildar í Afganistan segir að slysið megi rekja til gáleysislegs aksturs ökumannanna.

Umferðarslys eru algeng í Afganistan en ástandi vega í landinu er mjög ábótavant.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×