Erlent

Fyrsti músliminn sem verður borgarstjóri í Evrópu

Birta Björnsdóttir skrifar
Sadiq Khan verður næstu borgarstjóri Lundúnaborgar eftir afgerandi sigur í kosningunum í gær. Khan, sem er frambjóðandi Verkamannaflokksins, hlaut 57% greiddra atkvæða á meðan keppinautur hans, Zac Goldsmith, frambjóðandi Íhaldsflokksins, hlaut 43% atkvæða.

Aldrei hefur embættismaður náð kjöri með jafn mikið fylgi og Kahn í stjórnmálasögu Bretlands. Sigur hans bindur enda á átta ára valdatíð íhaldsflokksins í ráðhúsinu undir stjórn Boris Johnson.

Kahn verður þriðji borgarstjóri Lundúna. Hann er þingmaður og fyrr­ver­andi ráðherra Verka­manna­flokks­ins.

Foreldrar hans eru pakistanskir innflytjendur, móðir hans er saumakona og faðir hans strætóbílstjóri. Kahn er einn átta barna þeirra og verður fyrsti múslim­inn til að gegna embætti borg­ar­stjóra í evr­ópskr­i höfuðborg­.

„Ég er stoltur og hreykinn af mörgu. Ég er yfir mig stoltur af að vera íslamstrúar. Ég er mjög stoltur af að vera frá Suður-Lundúnum. Ég er stoltur af að vera faðir, eiginmaður og langþjáður aðdáandi Liverpool, af asískum uppruna og af pakistönskum ættum. Við erum öll af ólíkum uppruna og ein ástæða þess að Lundúnir er merkasta borg veraldar er að maður getur verið sá sem maður er," sagði nýkjörinn borgarstjóri í London.

Reiknað var með að Verkamannaflokkurinn fengi slæma útreið í kosningunum sem yrði prófsteinn á stöðu Jeremy Corbyn, formanns flokksins. Stjórnmálaskýrendur telja að Corbyn hafi rétt sloppið fyrir horn eftir góðan árangur flokksins í London og Wales þó að hann hafi goldið afhroð í Skotlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×