Erlent

Óttast að skógareldarnir tvöfaldist á næsta sólarhring

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ekkert lát er á skógareldunum í Kanada. Óttast er að þeir muni breiða enn frekar úr sér.
Ekkert lát er á skógareldunum í Kanada. Óttast er að þeir muni breiða enn frekar úr sér. vísir/epa
Ekkert lát er á skógareldunum í Alberta í Kanada. Eldarnir brenna á stóru svæði og óttast er að þeir muni breiða enn frekar úr sér, jafnvel tvöfaldast að stærð, á næsta sólarhring. Veður hefur verið óhagstætt og slökkvistarf því gengið illa. Heitt er í veðri, þurrt og mikill vindur.

Eldarnir loga suður af bænum Fort McMurray. Hátt í níutíu þúsund íbúum bæjarins var gert að yfirgefa heimili sín í vikunni en rýmingaraðgerðin var ein sú stærsta í í sögu Alberta-héraðs. Hluti bæjarins hefur þegar brunnið til kaldra kola, en engin slys hafa orðið á fólki.

Neyðarástand ríkir í héraðinu. Yfir eitt þúsund slökkviliðsmenn eru að störfum og notast er við 150 þyrlur og 27 flugvélar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×