Garðar Örn segist vera endanlega hættur: „Hreinlega grét ég af reiði“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. maí 2016 13:00 Garðar birti mynd af flautu á hillu á Facebook-síðu sinni. vísir Einn allra reyndasti dómari landsins Garðar Örn Hinriksson hefur lagt flautuna á hilluna en hann tilkynnir þetta í langri og ítarlegri stöðufærslu á Facebook. Hann hefur dæmt í efstu deild í knattspyrnu frá árinu 1998, en hann tók sér hlé frá árinu 2010-11. Garðar Örn hefur verið að glíma við meiðsli og gat því ekki tekið þolpróf fyrir tímabilið og hefur nú ákveðið að hætta, og það endanlega. Hér að neðan má lesa langa færslu Garðars þar sem hann fer yfir ferilinn: Í 3572 orðum...Árið er 1989. Ísland lenti í neðsta sæti í Eurovision sönglagakeppninni með 0 stig. Einn af alræmdustu raðmorðingjum í sögu Bandaríkjanna, Ted Bundy, var tekinn af lífi. Ísland varð heimsmeistari B-liða í handbolta. Fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar í Kína áttu sér stað. KA varð Íslandsmeistari í knattspyrnu karla í fyrsta sinn. Ayatollah Khomeini dæmdi rithöfundinn Salman Rushdie til dauða fyrir skrif sín í bókinni The Satanic Verses. Berlínarmúrinn féll. Deng Xiaoping sagði af sér sem leiðtogi Kína. Rúmenski einræðisherrann Nicolae Ceausescu var tekinn af lífi ásamt eiginkonu sinni. Hinn heimsþekkti listmálari, Salvador Dalí, lést. Leikkonan Bette Davis lést einnig þetta ár. Leikarinn Daniel Radcliffe, sem og söngkonan Taylor Swift og knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, fæddust. Og ég... tók knattspyrnudómaraprófið.Já, það er eins og það hafi gerst í gær þegar ég sat fyrir framan fyrrum stórdómarana, Eystein Guðmundsson og Eyjólf Ólafsson, og svaraði munnlegum spurningum þeirra í knattspyrnudómaraprófinu. Ég man alltaf eftir einni spurningunni sem hljóðaði svo, „Má skora beint úr upphafsspyrnu?“. Ég svaraði með já-i en fékk tvö nei beint í andlitið. Ekki svo mörgum árum síðar var þessu breytt og hefði ég fengið rétt fyrir þetta svar aðeins nokkrum árum síðar. En hvað um það... dómaraferillinn minn hófst löglega árið 1989. Ég segi löglega vegna þess að nokkrum árum áður hafi ég reynt aðeins fyrir mér sem aðallega aðstoðardómari (þá hét það víst línuvörður) en náði þó að flauta einn leik.Árið var líklega 1985. Er ekki alveg viss en finnst það líklegra en árin 1984 eða 1986. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvað kom þessu öllu af stað. Líklega var það pabbi sem kom þessu af stað. Á þessum árum tók hann unglingadómaraprófið og var að dæma hjá okkur krökkunum ásamt Jóa heitnum, Jóhanni Þórðarsyni (sem er eini dómarinn sem hefur gefið mér gult spjald), og líklega hefur það smitað unga ljóshærða Stokkseyringinn sem var síðan boðið það einn góðan veðurdag að hlaupa um sem aðstoðardómari í yngri flokkunum. Ég fékk að taka þátt í mörgum leikjum og þarna fann ég mig virkilega vel. Þetta var málið. Ég ætlaði að gerast knattspyrnudómari.Eini leikurinn sem ég dæmdi áður en ég varð löglegur knattspyrnudómari kom svo um vorið árið 1987. Leikur á milli Stokkseyrarskóla og Eyrarbakkaskóla. Ég var reyndar búinn að gíra mig upp í leikinn þegar bróðir Jóa heitins, Elvar Þórðarson listmálari, leikfimiskennari, teiknikennari og smíðakennari, kom til mín með flautuna og bað mig um að dæma leikinn. Kannski nennti hann því ekki sjálfur í enn eitt skiptið eða hann sá eitthvað efni í stráknum sem tók brosandi við flautunni og dæmdi leikinn sem Stokkseyri vann 1-0. Eitthvað voru Eyrbekkingarnir ósáttir og eltu mig allir sem einn inn í skóla en það var allt í góðu og endaði vel. Síðan gerðist ekkert í tvö ár.Ég flutti frá Stokkseyri til Reykjavíkur árið 1987. Ætlaði reyndar að byrja að æfa fótbolta þegar til borgarinnar kæmi. Pabbi er, eins og kannski mjög margir vita, mikill KR-ingur og fór svo að ég fór á æfingu hjá KR. Ég fór á heilar tvær æfingar hjá 2.fl KR og þar voru engir tittir að æfa þegar ég mætti á æfingarnar tvær. Sjálfur Rúnar Kristinsson var þarna, sem og Þormóður Egilsson, og sjálfur Pétur Pétursson var þjálfari. Þess má geta að ég náði að skora eitt stórglæsilegt mark á annari æfingunni sem var mikið fagnað af þeim sem urðu vitni að. En ég var ekki að finna mig í fótboltanum lengur. Hugurinn og hjartað kölluðu á dómaraflautuna eins furðulegt og það hljómar eflaust í hugum einhverra.Á hæðinni fyrir ofan mig þegar við fjölskyldan fluttumst til Reykjavíkur bjuggu Steinka frænka mín og Varði, Þorvarður Björnsson heitinn, þáverandi milliríkjadómari og dómari í efstu deild karla í knattspyrnu. Það má eiginlega segja að Varði hafi ýtt mér óafvitandi síðasta spölinn í að verða dómari, sem ég svo varð tveimur árum síðar. Að búa á hæðinni fyrir neðan milliríkja- og efstudeildardómara gaf mér vel undir fótinn og þetta vildi ég verða, verða eins og pabbi og Varði. Minnistæðasti leikurinn sem ég sá Varða dæma var bikarúrslitaleikur Vals og KR árið 1990 og þurfti þá tvo leiki til að skera úr um hvort liðið ynni titilinn ef fyrri leikurinn endaði með jafntefli. Fyrri leikurinn endaði með jafntefli og þurfti því að spila annan leik og dæmdi Varði hann líka. Varði meiddist í þeim leik og það vildi svo skemmtilega til að tengdafaðir minn, ekki þó þáverandi, Guðmundur Stefán Maríasson, tók við af honum. Ég náði því miður að dæma aðeins einn leik með Varða en það var árið 1993 sem var hans síðasta ár sem knattspyrnudómari.Árið 1989 tók ég svo dómaraprófið eins og komið hefur komið fram og minn fyrsti leikur var í 4. Flokki karla, Þróttur vs KR. Mig minnir að leikurinn hafi endað 17 eða 18 – 0 fyrir KR. Eins og markatalan gefur til kynna var þetta auðveldur leikur að dæma og mig minnir að ég hafi sjaldan þurft að nota flautuna í þessum leik, kannski sem betur fer, því minn maður fann fyrir örlitlu stressi. Eftir þennan leik varð allt mun auðveldara.Fyrstu árin ekki auðveld Fyrstu árin hjá Þrótti voru ekki auðveld fyrir verðandi skallapopparann og þau eru það líklega ekki hjá flestum ungum dómurum sem eru að taka sín fyrstu skref og var maður ekki vinsælasti maðurinn í hverfinu en það breyttist tveimur árum síðar. Það sem fáir eða engir vita er að það ár, 1991, kom fyrsta raðspjaldið svokallaða og það var ekki gult á litinn. Ég átti að vera aðstoðardómari í síðasta leik Þróttar í 2. Flokki karla þetta árið en annars flokks leik hafði ég aldrei dæmt. Einhverra hluta vegna mætti dómari þessa leiks ekki til leiks og var mér því rétt flautan. Og þetta var enginn smá leikur – Þróttur vs ÍR. Sigurvegari þessa leiks myndi vinna B riðilinn og fara upp í A riðill og því var mikið undir í þessum leik. Ég man ekki lokatölur þessa leiks en undir lokin fékk Þróttur vítaspyrnu og allt varð hreinlega vitlaust á vellinum (gamla Þróttaravellinum við Sæviðarsundið). Eftir að ég var búinn að benda á punktinn veittust þrír ÍR-ingar að mér, ýttu við mér og hrintu, köstuðu og spörkuðu í mig möl (jú, það var spilað á möl í þá daga) og áður en ég vissi af var ég búinn að raðspjalda þá alla með rauðu, það fyrsta og eina með rauðu sem vitað er um á landinu. Þróttur skoraði úr vítinu og tryggðu sér um leið sigur í B riðli og fóru upp en eftir sátu svekktir og brjálaðir ÍR-ingar sem voru ekki par hrifnir af dómaranum. Kannski einhver hafi sakað mig um heimadómgæslu en slíkt orð var og er ekki til í mínum orðabókum. Ég man að nokkrum árum síðar spurðu nokkrar Þróttarar mig hvers vegna ég dæmdi ekki meira með þeim og ástæðan var sú að þeir þurftu alltaf að kljást við heimadómgæslu þegar þeir spiluðu að heiman. Ég var og verð alltaf heiðarlegur dómari, hvort sem fólk telur að ég hafi verið slæmur eða góður dómari. Enga heimadómgæslu takk. Eftir þennan leik Þróttar gegn ÍR varð ég svo vinsælasti dómarinn í hverfinu og var valinn í fyrsta sinn af fimm skiptum að mig minnir besti dómari Þróttar árið 1991.Árin liðu og þetta var það besta sem ég vissi um, að dæma knattspyrnuleiki, og síðan árið 1994 varð ég gerður að svokölluðum D-dómara hjá knattspyrnusambandinu en D-dómarar dæmdu leiki í neðstu deild karla og kvenna. Það var algjörlega geggjað fyrir mig sem dómara að fá að dæma loksins í deildakeppni. Ég var ánægður og sá fram á það að þarna gæti ég verið næstu árin. Ég lét mig ekki einu sinni dreyma um það að verða Landsdómari, hvað þá að dæma nokkurn tímann í efstu deild karla og kvenna. Ég man að ég hitti verðandi tengdafaðir minn þarna í fyrsta sinn en hann kom til mín fyrir minn fyrsta leik sem var Leiknir vs Afturelding og hvatti mig áfram sem mér þótti vænt um enda fannst mér Guðmundur og finnst hann enn einn af okkar betri dómurum fyrr og síðar. Hvern hefði grunað það að 13 árum síðar myndi ég byrja með dóttur hans og giftast síðar.Næstum því hætturÉg var D-dómari í tvö ár en á seinna árinu var ég næstum því hættur að dæma. Kvöld eitt dæmdi ég leik í neðstu deild karla og gekk fyrri hálfleikurinn alveg prýðilega vel. Annað var í gangi í þeim seinni þar sem annað liðið, Ármann, missti haus, líklega vegna þess að þeim þótti dómarinn væntanlega lélegur, og endaði það lið í mörgum gulum og rauðum spjöldum. Þegar ég var svo búinn að flauta leikinn af héldu leiðindin áfram. Þarna var ég einn og yfirgefinn og enginn aðstoðaði mig í þeim látum sem sköpuðust eftir leik, ekki einu sinni aðstoðardómararnir. Ég var þó ekki laminn heldur fékk ég að heyra allt það versta sem er hægt að segja við fólk. Niðurlútur hélt ég heim á leið og eftir að ég var kominn heim hreinlega grét ég af reiði. Ég hef sjaldan verið eins reiður á ævinni. Að fullorðnir menn skuli hafa hagað sér svona í minn garð við mína uppáhalds iðju, þ.e. að dæma knattspyrnuleik. Ég man að ég stóð sótreiður heima á neðri hæðinni og grét. Ég var hættur. Þetta skal ég aldrei gera aftur. Ég mun aldrei dæma aftur. En þegar leið á kvöldið og reiðin farin að renna aðeins af mér hugsaði ég þetta upp á nýtt. Af hverju í ósköpunum ætti ég að láta þessa ógeðslegu menn koma í veg fyrir það sem mér þótti skemmtilegast að gera. Ég ætlaði að sýna þessum mönnum í tvo heimanna. Ég ætlaði að ná lengra en þeir í knattspyrnu. Á meðan þeir voru að skíta á sig í neðstu deild ætlaði ég mér að fara alla leið og það endaði líka þannig. Ég hélt áfram og fór alla leið og þeir ennþá að skíta á sig í neðstu deild.Það hlýtur að hafa verið í október eða nóvember árið 1995 þegar ég fékk hringinguna. Á hinum enda línunnar var Halldór B. Jónsson þáverandi formaður Dómaranefndar KSÍ. Hann tilkynnti mér það að ég væri orðinn Landsdómari sem þýddi það að ég mátti núna dæma í tveimur neðstu deildum karla, efstu deild kvenna, og mátti starfa sem aðstoðardómari í efstu deild karla, svokallaður C-Dómari. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig skallapopparanum leið þegar hann fékk þessi skilaboð. Allt í einu var ég kominn í hóp cirka 30 bestu dómara landsins og það aðeins sex árum eftir að ég tók dómaraprófið. Ég var þegar byrjaður að sýna leikmönnunum sem fengu mig næstum því til að hætta fyrr á árinu puttann.Eftirminnilegt sumarSumarið 1996, mitt fyrsta ár sem Landsdómari, var eftirminnilegt, þó aðallega síðasti leikurinn sem ég dæmdi þetta sumarið. Ég átti upphaflega að dæma leik fyrir austan fjall, Ægir vs liði sem ég man ekki hvað var lengur. En á síðustu stundu var því breytt og ég var settur á Gróttu vs Dalvík í staðinn. Sá leikur var ekki talinn eins merkilegur og leikur Ægis vs hinu liðinu og ég og annar dómari vorum því látnir skipta um leik. Sá dómari hefur greinilega verið talinn hæfari í það verkefni en sá leikur var talinn erfiðari. Mér var svo sem alveg sama. Ég fékk leik og það var nóg fyrir mig. En þvílíkur leikur sem það varð. Dalvík var búið að tryggja sér sæti í næst efstu deild þegar að þessum leik var komið. Þeir urðu þó að vinna til að vinna deildina. Grótta hinsvegar þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á því að halda sér uppi. Svo virðist sem að það hafi átt að verða „auðveldari“ leikur en þegar uppi var staðið var þetta einn erfiðasti leikur sem ég hef dæmt og er eini leikur í sögu íslenskrar knattspyrnu í Íslandsmóti í meistaraflokki til þessa sem hefur verið flautaður af vegna þess að það voru orðnir of fáir leikmenn inni á vellinum. Grótta komst í 2-0 í leiknum og allt leit vel út hjá Gróttunni. Í síðari hálfleik fór hinsvegar að síga á ógæfuhliðina hjá liðinu. Leikmenn og varamenn tóku að týnast af velli með rauð spjöld og Dalvík tókst svo að lokum að jafna leikinn. Þegar hér var komið við sögu var búið að reka einn af bekknum hjá Gróttu ásamt þremur útileikmönnum. Síðan gerist það á 84. Mínútu að Dalvík skorar og kemst þar með yfir. Við það verður allt vitlaust en Gróttumenn vildu meina að leikmaðurinn sem skoraði hefði verið rangstæður og hópuðust því að aðstoðardómara leiksins. Það endaði með því að einn útileikmaður Gróttu ásamt þjálfara liðsins sem gerði sér lítið fyrir og hljóp yfir allann völlinn til að mótmæla fengu rauða spjaldið og því var ekkert annað í stöðunni en að flauta þennan leik af. Samkvæmt reglum þess tíma bar að flauta leik af ef leikmenn væru orðnir færri en átta á vellinum.Rauði Baróninn Ári síðar var því breytt í að væru leikmenn orðnir færri en sjö yrði að slíta leik. Áhorfendur og vallarstarfsmenn veittust að mér eftir leik en enginn var laminn. Nokkru síðar hittust svo allir Landsdómarar landsins í teiti sem við höldum eftir síðustu umferð hvers árs og einmitt í því teiti fékk ég viðurnefnið Rauði Baróninn. Það var enginn annar en einn af mínum uppáhaldsdómurum, Gylfi Þór Orrason, sem kom með þetta viðurnefni en hann öskraði yfir salinn þegar ég mætti, „Nei, er þetta ekki Rauði Baróninn“. Þetta ár fékk svo einnig minn fyrsta leik sem dómari í efstu deild kvenna og minn fyrsta leik sem aðstoðardómari í efstu deild karla. Þess má geta að dómarinn sem fékk Ægisleikinn var ekki sáttur eftir lokaumferðina. Hann átti jú að dæma Gróttuleikinn.Í lok ársins 1996 fékk ég svo annað símtal frá Halldóri B. Jónssyni formanni dómaranefndar KSÍ þar sem hann tilkynnti mér að frá og með 1997 ætti ég að dæma í næst efstu deild karla, svokallaður B-Dómari og ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar ég fékk símtalið. Þarna var minn kominn á skrið og var sáttastur allra manna. Fyrst ég var kominn í hóp næstbestu dómara landsins ætlaði ég mér að halda mér þarna og síðan að kýla á það eftir einhver ár að reyna að komast í hóp þeirra bestu. Það fór þó ekki þannig því að í lok ársins 1997 fékk ég enn eitt símtalið frá Halldóri: „Þú ert kominn í deild þeirra bestu frá og með næsta keppnistímabili“. Þá stóðst ég ekki mátið og hoppaði um í sófanum heima eftir að símtali lauk. Árið 1997 gekk frábærlega hjá mér og eftir því sem leið á það fann ég að ég ætti möguleika á að fara fljótlega upp efstu deild og gerði ég mitt allra, allra besta það sem eftir var af tímabilinu og það skilaði sér. Halló efsta deild 1998.Ég dæmdi fjóra leiki í efstu deild karla árið 1998 að mig minnir... eða voru þeir sex? Man það ekki. Fyrsti leikurinn minn var leikur ÍR vs ÍBV og það voru engir tittir sem spiluðu þennan leik. Sævar Þór Gíslason var í treyju ÍR þetta árið og í ÍBV voru leikmenn eins og m.a. Hlynur Stefánsson og Steingrímur Jóhannesson heitinn. Þið getið rétt ímyndað ykkur stressið að vera að fara að dæma fyrsta leikinn í efstu deild karla. En mínum tókst það og endaði leikurinn 1-0 fyrir ÍR sem reyndar féll þetta árið á meðan ÍBV varð tvöfaldur meistari. Árið var svo kórónað þegar ég var svo valinn til að vera fjórði dómari á bikarúrslitaleik ÍBV vs Leiftur en Kristinn Jakobsson dæmdi leikinn.RaðspjaldiðRaðspjaldið, þó að það hafi orðið til árið 1991, varð svo að orði í orðabók knattspyrnunar árið 2000 þegar ég dæmdi leik Breiðablik vs Leiftur. Ég man ekki alveg hvernig leikurinn endaði en á einum tímapunktinum dæmdi ég víti á Leiftur í leiknum. Leiftursmenn var ekki par hrifnir af því og mótmæltu og eltu mig einir fjórir leikmenn Leifturs þar sem ég gekk í burtu. Ég varaði þá við að ef þeir myndu ekki hætta að elta mig myndi ég spjalda þá alla. Þeir eltu og fengu að launum allir fjórir gult spjald. Raðspjaldið var orðið til. Árið eftir gerðist svo aftur það sama í leik KR vs Breiðablik en þá fengu þrír leikmenn Breiðablik hið svokallaða raðspjald. Raðspjaldið hefur ekki verið notað síðan en til eru mun betri aðferðir en raðspjaldið til að takast á við leikmenn sem láta sér ekki segjast. Árið 2000 dæmdi ég svo minn fyrsta og eina bikarúrslitaleik kvenna. Það var leikur á milli KR og Breiðabliks.Árið 2003 var nokkuð merkilegt ár. Lee nokkur Sharpe, fyrrum leikmaður Manchester United, ákvað að skella sér til Íslands og spila fótbolta 32 ára gamall með liði Grindavíkur þetta sumarið. Flestir ættu að vera farnir að vita að ég er mikill stuðningsmaður Manchester United og bað ég þess heitt að fá að dæma leik hjá manninum sem hafði orðið þrisvar sinnum Englandsmeistari með félaginu, tvisvar sinnum FA Cup meistari, Deildabikarmeistari einu sinni, UEFA Cup meistari einu sinni, og valinn efnilegasti leikmaður Englands árið 1991. Svo kom að því að ég fékk leikinn sem ég þráði svo heitt. Ég man ekki á móti hverjum Grindavík spilaði en það skiptir ekki mestu máli. Það sem skipti mestu máli var það að ég fékk að dæma leik hjá Lee Sharpe, já og náði meira að segja að spjalda hann með gulu í leiknum við lítinn fögnuð hans. Sharpe-inn yfirgaf svo landið eftir einhverja sjö leiki með Grindavík og náði ég einum þeirra. Síðar þetta ár dæmdi ég minn fyrsta bikarúrslitaleik, FH vs ÍA, þar sem ÍA fór með sigur af hólmi 1-0 með marki frá nafna mínum Gunnlaugssyni þegar um korter var eftir af leiknum. Hann var þá ennþá með hár en mitt löngu farið.Uppáhaldsárið 2004Árið 2004 er líklega mitt uppáhalds ár sem knattspyrnudómari. Tímabilið gekk frábærlega vel og undir lokin var ég svo valinn besti dómarinn á Íslandi. Ég trúði því varla þegar nafnið mitt var lesið upp og var minn í skýjunum með titilinn. Árin 2006 og 2007 var ég einnig valinn besti dómarinn. En ég átti eftir að fá eitt símtal í viðbót frá Halldóri B. Ég hafði grun um það en Dóri gamli tilkynnti mér það síðar á árinu að ég væri orðinn alþjóðlegur knattspyrnudómari. Ég hafði unnið hart að því að reyna að verða einn af þeim bestu frá árinu 1995 og núna hafði það tekist. Ég var orðinn einn af þeim bestu og má bæta því við að einn af þeim dómurum sem voru með mér á nýliðaráðstefnu UEFA í Frakklandi árið 2005 var maður að nafni Howard Webb en einhverjir ættu að kannast við kauða. Það má líka bæta því við að við héldum saman lítinn hóp á ráðstefnunni, ég, Webbinn, dómari frá Skotlandi og dómari frá N-Írlandi.Ég varð að leggja flautuna á hilluna árið 2010. Árin 2008 og 2009 átti ég í baráttu við meiðsli sem á endanum höfðu betur. Þegar töluvert var liðið á tímabilið árið 2009 var ég staddur í Tyrklandi í brúðkaupsferðinni minni en eftir hana átti ég að fara til Bosníu og dæma þar leiki í U17 landsliða. Ég var að spyrna mér frá sundlaugarbakkanum þegar ég fann fyrir smell í öðru hnénu og gat varla gengið. Nógu erfitt var að ganga áður en ég meiddist á hnénu og ekki batnaði ástandið við þetta. Bosníuferðin var ekki farin og endaði ég á skurðarborðinu og náði því ekki að klára tímabilið. Ég byrjaði svo að æfa nokkrum vikum síðar en átti í endalausum meiðslum þennan veturinn sem endaði á því að ég mætti á fund hjá KSÍ í byrjun árs 2010 þar sem ég tilkynnti að ég yrði að hætta vegna meiðsla. Þau voru þung sporin þegar ég gekk út úr skrifstofunni og út í bíl. Ég var búinn að vera dómari í rúm 20 ár en núna var þetta búið. Þetta var skrýtin og óþægileg tilfinning en það var ekkert við því að gera. Flautan komin á hilluna og ég hellti mér í staðinn í eftirlitið og var í því út keppnistímabilið 2010.Keppnistímabilið 2011 hóf ég sem eftirlitsmaður KSÍ. Ég var staddur niðri á velli í Deildabikarnum og var að spjalla við dómara leiksins, leikmenn, og þjálfara þegar ég fann það... Mig var farið að dauðlanga að dæma aftur... en gat ég það? Ég fann ekki lengur til í fótunum og bakinu og ákvað því að hafa samband við þáverandi formann dómaranefndar, Gylfa Þór Orrason, sem tók vel í það að ég færi að dæma aftur. Ég fór út að hlaupa og ég hélt að ég myndi dauður niður detta eftir fyrstu tvö hlaupin enda ekki hreyft mig á annað ár. Síðan kom þetta allt saman og áður en ég vissi af var ég farinn að dæma aftur. Takk Gylfi og KSÍ fyrir að hafa tekið við mér aftur.HætturNúna er ég hættur í annað sinn en í þetta sinn er ég endanlega hættur.... Næstum því reyndar. Árin eftir að ég kom inn aftur hafa verið frábær og hef ég oft sagt við sjálfan mig að ég hefði átt að hætta miklu fyrr því þá hefði ég verið frábær í ennþá fleiri ár eftir að ég kom inn aftur. Ég fékk bikarúrslitaleikinn aftur árið 2014 og árið eftir var ég svo fjórði dómari hjá Erlendi Eiríkssyni en við erum einu dómararnir í dag (hann er reyndar sá eini núna eftir að ég er hættur) sem tóku dómaraprófið á níunda áratugnum. Maður er búinn að standa í þessu í 30 ár en núna taka aðrir hlutir við. Ég á þó einn leik eftir... Ég ætla að ljúka ferlinum þar sem ég hóf hann... Á Stokkseyri! Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira
Einn allra reyndasti dómari landsins Garðar Örn Hinriksson hefur lagt flautuna á hilluna en hann tilkynnir þetta í langri og ítarlegri stöðufærslu á Facebook. Hann hefur dæmt í efstu deild í knattspyrnu frá árinu 1998, en hann tók sér hlé frá árinu 2010-11. Garðar Örn hefur verið að glíma við meiðsli og gat því ekki tekið þolpróf fyrir tímabilið og hefur nú ákveðið að hætta, og það endanlega. Hér að neðan má lesa langa færslu Garðars þar sem hann fer yfir ferilinn: Í 3572 orðum...Árið er 1989. Ísland lenti í neðsta sæti í Eurovision sönglagakeppninni með 0 stig. Einn af alræmdustu raðmorðingjum í sögu Bandaríkjanna, Ted Bundy, var tekinn af lífi. Ísland varð heimsmeistari B-liða í handbolta. Fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar í Kína áttu sér stað. KA varð Íslandsmeistari í knattspyrnu karla í fyrsta sinn. Ayatollah Khomeini dæmdi rithöfundinn Salman Rushdie til dauða fyrir skrif sín í bókinni The Satanic Verses. Berlínarmúrinn féll. Deng Xiaoping sagði af sér sem leiðtogi Kína. Rúmenski einræðisherrann Nicolae Ceausescu var tekinn af lífi ásamt eiginkonu sinni. Hinn heimsþekkti listmálari, Salvador Dalí, lést. Leikkonan Bette Davis lést einnig þetta ár. Leikarinn Daniel Radcliffe, sem og söngkonan Taylor Swift og knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, fæddust. Og ég... tók knattspyrnudómaraprófið.Já, það er eins og það hafi gerst í gær þegar ég sat fyrir framan fyrrum stórdómarana, Eystein Guðmundsson og Eyjólf Ólafsson, og svaraði munnlegum spurningum þeirra í knattspyrnudómaraprófinu. Ég man alltaf eftir einni spurningunni sem hljóðaði svo, „Má skora beint úr upphafsspyrnu?“. Ég svaraði með já-i en fékk tvö nei beint í andlitið. Ekki svo mörgum árum síðar var þessu breytt og hefði ég fengið rétt fyrir þetta svar aðeins nokkrum árum síðar. En hvað um það... dómaraferillinn minn hófst löglega árið 1989. Ég segi löglega vegna þess að nokkrum árum áður hafi ég reynt aðeins fyrir mér sem aðallega aðstoðardómari (þá hét það víst línuvörður) en náði þó að flauta einn leik.Árið var líklega 1985. Er ekki alveg viss en finnst það líklegra en árin 1984 eða 1986. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvað kom þessu öllu af stað. Líklega var það pabbi sem kom þessu af stað. Á þessum árum tók hann unglingadómaraprófið og var að dæma hjá okkur krökkunum ásamt Jóa heitnum, Jóhanni Þórðarsyni (sem er eini dómarinn sem hefur gefið mér gult spjald), og líklega hefur það smitað unga ljóshærða Stokkseyringinn sem var síðan boðið það einn góðan veðurdag að hlaupa um sem aðstoðardómari í yngri flokkunum. Ég fékk að taka þátt í mörgum leikjum og þarna fann ég mig virkilega vel. Þetta var málið. Ég ætlaði að gerast knattspyrnudómari.Eini leikurinn sem ég dæmdi áður en ég varð löglegur knattspyrnudómari kom svo um vorið árið 1987. Leikur á milli Stokkseyrarskóla og Eyrarbakkaskóla. Ég var reyndar búinn að gíra mig upp í leikinn þegar bróðir Jóa heitins, Elvar Þórðarson listmálari, leikfimiskennari, teiknikennari og smíðakennari, kom til mín með flautuna og bað mig um að dæma leikinn. Kannski nennti hann því ekki sjálfur í enn eitt skiptið eða hann sá eitthvað efni í stráknum sem tók brosandi við flautunni og dæmdi leikinn sem Stokkseyri vann 1-0. Eitthvað voru Eyrbekkingarnir ósáttir og eltu mig allir sem einn inn í skóla en það var allt í góðu og endaði vel. Síðan gerðist ekkert í tvö ár.Ég flutti frá Stokkseyri til Reykjavíkur árið 1987. Ætlaði reyndar að byrja að æfa fótbolta þegar til borgarinnar kæmi. Pabbi er, eins og kannski mjög margir vita, mikill KR-ingur og fór svo að ég fór á æfingu hjá KR. Ég fór á heilar tvær æfingar hjá 2.fl KR og þar voru engir tittir að æfa þegar ég mætti á æfingarnar tvær. Sjálfur Rúnar Kristinsson var þarna, sem og Þormóður Egilsson, og sjálfur Pétur Pétursson var þjálfari. Þess má geta að ég náði að skora eitt stórglæsilegt mark á annari æfingunni sem var mikið fagnað af þeim sem urðu vitni að. En ég var ekki að finna mig í fótboltanum lengur. Hugurinn og hjartað kölluðu á dómaraflautuna eins furðulegt og það hljómar eflaust í hugum einhverra.Á hæðinni fyrir ofan mig þegar við fjölskyldan fluttumst til Reykjavíkur bjuggu Steinka frænka mín og Varði, Þorvarður Björnsson heitinn, þáverandi milliríkjadómari og dómari í efstu deild karla í knattspyrnu. Það má eiginlega segja að Varði hafi ýtt mér óafvitandi síðasta spölinn í að verða dómari, sem ég svo varð tveimur árum síðar. Að búa á hæðinni fyrir neðan milliríkja- og efstudeildardómara gaf mér vel undir fótinn og þetta vildi ég verða, verða eins og pabbi og Varði. Minnistæðasti leikurinn sem ég sá Varða dæma var bikarúrslitaleikur Vals og KR árið 1990 og þurfti þá tvo leiki til að skera úr um hvort liðið ynni titilinn ef fyrri leikurinn endaði með jafntefli. Fyrri leikurinn endaði með jafntefli og þurfti því að spila annan leik og dæmdi Varði hann líka. Varði meiddist í þeim leik og það vildi svo skemmtilega til að tengdafaðir minn, ekki þó þáverandi, Guðmundur Stefán Maríasson, tók við af honum. Ég náði því miður að dæma aðeins einn leik með Varða en það var árið 1993 sem var hans síðasta ár sem knattspyrnudómari.Árið 1989 tók ég svo dómaraprófið eins og komið hefur komið fram og minn fyrsti leikur var í 4. Flokki karla, Þróttur vs KR. Mig minnir að leikurinn hafi endað 17 eða 18 – 0 fyrir KR. Eins og markatalan gefur til kynna var þetta auðveldur leikur að dæma og mig minnir að ég hafi sjaldan þurft að nota flautuna í þessum leik, kannski sem betur fer, því minn maður fann fyrir örlitlu stressi. Eftir þennan leik varð allt mun auðveldara.Fyrstu árin ekki auðveld Fyrstu árin hjá Þrótti voru ekki auðveld fyrir verðandi skallapopparann og þau eru það líklega ekki hjá flestum ungum dómurum sem eru að taka sín fyrstu skref og var maður ekki vinsælasti maðurinn í hverfinu en það breyttist tveimur árum síðar. Það sem fáir eða engir vita er að það ár, 1991, kom fyrsta raðspjaldið svokallaða og það var ekki gult á litinn. Ég átti að vera aðstoðardómari í síðasta leik Þróttar í 2. Flokki karla þetta árið en annars flokks leik hafði ég aldrei dæmt. Einhverra hluta vegna mætti dómari þessa leiks ekki til leiks og var mér því rétt flautan. Og þetta var enginn smá leikur – Þróttur vs ÍR. Sigurvegari þessa leiks myndi vinna B riðilinn og fara upp í A riðill og því var mikið undir í þessum leik. Ég man ekki lokatölur þessa leiks en undir lokin fékk Þróttur vítaspyrnu og allt varð hreinlega vitlaust á vellinum (gamla Þróttaravellinum við Sæviðarsundið). Eftir að ég var búinn að benda á punktinn veittust þrír ÍR-ingar að mér, ýttu við mér og hrintu, köstuðu og spörkuðu í mig möl (jú, það var spilað á möl í þá daga) og áður en ég vissi af var ég búinn að raðspjalda þá alla með rauðu, það fyrsta og eina með rauðu sem vitað er um á landinu. Þróttur skoraði úr vítinu og tryggðu sér um leið sigur í B riðli og fóru upp en eftir sátu svekktir og brjálaðir ÍR-ingar sem voru ekki par hrifnir af dómaranum. Kannski einhver hafi sakað mig um heimadómgæslu en slíkt orð var og er ekki til í mínum orðabókum. Ég man að nokkrum árum síðar spurðu nokkrar Þróttarar mig hvers vegna ég dæmdi ekki meira með þeim og ástæðan var sú að þeir þurftu alltaf að kljást við heimadómgæslu þegar þeir spiluðu að heiman. Ég var og verð alltaf heiðarlegur dómari, hvort sem fólk telur að ég hafi verið slæmur eða góður dómari. Enga heimadómgæslu takk. Eftir þennan leik Þróttar gegn ÍR varð ég svo vinsælasti dómarinn í hverfinu og var valinn í fyrsta sinn af fimm skiptum að mig minnir besti dómari Þróttar árið 1991.Árin liðu og þetta var það besta sem ég vissi um, að dæma knattspyrnuleiki, og síðan árið 1994 varð ég gerður að svokölluðum D-dómara hjá knattspyrnusambandinu en D-dómarar dæmdu leiki í neðstu deild karla og kvenna. Það var algjörlega geggjað fyrir mig sem dómara að fá að dæma loksins í deildakeppni. Ég var ánægður og sá fram á það að þarna gæti ég verið næstu árin. Ég lét mig ekki einu sinni dreyma um það að verða Landsdómari, hvað þá að dæma nokkurn tímann í efstu deild karla og kvenna. Ég man að ég hitti verðandi tengdafaðir minn þarna í fyrsta sinn en hann kom til mín fyrir minn fyrsta leik sem var Leiknir vs Afturelding og hvatti mig áfram sem mér þótti vænt um enda fannst mér Guðmundur og finnst hann enn einn af okkar betri dómurum fyrr og síðar. Hvern hefði grunað það að 13 árum síðar myndi ég byrja með dóttur hans og giftast síðar.Næstum því hætturÉg var D-dómari í tvö ár en á seinna árinu var ég næstum því hættur að dæma. Kvöld eitt dæmdi ég leik í neðstu deild karla og gekk fyrri hálfleikurinn alveg prýðilega vel. Annað var í gangi í þeim seinni þar sem annað liðið, Ármann, missti haus, líklega vegna þess að þeim þótti dómarinn væntanlega lélegur, og endaði það lið í mörgum gulum og rauðum spjöldum. Þegar ég var svo búinn að flauta leikinn af héldu leiðindin áfram. Þarna var ég einn og yfirgefinn og enginn aðstoðaði mig í þeim látum sem sköpuðust eftir leik, ekki einu sinni aðstoðardómararnir. Ég var þó ekki laminn heldur fékk ég að heyra allt það versta sem er hægt að segja við fólk. Niðurlútur hélt ég heim á leið og eftir að ég var kominn heim hreinlega grét ég af reiði. Ég hef sjaldan verið eins reiður á ævinni. Að fullorðnir menn skuli hafa hagað sér svona í minn garð við mína uppáhalds iðju, þ.e. að dæma knattspyrnuleik. Ég man að ég stóð sótreiður heima á neðri hæðinni og grét. Ég var hættur. Þetta skal ég aldrei gera aftur. Ég mun aldrei dæma aftur. En þegar leið á kvöldið og reiðin farin að renna aðeins af mér hugsaði ég þetta upp á nýtt. Af hverju í ósköpunum ætti ég að láta þessa ógeðslegu menn koma í veg fyrir það sem mér þótti skemmtilegast að gera. Ég ætlaði að sýna þessum mönnum í tvo heimanna. Ég ætlaði að ná lengra en þeir í knattspyrnu. Á meðan þeir voru að skíta á sig í neðstu deild ætlaði ég mér að fara alla leið og það endaði líka þannig. Ég hélt áfram og fór alla leið og þeir ennþá að skíta á sig í neðstu deild.Það hlýtur að hafa verið í október eða nóvember árið 1995 þegar ég fékk hringinguna. Á hinum enda línunnar var Halldór B. Jónsson þáverandi formaður Dómaranefndar KSÍ. Hann tilkynnti mér það að ég væri orðinn Landsdómari sem þýddi það að ég mátti núna dæma í tveimur neðstu deildum karla, efstu deild kvenna, og mátti starfa sem aðstoðardómari í efstu deild karla, svokallaður C-Dómari. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig skallapopparanum leið þegar hann fékk þessi skilaboð. Allt í einu var ég kominn í hóp cirka 30 bestu dómara landsins og það aðeins sex árum eftir að ég tók dómaraprófið. Ég var þegar byrjaður að sýna leikmönnunum sem fengu mig næstum því til að hætta fyrr á árinu puttann.Eftirminnilegt sumarSumarið 1996, mitt fyrsta ár sem Landsdómari, var eftirminnilegt, þó aðallega síðasti leikurinn sem ég dæmdi þetta sumarið. Ég átti upphaflega að dæma leik fyrir austan fjall, Ægir vs liði sem ég man ekki hvað var lengur. En á síðustu stundu var því breytt og ég var settur á Gróttu vs Dalvík í staðinn. Sá leikur var ekki talinn eins merkilegur og leikur Ægis vs hinu liðinu og ég og annar dómari vorum því látnir skipta um leik. Sá dómari hefur greinilega verið talinn hæfari í það verkefni en sá leikur var talinn erfiðari. Mér var svo sem alveg sama. Ég fékk leik og það var nóg fyrir mig. En þvílíkur leikur sem það varð. Dalvík var búið að tryggja sér sæti í næst efstu deild þegar að þessum leik var komið. Þeir urðu þó að vinna til að vinna deildina. Grótta hinsvegar þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á því að halda sér uppi. Svo virðist sem að það hafi átt að verða „auðveldari“ leikur en þegar uppi var staðið var þetta einn erfiðasti leikur sem ég hef dæmt og er eini leikur í sögu íslenskrar knattspyrnu í Íslandsmóti í meistaraflokki til þessa sem hefur verið flautaður af vegna þess að það voru orðnir of fáir leikmenn inni á vellinum. Grótta komst í 2-0 í leiknum og allt leit vel út hjá Gróttunni. Í síðari hálfleik fór hinsvegar að síga á ógæfuhliðina hjá liðinu. Leikmenn og varamenn tóku að týnast af velli með rauð spjöld og Dalvík tókst svo að lokum að jafna leikinn. Þegar hér var komið við sögu var búið að reka einn af bekknum hjá Gróttu ásamt þremur útileikmönnum. Síðan gerist það á 84. Mínútu að Dalvík skorar og kemst þar með yfir. Við það verður allt vitlaust en Gróttumenn vildu meina að leikmaðurinn sem skoraði hefði verið rangstæður og hópuðust því að aðstoðardómara leiksins. Það endaði með því að einn útileikmaður Gróttu ásamt þjálfara liðsins sem gerði sér lítið fyrir og hljóp yfir allann völlinn til að mótmæla fengu rauða spjaldið og því var ekkert annað í stöðunni en að flauta þennan leik af. Samkvæmt reglum þess tíma bar að flauta leik af ef leikmenn væru orðnir færri en átta á vellinum.Rauði Baróninn Ári síðar var því breytt í að væru leikmenn orðnir færri en sjö yrði að slíta leik. Áhorfendur og vallarstarfsmenn veittust að mér eftir leik en enginn var laminn. Nokkru síðar hittust svo allir Landsdómarar landsins í teiti sem við höldum eftir síðustu umferð hvers árs og einmitt í því teiti fékk ég viðurnefnið Rauði Baróninn. Það var enginn annar en einn af mínum uppáhaldsdómurum, Gylfi Þór Orrason, sem kom með þetta viðurnefni en hann öskraði yfir salinn þegar ég mætti, „Nei, er þetta ekki Rauði Baróninn“. Þetta ár fékk svo einnig minn fyrsta leik sem dómari í efstu deild kvenna og minn fyrsta leik sem aðstoðardómari í efstu deild karla. Þess má geta að dómarinn sem fékk Ægisleikinn var ekki sáttur eftir lokaumferðina. Hann átti jú að dæma Gróttuleikinn.Í lok ársins 1996 fékk ég svo annað símtal frá Halldóri B. Jónssyni formanni dómaranefndar KSÍ þar sem hann tilkynnti mér að frá og með 1997 ætti ég að dæma í næst efstu deild karla, svokallaður B-Dómari og ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar ég fékk símtalið. Þarna var minn kominn á skrið og var sáttastur allra manna. Fyrst ég var kominn í hóp næstbestu dómara landsins ætlaði ég mér að halda mér þarna og síðan að kýla á það eftir einhver ár að reyna að komast í hóp þeirra bestu. Það fór þó ekki þannig því að í lok ársins 1997 fékk ég enn eitt símtalið frá Halldóri: „Þú ert kominn í deild þeirra bestu frá og með næsta keppnistímabili“. Þá stóðst ég ekki mátið og hoppaði um í sófanum heima eftir að símtali lauk. Árið 1997 gekk frábærlega hjá mér og eftir því sem leið á það fann ég að ég ætti möguleika á að fara fljótlega upp efstu deild og gerði ég mitt allra, allra besta það sem eftir var af tímabilinu og það skilaði sér. Halló efsta deild 1998.Ég dæmdi fjóra leiki í efstu deild karla árið 1998 að mig minnir... eða voru þeir sex? Man það ekki. Fyrsti leikurinn minn var leikur ÍR vs ÍBV og það voru engir tittir sem spiluðu þennan leik. Sævar Þór Gíslason var í treyju ÍR þetta árið og í ÍBV voru leikmenn eins og m.a. Hlynur Stefánsson og Steingrímur Jóhannesson heitinn. Þið getið rétt ímyndað ykkur stressið að vera að fara að dæma fyrsta leikinn í efstu deild karla. En mínum tókst það og endaði leikurinn 1-0 fyrir ÍR sem reyndar féll þetta árið á meðan ÍBV varð tvöfaldur meistari. Árið var svo kórónað þegar ég var svo valinn til að vera fjórði dómari á bikarúrslitaleik ÍBV vs Leiftur en Kristinn Jakobsson dæmdi leikinn.RaðspjaldiðRaðspjaldið, þó að það hafi orðið til árið 1991, varð svo að orði í orðabók knattspyrnunar árið 2000 þegar ég dæmdi leik Breiðablik vs Leiftur. Ég man ekki alveg hvernig leikurinn endaði en á einum tímapunktinum dæmdi ég víti á Leiftur í leiknum. Leiftursmenn var ekki par hrifnir af því og mótmæltu og eltu mig einir fjórir leikmenn Leifturs þar sem ég gekk í burtu. Ég varaði þá við að ef þeir myndu ekki hætta að elta mig myndi ég spjalda þá alla. Þeir eltu og fengu að launum allir fjórir gult spjald. Raðspjaldið var orðið til. Árið eftir gerðist svo aftur það sama í leik KR vs Breiðablik en þá fengu þrír leikmenn Breiðablik hið svokallaða raðspjald. Raðspjaldið hefur ekki verið notað síðan en til eru mun betri aðferðir en raðspjaldið til að takast á við leikmenn sem láta sér ekki segjast. Árið 2000 dæmdi ég svo minn fyrsta og eina bikarúrslitaleik kvenna. Það var leikur á milli KR og Breiðabliks.Árið 2003 var nokkuð merkilegt ár. Lee nokkur Sharpe, fyrrum leikmaður Manchester United, ákvað að skella sér til Íslands og spila fótbolta 32 ára gamall með liði Grindavíkur þetta sumarið. Flestir ættu að vera farnir að vita að ég er mikill stuðningsmaður Manchester United og bað ég þess heitt að fá að dæma leik hjá manninum sem hafði orðið þrisvar sinnum Englandsmeistari með félaginu, tvisvar sinnum FA Cup meistari, Deildabikarmeistari einu sinni, UEFA Cup meistari einu sinni, og valinn efnilegasti leikmaður Englands árið 1991. Svo kom að því að ég fékk leikinn sem ég þráði svo heitt. Ég man ekki á móti hverjum Grindavík spilaði en það skiptir ekki mestu máli. Það sem skipti mestu máli var það að ég fékk að dæma leik hjá Lee Sharpe, já og náði meira að segja að spjalda hann með gulu í leiknum við lítinn fögnuð hans. Sharpe-inn yfirgaf svo landið eftir einhverja sjö leiki með Grindavík og náði ég einum þeirra. Síðar þetta ár dæmdi ég minn fyrsta bikarúrslitaleik, FH vs ÍA, þar sem ÍA fór með sigur af hólmi 1-0 með marki frá nafna mínum Gunnlaugssyni þegar um korter var eftir af leiknum. Hann var þá ennþá með hár en mitt löngu farið.Uppáhaldsárið 2004Árið 2004 er líklega mitt uppáhalds ár sem knattspyrnudómari. Tímabilið gekk frábærlega vel og undir lokin var ég svo valinn besti dómarinn á Íslandi. Ég trúði því varla þegar nafnið mitt var lesið upp og var minn í skýjunum með titilinn. Árin 2006 og 2007 var ég einnig valinn besti dómarinn. En ég átti eftir að fá eitt símtal í viðbót frá Halldóri B. Ég hafði grun um það en Dóri gamli tilkynnti mér það síðar á árinu að ég væri orðinn alþjóðlegur knattspyrnudómari. Ég hafði unnið hart að því að reyna að verða einn af þeim bestu frá árinu 1995 og núna hafði það tekist. Ég var orðinn einn af þeim bestu og má bæta því við að einn af þeim dómurum sem voru með mér á nýliðaráðstefnu UEFA í Frakklandi árið 2005 var maður að nafni Howard Webb en einhverjir ættu að kannast við kauða. Það má líka bæta því við að við héldum saman lítinn hóp á ráðstefnunni, ég, Webbinn, dómari frá Skotlandi og dómari frá N-Írlandi.Ég varð að leggja flautuna á hilluna árið 2010. Árin 2008 og 2009 átti ég í baráttu við meiðsli sem á endanum höfðu betur. Þegar töluvert var liðið á tímabilið árið 2009 var ég staddur í Tyrklandi í brúðkaupsferðinni minni en eftir hana átti ég að fara til Bosníu og dæma þar leiki í U17 landsliða. Ég var að spyrna mér frá sundlaugarbakkanum þegar ég fann fyrir smell í öðru hnénu og gat varla gengið. Nógu erfitt var að ganga áður en ég meiddist á hnénu og ekki batnaði ástandið við þetta. Bosníuferðin var ekki farin og endaði ég á skurðarborðinu og náði því ekki að klára tímabilið. Ég byrjaði svo að æfa nokkrum vikum síðar en átti í endalausum meiðslum þennan veturinn sem endaði á því að ég mætti á fund hjá KSÍ í byrjun árs 2010 þar sem ég tilkynnti að ég yrði að hætta vegna meiðsla. Þau voru þung sporin þegar ég gekk út úr skrifstofunni og út í bíl. Ég var búinn að vera dómari í rúm 20 ár en núna var þetta búið. Þetta var skrýtin og óþægileg tilfinning en það var ekkert við því að gera. Flautan komin á hilluna og ég hellti mér í staðinn í eftirlitið og var í því út keppnistímabilið 2010.Keppnistímabilið 2011 hóf ég sem eftirlitsmaður KSÍ. Ég var staddur niðri á velli í Deildabikarnum og var að spjalla við dómara leiksins, leikmenn, og þjálfara þegar ég fann það... Mig var farið að dauðlanga að dæma aftur... en gat ég það? Ég fann ekki lengur til í fótunum og bakinu og ákvað því að hafa samband við þáverandi formann dómaranefndar, Gylfa Þór Orrason, sem tók vel í það að ég færi að dæma aftur. Ég fór út að hlaupa og ég hélt að ég myndi dauður niður detta eftir fyrstu tvö hlaupin enda ekki hreyft mig á annað ár. Síðan kom þetta allt saman og áður en ég vissi af var ég farinn að dæma aftur. Takk Gylfi og KSÍ fyrir að hafa tekið við mér aftur.HætturNúna er ég hættur í annað sinn en í þetta sinn er ég endanlega hættur.... Næstum því reyndar. Árin eftir að ég kom inn aftur hafa verið frábær og hef ég oft sagt við sjálfan mig að ég hefði átt að hætta miklu fyrr því þá hefði ég verið frábær í ennþá fleiri ár eftir að ég kom inn aftur. Ég fékk bikarúrslitaleikinn aftur árið 2014 og árið eftir var ég svo fjórði dómari hjá Erlendi Eiríkssyni en við erum einu dómararnir í dag (hann er reyndar sá eini núna eftir að ég er hættur) sem tóku dómaraprófið á níunda áratugnum. Maður er búinn að standa í þessu í 30 ár en núna taka aðrir hlutir við. Ég á þó einn leik eftir... Ég ætla að ljúka ferlinum þar sem ég hóf hann... Á Stokkseyri!
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira