Sorgmæddur formaður vegna sölu á Ásmundarsal Snærós Sindradóttir skrifar 7. maí 2016 07:00 Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM „Við erum ótrúlega sorgmædd yfir þessu. Þetta lyktar af því að hafa verið ákveðið fyrirfram,“ segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM). ASÍ hefur selt Ásmundarsal þar sem Listasafn ASÍ hefur verið til húsa um árabil. Kaupendurnir eru fjárfestarnir Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir og kaupverðið er 168 milljónir króna. Tilkynnt var að til stæði að selja safnið þann 29. apríl síðastliðinn. Í gær, föstudag, var svo greint frá nýjum kaupendum. „Okkur finnst ótrúlega skrýtið að ASÍ hafi ekki frestað sölunni fram á haust og farið í samtal við SÍM, ríki og borg. Við ætluðum að hittast á morgun [í dag] og athuga hvort við gætum sett af stað einhvers konar fjáröflun. Við vildum virkilega skoða alla möguleika en við þurfum lengri tíma en viku.“ Samkvæmt tilkynningu sem send var vegna sölunnar er markmiðið að húsið verði áfram nýtt undir lista- og menningarstarfsemi. „Þó að kaupandinn segist ætla að vera með myndlist og hönnun þá er þetta komið í einkaeigu og þá verða það alltaf útvaldir sem fá að sýna. Alþýðusambandið selur húsið manni sem er einn ríkasti maður Íslands. Ég er eiginlega orðlaus mér finnst þetta svo leiðinlegt,“ segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. maí Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Gengið hefur verið frá sölu á Ásmundarsal sem hýst hefur Listasafn ASÍ unfanfarin ár. 6. maí 2016 13:42 Keyptu Ásmundarsal á 168 milljónir króna Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir borguðu 168 milljónir fyrir Ásmundarsal á Freyjugötu en þar hefur Listasafn ASÍ verið með starfsemi um árabil. Fasteignamat hússins er 78,7 milljónir. 6. maí 2016 14:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
„Við erum ótrúlega sorgmædd yfir þessu. Þetta lyktar af því að hafa verið ákveðið fyrirfram,“ segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM). ASÍ hefur selt Ásmundarsal þar sem Listasafn ASÍ hefur verið til húsa um árabil. Kaupendurnir eru fjárfestarnir Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir og kaupverðið er 168 milljónir króna. Tilkynnt var að til stæði að selja safnið þann 29. apríl síðastliðinn. Í gær, föstudag, var svo greint frá nýjum kaupendum. „Okkur finnst ótrúlega skrýtið að ASÍ hafi ekki frestað sölunni fram á haust og farið í samtal við SÍM, ríki og borg. Við ætluðum að hittast á morgun [í dag] og athuga hvort við gætum sett af stað einhvers konar fjáröflun. Við vildum virkilega skoða alla möguleika en við þurfum lengri tíma en viku.“ Samkvæmt tilkynningu sem send var vegna sölunnar er markmiðið að húsið verði áfram nýtt undir lista- og menningarstarfsemi. „Þó að kaupandinn segist ætla að vera með myndlist og hönnun þá er þetta komið í einkaeigu og þá verða það alltaf útvaldir sem fá að sýna. Alþýðusambandið selur húsið manni sem er einn ríkasti maður Íslands. Ég er eiginlega orðlaus mér finnst þetta svo leiðinlegt,“ segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. maí
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Gengið hefur verið frá sölu á Ásmundarsal sem hýst hefur Listasafn ASÍ unfanfarin ár. 6. maí 2016 13:42 Keyptu Ásmundarsal á 168 milljónir króna Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir borguðu 168 milljónir fyrir Ásmundarsal á Freyjugötu en þar hefur Listasafn ASÍ verið með starfsemi um árabil. Fasteignamat hússins er 78,7 milljónir. 6. maí 2016 14:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Gengið hefur verið frá sölu á Ásmundarsal sem hýst hefur Listasafn ASÍ unfanfarin ár. 6. maí 2016 13:42
Keyptu Ásmundarsal á 168 milljónir króna Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir borguðu 168 milljónir fyrir Ásmundarsal á Freyjugötu en þar hefur Listasafn ASÍ verið með starfsemi um árabil. Fasteignamat hússins er 78,7 milljónir. 6. maí 2016 14:45