Erlent

Ætlar ekki að breyta hryðjuverkalögum

Samúel Karl Ólason skrifar
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/EPA
Forseti Tyrklands segir að Tyrkir muni ekki breyta hryðjuverkalögum sínum í stað fyrir ferðalög Tyrkja um Evrópu án vegabréfsáritunar. Evrópusambandið vill að Tyrkir breyti skilgreiningum sínum varðandi hryðjuverk en það vill Erdogan ekki.

Umfangsmiklar viðræður hafa staðið yfir á milli Tyrkja og ESB vegna flóttamannavandans. Ahmet Davutoglu, fyrrverandi forsætisráðherra Tyrklands, hafði að mestu samið fyrir hönd Tyrkja en hann sagði af sér í gær. Davutoglu er sagður hafa verið andsnúin ætlunum Erdogan um að veita forseta Tyrklands frekari völd.

Í sjónvarpsávarpi sagði Erdogan að ESB ætti ekki að reyna að láta Tyrki breyta skilgreiningum um hryðjuverk. Hryðjuverkamenn væru að herja á Tyrki úr öllum áttum.

„Við förum okkar leið og þið farið ykkar,“ sagði Erdogan.

BBC bendir á að yfirvöld Tyrklands, hafi á undanförnum mánuðum, skilgreint fjölmarga aðila sem „hryðjuverkamenn“ eða stuðningsmenn hryðjuverka. Þar á meðal eru blaðamenn og aðilar sem hafa gagnrýnt stjórnvöld landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×