Ólafur Ragnar árið 2012 um framboð 2016: „Nei, nei, nei, nei“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2016 12:13 Ólafur Ragnar Grímsson Vísir/valli Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, var spurður að því í kosningasjónvarpi RÚV hvort hann ætlaði aftur fram árið 2016 ef sama yrði uppi á teningnum að hans mati þá og var árið 2012, það er óvissa. Ólafur Ragnar svaraði „nei, nei, nei, nei.“ Lára Hanna Einarsdóttir hefur klippt saman myndband og sett á Youtube undir yfirskriftinni „Gullkorn Ólafs Ragnars.“ Myndbandið má sjá hér að neðan og er umræðan um óvissuna gegnum gangandi en á mínútu 1:20 spyr Margrét Marteinsdóttir, þáverandi fréttamaður RÚV, Ólaf Ragnar beint: „Þannig að ef það er ennþá svona mikil óvissa að þá með sömu rökum þá býður þú þig aftur fram eða hvað?“ Forsetinn svarar: „Nei, nei, nei, nei.“ Skömmu síðar segir Ólafur Ragnar síðan: „Ég hef sagt það mörgum sinnum í aðdraganda þessara kosninga að þetta er mitt síðasta kjörtímabil.“Þessi orð hans eru hjómið eitt eins og staðan er í dag þar sem Ólafur Ragnar hefur nú enn á ný gefið kost á sér sem forseti Íslands. Gerir hann það einmitt í ljósi þess að hann telur óvissutíma framundan í þjóðfélaginu nú eins og árið 2012. Það má segja að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Ólafur þverneitar fyrir eitthvað sem síðar kemur í ljós að stenst kannski ekki alveg. Í síðasta mánuði fullyrti forsetinn nefnilega í viðtali við CNN að hvorki hann né Dorrit hefðu tengsl við aflandsfélög. Á konan þín aflandsreikninga? Er eitthvað sem mun koma fram um þig og fjölskyldu þína? spurði Christiane Amanpour forsetann. „Nei, nei, nei, nei. Það verður ekki þannig,“ var svar forsetans við spurningunni. Síðan hefur komið í ljós að Dorrit Moussaieff tengist fimm bankareikningum í Sviss í gegnum fjölskyldu sína og á hlut í að minnsta kosti tveim aflandsfélögum. Ólafur Ragnar segist enga vitneskju hafa haft um félögin. Tengdar fréttir Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Dorrit takmarkar skattbyrði sína með því að vera „utan lögheimilis“ Dorrit Moussaieff forsetafrú ber takmarkaða skattskyldu á Bretlandi og er skráð með fasta búsetu en „utan lögheimilis“ þar. Hún borgar samt enga skatta á Íslandi vegna þess að hún er ekki með lögheimili hér á landi. 3. maí 2016 19:45 Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, var spurður að því í kosningasjónvarpi RÚV hvort hann ætlaði aftur fram árið 2016 ef sama yrði uppi á teningnum að hans mati þá og var árið 2012, það er óvissa. Ólafur Ragnar svaraði „nei, nei, nei, nei.“ Lára Hanna Einarsdóttir hefur klippt saman myndband og sett á Youtube undir yfirskriftinni „Gullkorn Ólafs Ragnars.“ Myndbandið má sjá hér að neðan og er umræðan um óvissuna gegnum gangandi en á mínútu 1:20 spyr Margrét Marteinsdóttir, þáverandi fréttamaður RÚV, Ólaf Ragnar beint: „Þannig að ef það er ennþá svona mikil óvissa að þá með sömu rökum þá býður þú þig aftur fram eða hvað?“ Forsetinn svarar: „Nei, nei, nei, nei.“ Skömmu síðar segir Ólafur Ragnar síðan: „Ég hef sagt það mörgum sinnum í aðdraganda þessara kosninga að þetta er mitt síðasta kjörtímabil.“Þessi orð hans eru hjómið eitt eins og staðan er í dag þar sem Ólafur Ragnar hefur nú enn á ný gefið kost á sér sem forseti Íslands. Gerir hann það einmitt í ljósi þess að hann telur óvissutíma framundan í þjóðfélaginu nú eins og árið 2012. Það má segja að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Ólafur þverneitar fyrir eitthvað sem síðar kemur í ljós að stenst kannski ekki alveg. Í síðasta mánuði fullyrti forsetinn nefnilega í viðtali við CNN að hvorki hann né Dorrit hefðu tengsl við aflandsfélög. Á konan þín aflandsreikninga? Er eitthvað sem mun koma fram um þig og fjölskyldu þína? spurði Christiane Amanpour forsetann. „Nei, nei, nei, nei. Það verður ekki þannig,“ var svar forsetans við spurningunni. Síðan hefur komið í ljós að Dorrit Moussaieff tengist fimm bankareikningum í Sviss í gegnum fjölskyldu sína og á hlut í að minnsta kosti tveim aflandsfélögum. Ólafur Ragnar segist enga vitneskju hafa haft um félögin.
Tengdar fréttir Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Dorrit takmarkar skattbyrði sína með því að vera „utan lögheimilis“ Dorrit Moussaieff forsetafrú ber takmarkaða skattskyldu á Bretlandi og er skráð með fasta búsetu en „utan lögheimilis“ þar. Hún borgar samt enga skatta á Íslandi vegna þess að hún er ekki með lögheimili hér á landi. 3. maí 2016 19:45 Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00
Dorrit takmarkar skattbyrði sína með því að vera „utan lögheimilis“ Dorrit Moussaieff forsetafrú ber takmarkaða skattskyldu á Bretlandi og er skráð með fasta búsetu en „utan lögheimilis“ þar. Hún borgar samt enga skatta á Íslandi vegna þess að hún er ekki með lögheimili hér á landi. 3. maí 2016 19:45
Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03