Ted Cruz hefur dregið sig út úr keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikaflokksins eftir tap gegn Donald Trump í Indiana í gær. Öldungardeildarþingmaðurinn, sem er frá Texas, gerði lokatilraun til að skáka Trump með því að leggja allt undir í Indiana. Allt kom fyrir ekki og vann Trump yfirburðasigur. Fátt getur því úr þessu komið í veg fyrir að Trump verði forsetaefni flokksins.
Hjá Demókrötum stefndi í öruggan sigur hjá Hillary Clinton. Annað kom þó á daginn og svo virðist sem Sanders hafi fengið tæp 53 prósent atkvæða en Hillary rúm 47 þótt enn eigi eftir að ljúka talningu. Sanders sagði í sigurræðu sinni í nótt að þótt að Clinton haldi sjálf að kapphlaup þeirra sé búið, þá sé það alls ekki raunin.
Erlent