Erlent

Leita enn vísbendinga vegna fjöldamorðsins í Ohio

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá bænum Piketon en morðin voru framin skammt frá honum.
Frá bænum Piketon en morðin voru framin skammt frá honum. MYND/WIKIPEDIA COMMONS
Lögreglan er enn að leita vísbendinga vegna fjöldamorðsins í Ohio í síðasta mánuði. Þar voru átta meðlimir sömu fjölskyldunnar teknir af lífi með skipulögðum hætti. Lögreglan hefur yfirheyrt 130 manns, fengið um 450 ábendingar og skoðað rúmlega hundrað sönnunargögn.

Ekki er vitað hver eða hverjir myrtu fólkið né hvers vegna.

Sjö fullorðnir einstaklingar og einn 16 ára drengur voru skotin í höfuðið. Einhver þeirra voru einnig með önnur skotsár og jafnvel marbletti. Lögreglan segist ekki hafa fundið vísbendingar um að morð/sjálfsmorð sé að ræða.

Þrjú börn voru skilin eftir á lífi. Þar af eitt einungis nokkurra daga gamalt sem lá í sama rúmi og móðir þess.

Sjá einnig: Segja átta hafa verið tekin af lífi á skipulagðan hátt.

Þó hefur lögreglan gefið út að umfangsmikil marijúana ræktun fannst við eitt heimilið og minni ræktun var einnig við önnur heimili. Slík ræktun þykir ekki sjaldgæf á þessu svæði, samkvæmt AP fréttaveitunni, en lögreglan hefur ekki fundið vísbendingar sem tengja ræktunina við fjöldamorðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×