Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, mun yfirgefa félagsliðs sitt Rosengård í Svíþjóð í júní þegar samningur hennar rennur út.
Þetta staðfesti félagið í dag en Sara hefur verið á mála hjá Rosengård, áður Malmö, í fimm ár og orðið sænskur meistari fjórum sinnum.
Sara Björk var á tímabili fyrirliði liðsins en það varð síðast sænskur meistari á síðasta tímabili eftir æsispennandi lokasprett gegn Eskilstuna.
Fram kemur að Sara og Rosengård hafi tekið sameiginlega ákvörðun um að endurnýja ekki samning hennar en hún ætlar ekki að spila áfram í Svíþjóð.
Sara Björk yfirgefur Rosengård og Svíþjóð
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið




„Ég trúi þessu varla“
Sport

United hættir að bjóða upp á frían hádegismat
Enski boltinn


Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn


