Fulltrúar frá jaðarflokkum eru komnir í aðalhlutverkin Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. maí 2016 07:00 Græninginn Alexander Van der Bellen og þjóðernissinninn Norbert Hofer að loknu sjónvarpseinvígi um síðustu helgi, þar sem hvorugur þeirra þótti standa sig sérlega vel. Fréttablaðið/EPA Frambjóðandi Frelsisflokksins umdeilda á góða möguleika á að verða forseti Austurríkis eftir seinni umferð forsetakosninganna á morgun. Keppinauturinn er fyrrverandi leiðtogi Græningjaflokksins. Gömlu valdaflokkarnir standa ráðalausir. Allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar hafa tveir stjórnmálaflokkar ráðið ríkjum í landinu, annar hægra megin við miðju og hinn vinstra megin. Hægriflokkurinn heitir Austurríski þjóðarflokkurinn og er nokkuð hefðbundinn íhaldsflokkur kristilegra demókrata, en vinstriflokkurinn er flokkur jafnaðarmanna, Sósíaldemókrataflokkur Austurríkis. Þessir tveir flokkar hafa stjórnað landinu, ýmist báðir saman í samsteypustjórn eða annar flokkurinn í einu þegar fylgið dugði til að fá hreinan þingmeirihluta. Ef frá er skilin skammlíf bráðabirgðastjórn með Kommúnistaflokknum árið 1945 hefur það einungis einu sinni gerst að þriðji flokkurinn hafi fengið að vera með í ríkisstjórn. Þetta var á árunum 2005 til 2007 þegar Þjóðarflokkurinn fékk til liðs við sig Bandalag um framtíð Austurríkis, stjórnmálaflokk sem hinn umdeildi Jörg Haider hafði stofnað eftir að hann klauf sig út úr Frelsisflokknum. Stóru flokkarnir tveir hafa sömuleiðis undantekningarlítið átt sinn fulltrúa í forsetaembætti landsins. Eina undantekningin var á árunum 1974 til 1980 þegar hinn óflokksbundni Rudolf Kirchschläger var forseti Austurríkis.Óvenjulegar forsetakosningar Forsetakosningar á morgun verða því harla óvenjulegar. Þar takast ekki á fulltrúar gömlu valdaflokkanna heldur fulltrúar tveggja jaðarflokka. Norbert Hofer er 45 ára gamall fulltrúi Frelsisflokksins, hins umdeilda flokks hægri þjóðernissinna sem iðulega er sagður vera öfgakenndur lýðskrumsflokkur. Alexander Van der Bellen er hins vegar 72 ára gamall fyrrverandi leiðtogi Græningjaflokksins og nýtur stuðnings flokksfélaga sinna, þótt hann bjóði sig fram sem óháður frambjóðandi. Í fyrri umferð forsetakosninganna hlaut Hofer 35,1 prósent atkvæða en Van der Bellen 21,3 prósent. Fulltrúar gömlu valdaflokkanna tveggja fengu ekki nema rúm 22 prósent samanlagt. Hofer þykir eiga heldur meiri möguleika í seinni umferðinni á morgun en Van der Bellen. Þó er munurinn í skoðanakönnunum engan veginn nógu afgerandi til að drepa niður alla spennu fyrirfram.Útlendingahræðslan Forsetaembættinu í Austurríki fylgja ekki mikil völd, en sigur Hofers yrði til marks um þá ört vaxandi andstöðu við flóttafólk og aðra innflytjendur sem víða hefur saxað á fylgi hefðbundinna stjórnmálaflokka í Evrópulöndum. Hofer hefur stutt harðar aðgerðir gegn flóttafólki en Van der Bellen segist gjarnan vilja taka á móti öllum sem á þurfa að halda. Eftir að flóttafólk tók að fjölmenna til Evrópu á síðustu misserum frá Sýrlandi og fleiri stríðshrjáðum löndum fylgdi austurríska sósíaldemókratastjórnin lengi vel þeirri stefnu að bjóða flóttafólk velkomið með svipuðum hætti og Þjóðverjar hafa gert. Tekið var við 90 þúsund umsóknum um hæli á síðasta ári.Seint á síðasta ári kom þó annað hljóð í strokkinn og var ákveðið að á þessu ári yrði að hámarki tekið við 37.500 manns. Landamæragæsla var hert og nú í síðasta mánuði voru samþykkt lög sem heimila stjórninni að lýsa yfir neyðarástandi ef mikill fjöldi flóttafólks kemur skyndilega til landsins.Upplausn gömlu flokkanna Fylgi við Frelsisflokkinn hefur vaxið hratt frá því snemma á síðasta ári, samfara vaxandi ótta meðal almennings við útlendinga. Innan gömlu flokkanna ríkir hins vegar upplausn og óvissa. Ekki síst hefur verið mikill ágreiningur innan Sósíaldemókrataflokksins, sem er við stjórn og ber ábyrgð á hinni skyndilegu stefnubreytingu gagnvart flóttafólki. Fyrir ári, um miðjan maí, höfðu Frelsisflokkurinn, Sósíaldemókrataflokkurinn og Þjóðarflokkurinn allir álíka mikið fylgi, um það bil 25 prósent hver. Síðan þá hefur fylgi gömlu flokkanna tveggja sigið jafnt og þétt og mælist nú rétt rúmlega 20 prósent en Frelsisflokkurinn er kominn upp í 33 prósent. Werner Faymann, leiðtogi Sósíaldemókrataflokksins og kanslari austurrísku stjórnarinnar, brást nokkuð óvænt við þessari þróun með því að segja af sér þann 9. maí síðastliðinn. Við báðum embættunum tók Christian Kern, sem hefur undanfarin ár verið forstjóri ríkisjárnbrautafyrirtækisins ÖBB og lítið skipt sér af stjórnmálum. Forsetakosningarnar á morgun eru haldnar í miðju þessa umróts hefðbundinna stjórnmála. Græninginn Van der Bellen, sem er vanur því að vera í stjórnarandstöðu utarlega á jaðri austurrískra stjórnmála, er allt í einu orðinn fulltrúi þeirra sem vilja halda í horfinu. Þjóðernissinninn yst á hægri vængnum, Norbert Hofer, siglir hins vegar á bylgju almannahræðslunnar við útlendinga og gæti sem hægast nælt sér í nógu mörg atkvæði til að taka við forsetaembættinu.Jörg Haider og Frelsisflokkurinn Fyrir þrjátíu árum tók Jörg Haider við forystu í austurríska Frelsisflokknum, sem þá var lítill flokkur hægrisinnaðra þjóðernissinna og átti rætur að rekja til nasistahreyfingarinnar í Austurríki. Haider reif upp fylgi flokksins og var tíu árum síðar, árið 1996, kominn með ríflega fjórðung atkvæða bæði í þingkosningum í Austurríki og kosningum til Evrópuþingsins. Hann vakti alræmda athygli fyrir glannalegar yfirlýsingar sínar, þar sem hann meðal annars ræddi um yfirburði austurrísku þjóðarinnar, varaði við ógn sem hann taldi stafa af útlendingum, ekki síst múslimum, og bar meira að segja blak af þýskum og austurrískum nasistum frá tímum Þriðja ríkisins. Hann dró reyndar seinna í land með sumar slíkar yfirlýsingar sínar. Upp úr aldamótunum reyndi hann að ljá Frelsisflokknum hófsamara yfirbragð og klauf sig á endanum út úr honum og stofnaði árið 2005 nýjan flokk, þar sem hann reyndi að forðast hið umdeilda lýðskrum sem hann hafði verið þekktur fyrir. Haider lést árið 2008, aðeins 58 ára gamall.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Frambjóðandi Frelsisflokksins umdeilda á góða möguleika á að verða forseti Austurríkis eftir seinni umferð forsetakosninganna á morgun. Keppinauturinn er fyrrverandi leiðtogi Græningjaflokksins. Gömlu valdaflokkarnir standa ráðalausir. Allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar hafa tveir stjórnmálaflokkar ráðið ríkjum í landinu, annar hægra megin við miðju og hinn vinstra megin. Hægriflokkurinn heitir Austurríski þjóðarflokkurinn og er nokkuð hefðbundinn íhaldsflokkur kristilegra demókrata, en vinstriflokkurinn er flokkur jafnaðarmanna, Sósíaldemókrataflokkur Austurríkis. Þessir tveir flokkar hafa stjórnað landinu, ýmist báðir saman í samsteypustjórn eða annar flokkurinn í einu þegar fylgið dugði til að fá hreinan þingmeirihluta. Ef frá er skilin skammlíf bráðabirgðastjórn með Kommúnistaflokknum árið 1945 hefur það einungis einu sinni gerst að þriðji flokkurinn hafi fengið að vera með í ríkisstjórn. Þetta var á árunum 2005 til 2007 þegar Þjóðarflokkurinn fékk til liðs við sig Bandalag um framtíð Austurríkis, stjórnmálaflokk sem hinn umdeildi Jörg Haider hafði stofnað eftir að hann klauf sig út úr Frelsisflokknum. Stóru flokkarnir tveir hafa sömuleiðis undantekningarlítið átt sinn fulltrúa í forsetaembætti landsins. Eina undantekningin var á árunum 1974 til 1980 þegar hinn óflokksbundni Rudolf Kirchschläger var forseti Austurríkis.Óvenjulegar forsetakosningar Forsetakosningar á morgun verða því harla óvenjulegar. Þar takast ekki á fulltrúar gömlu valdaflokkanna heldur fulltrúar tveggja jaðarflokka. Norbert Hofer er 45 ára gamall fulltrúi Frelsisflokksins, hins umdeilda flokks hægri þjóðernissinna sem iðulega er sagður vera öfgakenndur lýðskrumsflokkur. Alexander Van der Bellen er hins vegar 72 ára gamall fyrrverandi leiðtogi Græningjaflokksins og nýtur stuðnings flokksfélaga sinna, þótt hann bjóði sig fram sem óháður frambjóðandi. Í fyrri umferð forsetakosninganna hlaut Hofer 35,1 prósent atkvæða en Van der Bellen 21,3 prósent. Fulltrúar gömlu valdaflokkanna tveggja fengu ekki nema rúm 22 prósent samanlagt. Hofer þykir eiga heldur meiri möguleika í seinni umferðinni á morgun en Van der Bellen. Þó er munurinn í skoðanakönnunum engan veginn nógu afgerandi til að drepa niður alla spennu fyrirfram.Útlendingahræðslan Forsetaembættinu í Austurríki fylgja ekki mikil völd, en sigur Hofers yrði til marks um þá ört vaxandi andstöðu við flóttafólk og aðra innflytjendur sem víða hefur saxað á fylgi hefðbundinna stjórnmálaflokka í Evrópulöndum. Hofer hefur stutt harðar aðgerðir gegn flóttafólki en Van der Bellen segist gjarnan vilja taka á móti öllum sem á þurfa að halda. Eftir að flóttafólk tók að fjölmenna til Evrópu á síðustu misserum frá Sýrlandi og fleiri stríðshrjáðum löndum fylgdi austurríska sósíaldemókratastjórnin lengi vel þeirri stefnu að bjóða flóttafólk velkomið með svipuðum hætti og Þjóðverjar hafa gert. Tekið var við 90 þúsund umsóknum um hæli á síðasta ári.Seint á síðasta ári kom þó annað hljóð í strokkinn og var ákveðið að á þessu ári yrði að hámarki tekið við 37.500 manns. Landamæragæsla var hert og nú í síðasta mánuði voru samþykkt lög sem heimila stjórninni að lýsa yfir neyðarástandi ef mikill fjöldi flóttafólks kemur skyndilega til landsins.Upplausn gömlu flokkanna Fylgi við Frelsisflokkinn hefur vaxið hratt frá því snemma á síðasta ári, samfara vaxandi ótta meðal almennings við útlendinga. Innan gömlu flokkanna ríkir hins vegar upplausn og óvissa. Ekki síst hefur verið mikill ágreiningur innan Sósíaldemókrataflokksins, sem er við stjórn og ber ábyrgð á hinni skyndilegu stefnubreytingu gagnvart flóttafólki. Fyrir ári, um miðjan maí, höfðu Frelsisflokkurinn, Sósíaldemókrataflokkurinn og Þjóðarflokkurinn allir álíka mikið fylgi, um það bil 25 prósent hver. Síðan þá hefur fylgi gömlu flokkanna tveggja sigið jafnt og þétt og mælist nú rétt rúmlega 20 prósent en Frelsisflokkurinn er kominn upp í 33 prósent. Werner Faymann, leiðtogi Sósíaldemókrataflokksins og kanslari austurrísku stjórnarinnar, brást nokkuð óvænt við þessari þróun með því að segja af sér þann 9. maí síðastliðinn. Við báðum embættunum tók Christian Kern, sem hefur undanfarin ár verið forstjóri ríkisjárnbrautafyrirtækisins ÖBB og lítið skipt sér af stjórnmálum. Forsetakosningarnar á morgun eru haldnar í miðju þessa umróts hefðbundinna stjórnmála. Græninginn Van der Bellen, sem er vanur því að vera í stjórnarandstöðu utarlega á jaðri austurrískra stjórnmála, er allt í einu orðinn fulltrúi þeirra sem vilja halda í horfinu. Þjóðernissinninn yst á hægri vængnum, Norbert Hofer, siglir hins vegar á bylgju almannahræðslunnar við útlendinga og gæti sem hægast nælt sér í nógu mörg atkvæði til að taka við forsetaembættinu.Jörg Haider og Frelsisflokkurinn Fyrir þrjátíu árum tók Jörg Haider við forystu í austurríska Frelsisflokknum, sem þá var lítill flokkur hægrisinnaðra þjóðernissinna og átti rætur að rekja til nasistahreyfingarinnar í Austurríki. Haider reif upp fylgi flokksins og var tíu árum síðar, árið 1996, kominn með ríflega fjórðung atkvæða bæði í þingkosningum í Austurríki og kosningum til Evrópuþingsins. Hann vakti alræmda athygli fyrir glannalegar yfirlýsingar sínar, þar sem hann meðal annars ræddi um yfirburði austurrísku þjóðarinnar, varaði við ógn sem hann taldi stafa af útlendingum, ekki síst múslimum, og bar meira að segja blak af þýskum og austurrískum nasistum frá tímum Þriðja ríkisins. Hann dró reyndar seinna í land með sumar slíkar yfirlýsingar sínar. Upp úr aldamótunum reyndi hann að ljá Frelsisflokknum hófsamara yfirbragð og klauf sig á endanum út úr honum og stofnaði árið 2005 nýjan flokk, þar sem hann reyndi að forðast hið umdeilda lýðskrum sem hann hafði verið þekktur fyrir. Haider lést árið 2008, aðeins 58 ára gamall.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira