Erlent

Fullyrða að brakið sé ekki úr egypsku flugvélinni

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Óljósar fréttir hafa verið um hvort brakið sem fannst nærri grísku eynni Karpathor sé í raun og veru úr egypsku farþegaþotunni sem fórst yfir Miðjarðarhafi í nótt. Yfirvöld í Egyptalandi sendu frá sér yfirlýsingu síðdegis þess efnis að brak úr vélinni væri fundið. Grísk yfirvöld fullyrða hins vegar að brakið sé ekki úr umræddri vél en segja að leit að flakinu verði hert enn frekar.

Alls voru sextíu og sex innanborðs, þar af þrjátíu frá Egyptalandi og fimmtán franskir ríkisborgarar, þegar vélin brotlenti í Miðjarðarhafi.  Vélin var á leið frá Charles de Gaulle flugvelli í París í Frakklandi til Kaíró í Egyptaland. Hún mun hafa hrapað eftir að hafa verið á flugi í tæpar fjórar klukkustundir.

Ekkert hefur fengist staðfest um ástæður þess að vélin brotlenti. Hins vegar er talið að hryðjuverkamenn hafi grandað vélinni enda bendi flest til þess að um mannanna verk sé að ræða frekar en tæknilega bilun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×