Erlent

Skógareldarnir teygja sig í austurátt

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Umfang eldanna er gríðarlegt.
Umfang eldanna er gríðarlegt. vísir/afp
Fátt bendir til þess að skógareldarnir í Kanada séu á undanhaldi. Þeir halda enn áfram að breiða úr sér og hafa nú teygt sig í austurátt þar sem þeir loga í Saskatchewan-héraði. Kjöraðstæður eru fyrir skógarelda á þeim slóðum.

Svæðið er að mestu óbyggt en rúmir þrjátíu kílómetrar eru í næsta bæ. Fólk er ekki talið í mikilli hættu en þó er búist við að loftgæði verði slæm í næsta nágrenni. Sem stendur brenna alls níu eldar í héraðinu.

Eldarnir loga nú á rúmlega 4.800 ferkílómetra svæði. Aðstæður eru afar erfiðar og stórhættulegar fyrir þá rúmlega eitt þúsund slökkviliðsmenn sem nú eru að störfum.

Skógareldarnir hafa leikið bæinn FortMcMurrey í Alberta-fylki í Kanada grátt. Yfir áttatíu þúsund íbúum hans hefur verið gert að yfirgefa heimili sín en unnið er að því að gera þeim kleift að snúa aftur.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×