Erlent

Hverfandi líkur á að fleiri finnist á lífi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Björgunarsveitir á Sri Lanka leita enn fjölda fólks sem saknað er eftir að aurskriður féllu á þrjú þorp í afskekktum hluta landsins á þriðjudagskvöld. Alls hefur 150 manns verið bjargað en enn er yfir 130 manns saknað. Yfirvöld telja hverfandi líkur á að fleiri finnist á lífi.

Slæmt veður hefur hamlað björgunarstörfum og búist er við enn versnandi veðri. Þá hefur verið varað við frekari aurskriðum á þessum slóðum og fólki því verið gert að yfirgefa heimili sín.

Þorpin eru í um 140 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Colombo. Miklar rigningar höfðu verið daginn áður en skriðan féll og höfðu tvö þorp á svipuðum slóðum verið rýmd vegna ótta við aurskriður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×