Formannsefni Samfylkingarinnar takast á í beinni á Vísi Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2016 13:35 Oddný Harðardóttir og Helgi Hjörvar eru á meðal þeirra sem bjóða fram krafta sína til formanns. Vísir Kosning á nýjum formanni Samfylkingarinnar hefst eftir rétt rúma viku. Fernt er í framboði en síðast þegar fylgi frmbjóðenda var kannað vildu flestir að Oddný G. Harðardóttir yrði næsti formaður flokksins. Kappræður milli frambjóðendanna verða í beinni útsendingu sem verður aðgengileg á Vísi í kvöld. Litlu munaði þó á fylgi við Oddnýju G. Harðardóttur þingmann flokksins og Helga Hjörvar þingflokksformann í þessari einu könnun sem gerð hefur verið svo vitað sé. En það voru stuðningsmenn Helga sem létu Gallup gera könnunina sem birt var hinn 21. apríl. Þá mældist Oddný með 32,4 prósenta fylgi en þar á eftir komu Helgi með 29,9 prósent, Árni Páll Árnason núverandi formaður Samfylkingarinnar með 20 prósent, Magnús Orri Schram varaþingmaður með 12,3 prósent og Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi af Seltjarnarnesi með 5,5 prósent. Fráþví könnunin var gerð hefur Árni Páll dregið framboð sitt til baka. Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram dagana 3. og 4. júní en í aðdraganda hans kjósa félagar í flokknum nýjan formann í almennri kosningu. Kristján Guy Burges framkvæmdastjóri flokksins segir kosninguna hefjast laugardaginn 28. maí eða eftir rétt rúma viku. „Hún verður að langmestu leyti rafræn þar sem fólk kýs á tölvum eða með símum. Kjörskrá var lokað 7. maí og allir sem voru félagar í Samfylkingunni þann dag fá að kjósa í formannskjörinu. Til þess að kjósa þarf að hafa Íslykil eða rafræn skilríki. Íslykilinn er hægt að finna á heimasíðu Íslykils www.islykill.is og rafræn skilríki í viðskiptabönkum,“ segir Kristján Guy. Yfir fimm þúsund manns kusu í formannskjöri árið 2013 þegar Árni Páll Árnason var fyrst kjörinn formaður. Kosningarnar hefjast eftir rúma viku og standa frá hádegi laugardagsins 28. maí til hádegis á fyrra degi landsfundar hinn 3. júní. „Úrslitin verða kynnt síðdegis á landsfundinum 3. júní sem verður settur þann dag. Fram að því eru frambjóðendur að kynna sig. Þeir eru að halda fundi um allt land og koma fram með sín stefnumál,“ segir framkvæmdastjórinn. Einn slíkur fundur frambjóðenda fer fram á Hótel Natura í Reykjavík klukkan 20:00 í kvöld og verður fundurinn sendur beint út á Vísi. „Það er fundur sem er öllum opinn og verður fróðlegt að sjá. Það verður skemmtilegt form á fundinum. Kappræðuform sem hefur ekki verið notað áður í svona kosningu. Þau eru fjögur að keppa og þetta gæti orðið mjög skemmtilegt,“ segir Kristján Guy Burgess. Alþingi Samfylkingin Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Sjá meira
Kosning á nýjum formanni Samfylkingarinnar hefst eftir rétt rúma viku. Fernt er í framboði en síðast þegar fylgi frmbjóðenda var kannað vildu flestir að Oddný G. Harðardóttir yrði næsti formaður flokksins. Kappræður milli frambjóðendanna verða í beinni útsendingu sem verður aðgengileg á Vísi í kvöld. Litlu munaði þó á fylgi við Oddnýju G. Harðardóttur þingmann flokksins og Helga Hjörvar þingflokksformann í þessari einu könnun sem gerð hefur verið svo vitað sé. En það voru stuðningsmenn Helga sem létu Gallup gera könnunina sem birt var hinn 21. apríl. Þá mældist Oddný með 32,4 prósenta fylgi en þar á eftir komu Helgi með 29,9 prósent, Árni Páll Árnason núverandi formaður Samfylkingarinnar með 20 prósent, Magnús Orri Schram varaþingmaður með 12,3 prósent og Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi af Seltjarnarnesi með 5,5 prósent. Fráþví könnunin var gerð hefur Árni Páll dregið framboð sitt til baka. Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram dagana 3. og 4. júní en í aðdraganda hans kjósa félagar í flokknum nýjan formann í almennri kosningu. Kristján Guy Burges framkvæmdastjóri flokksins segir kosninguna hefjast laugardaginn 28. maí eða eftir rétt rúma viku. „Hún verður að langmestu leyti rafræn þar sem fólk kýs á tölvum eða með símum. Kjörskrá var lokað 7. maí og allir sem voru félagar í Samfylkingunni þann dag fá að kjósa í formannskjörinu. Til þess að kjósa þarf að hafa Íslykil eða rafræn skilríki. Íslykilinn er hægt að finna á heimasíðu Íslykils www.islykill.is og rafræn skilríki í viðskiptabönkum,“ segir Kristján Guy. Yfir fimm þúsund manns kusu í formannskjöri árið 2013 þegar Árni Páll Árnason var fyrst kjörinn formaður. Kosningarnar hefjast eftir rúma viku og standa frá hádegi laugardagsins 28. maí til hádegis á fyrra degi landsfundar hinn 3. júní. „Úrslitin verða kynnt síðdegis á landsfundinum 3. júní sem verður settur þann dag. Fram að því eru frambjóðendur að kynna sig. Þeir eru að halda fundi um allt land og koma fram með sín stefnumál,“ segir framkvæmdastjórinn. Einn slíkur fundur frambjóðenda fer fram á Hótel Natura í Reykjavík klukkan 20:00 í kvöld og verður fundurinn sendur beint út á Vísi. „Það er fundur sem er öllum opinn og verður fróðlegt að sjá. Það verður skemmtilegt form á fundinum. Kappræðuform sem hefur ekki verið notað áður í svona kosningu. Þau eru fjögur að keppa og þetta gæti orðið mjög skemmtilegt,“ segir Kristján Guy Burgess.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Sjá meira