Pistill Páls á Sprengisandi: Skortur á trausti Páll Magnússon skrifar 19. maí 2016 11:27 Veltum fyrir okkur einu lykilhugtaki í samfélagsumræðunni - hvort sem verið er að tala um forsetakosningar eða alþingiskosningar. Eða bara hvað sem er. Þetta hugtak er traust. Það er skrýtin skepna: Það verður t.d. hvorki keypt né selt. Þeir einir öðlast það sem vinna fyrir því - og það tekur bara eitt augnablik að glata því þótt áratugir hafi farið í að afla þess. Ég held því fram, að á meðan ágætlega hefur gengið að vinna til baka stóran hluta af því efnahagslega tjóni sem varð í hruninu fyrir átta árum - þá hefur nákvæmlega ekkert áunnist í því að endurheimta það traust sem glataðist í samfélaginu. Og það var miklu alvarlegra fyrir þjóðina að glata því en þeim peningum sem töpuðust - enda hefur endurheimta þeirra verðmæta reynst miklu erfiðari.Þetta sjáum við aftur og aftur. Um leið og eitthvað kemur upp á – eitthvað fer úrskeiðið – sem flestar þjóðir bregðast við með yfirvegun og leysa, af því að stofnanir samfélagsins virka, þá verður allt vitlaust á hér Íslandi. Það er eins og verið sé að rífa hrúður ofan af djúpu sári. Það fer að fossblæða aftur um leið. Traustið er farið og allir tilbúnir að trúa hinu versta upp á alla aðra. Í venjulegum mannlegum samskiptum gerum við ráð fyrir að náunginn sé heiðarlegur þangað til annað kemur í ljós. Eftir hrun á Íslandi er þessu öfugt farið: við gerum ráð fyrir að verið sé að svindla þangað til annað kemur í ljós. Það hefur sem sagt ekkert gróið um heilt.Og af hverju hefur þetta ekkert lagast? Ég held að skýringin sé fyrst og fremst sú, að margar af þeim stofnunum samfélagsins, bæði opinberar og í einkageira, sem brugðust í hruninu halda áfram að bregðast. Ég ætla að nefna nokkur dæmi af handahófi – hvert úr sinni áttinni:Um síðustu áramót voru felldir niður tollar af fatnaði og skóm. Stjórnvöld sögðu að þetta ætti að lækka verð á þessum vörum um 13% að jafnaði og væri m.a. gert til að jafna samkeppnisstöðu íslenskra verslana vegna stóraukinna fatakaupa Íslendinga í útlöndum. Í síðustu viku kom í ljós að þetta gerðist auðvitað ekki. Vörurnar lækkuðu bara um 4% - verslunin hirti sjálf mismuninn. Stjórnendur í stórfyrirtæki, og viðskiptabanka þess, halda að það sé enn í lagi að handvelja einhverja einstaklinga að geðþótta, helst sjálfa sig og vini sína, til að græða peninga með því að fá að kaupa hlutabréf á undirverði áður en fyrirtækið fer á markað. Enginn gerir neitt í því – ekki heldur lífeyrissjóðir almennings sem eru þó stærstu hluthafarnir í fyrirtækinu. Stjórnendur ríkisbankans halda að það sé allt í lagi að selja gríðarleg verðmæti í eigu almennings í lokuðu ferli til útvalinna kaupenda, sem stórgræddu á viðskiptunum á kostnað almennings. Ofaníkaupið vildi svo óheppilega til að náfrændi fjármálaráðherrans var einn af kaupendunum. Og ekkert gerist. Bankastjórinn situr áfram og einn af stjórnarmönnunum sem bar ábyrgð á þessu hneyksli er nú orðinn stjórnarformaður bankans! Ráðherra í ríkisstjórninni gerist sekur um bullandi hagsmunaárekstur: biður um og þiggur fjárhagslegan, persónulegan, greiða af aðila sem hann síðar veitir pólitíska fyrirgreiðslu vegna viðskiptahagsmuna í útlöndum. Ráðherrann situr sem fastast í skjóli síns flokks - og umboðsmaður Alþingis gerir ekki neitt. Þetta eru einungis örfá dæmi – þessi lestur gæti haldið áfram eitthvað fram eftir þessum sunnudegi.Ætli alþingiskosningarnar í haust muni ekki snúast um einmitt þetta: Traust – og þeim stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum muni vegna best sem geta sýnt fram á að þeir séu traustsins verðir?Páll las pistilinn í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni þann 15. maí síðastliðinn. Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar alla sunnudagsmorgna á milli klukkan 10 og 12. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Páll Magnússon Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Veltum fyrir okkur einu lykilhugtaki í samfélagsumræðunni - hvort sem verið er að tala um forsetakosningar eða alþingiskosningar. Eða bara hvað sem er. Þetta hugtak er traust. Það er skrýtin skepna: Það verður t.d. hvorki keypt né selt. Þeir einir öðlast það sem vinna fyrir því - og það tekur bara eitt augnablik að glata því þótt áratugir hafi farið í að afla þess. Ég held því fram, að á meðan ágætlega hefur gengið að vinna til baka stóran hluta af því efnahagslega tjóni sem varð í hruninu fyrir átta árum - þá hefur nákvæmlega ekkert áunnist í því að endurheimta það traust sem glataðist í samfélaginu. Og það var miklu alvarlegra fyrir þjóðina að glata því en þeim peningum sem töpuðust - enda hefur endurheimta þeirra verðmæta reynst miklu erfiðari.Þetta sjáum við aftur og aftur. Um leið og eitthvað kemur upp á – eitthvað fer úrskeiðið – sem flestar þjóðir bregðast við með yfirvegun og leysa, af því að stofnanir samfélagsins virka, þá verður allt vitlaust á hér Íslandi. Það er eins og verið sé að rífa hrúður ofan af djúpu sári. Það fer að fossblæða aftur um leið. Traustið er farið og allir tilbúnir að trúa hinu versta upp á alla aðra. Í venjulegum mannlegum samskiptum gerum við ráð fyrir að náunginn sé heiðarlegur þangað til annað kemur í ljós. Eftir hrun á Íslandi er þessu öfugt farið: við gerum ráð fyrir að verið sé að svindla þangað til annað kemur í ljós. Það hefur sem sagt ekkert gróið um heilt.Og af hverju hefur þetta ekkert lagast? Ég held að skýringin sé fyrst og fremst sú, að margar af þeim stofnunum samfélagsins, bæði opinberar og í einkageira, sem brugðust í hruninu halda áfram að bregðast. Ég ætla að nefna nokkur dæmi af handahófi – hvert úr sinni áttinni:Um síðustu áramót voru felldir niður tollar af fatnaði og skóm. Stjórnvöld sögðu að þetta ætti að lækka verð á þessum vörum um 13% að jafnaði og væri m.a. gert til að jafna samkeppnisstöðu íslenskra verslana vegna stóraukinna fatakaupa Íslendinga í útlöndum. Í síðustu viku kom í ljós að þetta gerðist auðvitað ekki. Vörurnar lækkuðu bara um 4% - verslunin hirti sjálf mismuninn. Stjórnendur í stórfyrirtæki, og viðskiptabanka þess, halda að það sé enn í lagi að handvelja einhverja einstaklinga að geðþótta, helst sjálfa sig og vini sína, til að græða peninga með því að fá að kaupa hlutabréf á undirverði áður en fyrirtækið fer á markað. Enginn gerir neitt í því – ekki heldur lífeyrissjóðir almennings sem eru þó stærstu hluthafarnir í fyrirtækinu. Stjórnendur ríkisbankans halda að það sé allt í lagi að selja gríðarleg verðmæti í eigu almennings í lokuðu ferli til útvalinna kaupenda, sem stórgræddu á viðskiptunum á kostnað almennings. Ofaníkaupið vildi svo óheppilega til að náfrændi fjármálaráðherrans var einn af kaupendunum. Og ekkert gerist. Bankastjórinn situr áfram og einn af stjórnarmönnunum sem bar ábyrgð á þessu hneyksli er nú orðinn stjórnarformaður bankans! Ráðherra í ríkisstjórninni gerist sekur um bullandi hagsmunaárekstur: biður um og þiggur fjárhagslegan, persónulegan, greiða af aðila sem hann síðar veitir pólitíska fyrirgreiðslu vegna viðskiptahagsmuna í útlöndum. Ráðherrann situr sem fastast í skjóli síns flokks - og umboðsmaður Alþingis gerir ekki neitt. Þetta eru einungis örfá dæmi – þessi lestur gæti haldið áfram eitthvað fram eftir þessum sunnudegi.Ætli alþingiskosningarnar í haust muni ekki snúast um einmitt þetta: Traust – og þeim stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum muni vegna best sem geta sýnt fram á að þeir séu traustsins verðir?Páll las pistilinn í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni þann 15. maí síðastliðinn. Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar alla sunnudagsmorgna á milli klukkan 10 og 12.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar